Loftslag á Miðöldum

SólvirkniÁrið 1965 birti breski loftslagsfræðingurinn Hubert Lamb merkar niðurstöður varðandi loftslagsbreytingar á miðöldum. Miðaldir er tímabilið frá um 500 til 1500 e. Kr. Hann taldi að loftslag hefði verið mun mildara á norðurhveli jarðar allan fyrri hluta miðalda, allt fram að um 1300.   Þessi niðurstaða var styrkt af rannsóknum  LaMarche árið 1974 á trjáhringjum í Norður Ameríku.   Íslandssagan fræðir okkur um loftslag á Íslandi á Miðöldum og styrkir skoðun Huberts Lamb.  Þegar forfeður vorir sigldu frá Noregi og Bretlandseyjum á níundu öld, og héldu áfram til Gænlands og alla leið til Vínlands Norður Ameríku, þá var loftslag tiltölulega milt og sennilega jafnvel mildara veðurfar en nú ríkir.  En svo fór kólnandi, siglingarleiðir til Vínlands og Grænlands spiltust vegna hafíss.  Þannig tók tímabilið sem nefnt hefur verið Litla Ísöldin  (Little Ice Age, LIA) við af hlýskeiði Miðalda.  Hitaferill ískjarnaNú tala loftslagsfræðingar um hlýskeiðið sem Medieval Climate Anomaly, eða MCA, og það náði yfir miklu stærra svæði en Norður Atlantshaf, einnig Norður og Suður Ameríku.   Fyrsta myndin sýnir inngeislun sólar til jarðar.  Þar kemur fram, að inngeislun minnkar töluvert þegar hlýskeiðinu MCA lýkur, og þegar Litla Ísöldin LIA hefst, í kringum árið 1230 eða svo.  Það er mæling á geislavirkum efnum í ískjörnum frá heimskautunum, sem gefa slíkar upplýsingar um inngeislun sólar í gegnum aldirnar.  Efnið Beryllíum-10 er eitt af þeim, en samsætur eða ísótópar af þessu efni myndast þegar að geimgeislar splundra köfnunarefnisatómum í lofthjúpi jarðar. Getur það verið, að sveiflur í virkni sólar séu þetta miklar, og hafi slík djúptæk áhrif?  Spennandi verkefni til að fylgjast með í framtíðinni.  Önnur myndin sýnir sveiflur í meðalhita á Grænlandi, samkvæmt mælingum á ískjörnum sem hafa verið teknir úr Grænlandsjökli.  Frávik frá meðalhita er mjög jákvætt alveg fram undir árið 1200, og sýna þessi gögn vel hlýskeiðið á Miðöldum, eða MCA.  Þá fer kólnandi, eins og Íslandssagan segir okkur, með Litlu Ísöldina LIA á fimmtándu og sextándu öldinni.  Þessar loftslagssveiflur eru raunverulegar, hafa mjög víðtæk áhrif, en orsakirnar eru ekki enn ljósar.  Svo virðist sem sveiflur í virkni sólarinnar geti vel verið orsökin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir góðan pistil Haraldur.

Efnið er nokkurn vegin í samræmi við það sem ég hef verið að prédika í rúman áratug. Sjá hér.

Gott yfirlit rannsókna um miðaldarhlýnunina er hér.

Með góðri kveðju.

Ágúst H Bjarnason, 30.6.2011 kl. 06:49

2 identicon

Það er akkúrat þetta, sem menn hafa verið að segja í fleiri ár.  Undanfarið hafa ráðið yfir vísindi, sem ekki eru byggðar á raunverulegum staðreyndum, heldur áliti sem byggist á afskaplega littlum tíma.  Hér í raun, um sama mál að ræð ... við erum ennþá að tala um hina "skörpu" sveiflu upp á við, frá miðöldum.  Enn eru staðreyndir frá enn fyrri tímum, undanlátnar.  Á þessari mynd, er komið til móts við "staðreyndir" sem menn hafa verið að benda á, en á sama tíma verið að ýja að því að sveifla í dag ... sé svo skörp, að hún skeri sig úr.

Það vantar svo mikið í þetta rit, að það er ekki marktækt á meðan ... og það er þetta sem menn eru að rífast yfir.

Sem dæmi, þú getur hlustað á kerlingarnar með að það þurfi að keyra hægar, en við lifum í samfélagi sem hefur 7 miljarða íbúa, sem lifa að mestu í bæjum og borgum.  Þessir aðilar þurfa fljóta og skjóta aðkeyrslu af matvörum, og hráefnum, til að geta étið og haft atvinnu.  Við erum hér að tala um kringumstæður, sem krefst þess að heildarmynd sé höfð og ekki sé einblýnt á einn þátt hennar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 07:50

3 identicon

Svo ég reyni að koma mér að efninu ... ritið, sem menn lesa að sé "skyndi uppsveifla" og hlýnun.  Má í raun sjá sem skyndilegt frábrygði frá stöðugt rísandi riti, sem orsakast af lítilli ísöld.  Þetta stutta tímabil kælir ritið, og við erum nú að koma tillbaka til fyrri stöðu á ritinu.

Tvær hliðar á sama máli ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 07:55

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er nokkuð ljóst, í mínum huga, að inngeislun sólar hefur áhrif á hitastig, eins og reyndar fleiri þættir. Þó er ekki talið að inngeislun sólar sé afgerandi þáttur varðandi núverandi hlýnun, eins og Ágúst hefur prédikað í rúman áratug (varðandi núverandi hlýnun) og Bjarne virðist vera að færa rök fyrir (veit þó ekki alveg hver rök hans eru).

En þar sem við höfum fleiri þætti en aðeins inngeislun sólar, þá þarf að reikna áhrif hvers þáttar á hverjum tíma og áætla hvaða þáttur stýrir hitastiginu á hverjum tíma og hversu mikil áhrifin eru. Varðandi núverandi hlýnun, þá hefur inngeislun sólar frekar farið minnkandi á undanförnum áratugum, á sama tíma og hitastig hefur hækkað, sjá mynd:

 Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn blá lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk blá lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn rauð lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk rauð lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Þannig að Sólin það virðist ekki vera sá þáttur sem hefur stjórnað hækkun hitastigs á síðustu áratugum, þó svo finna megi tímabil á fyrri tímum með ágætum tengslum á milli hitastigs og inngeislun Sólar.

Sjá nánar, Mýtuna - Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar og svo hvað vísindin hafa að segja um núverandi hlýnun og rannsóknir á henni, Mælingar staðfesta kenninguna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.6.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég er þa þeirri skoðun, að oftast séu fleiri en einn þa´ttur sem stýra einhverju ákveðnu fyrirbæri. Svo held ég sé einnig með loftslag í sögulegu samhengi. Mér finnst fylgni milli sólar og hitafars gott á Miðöldum, en það var alls ekki meining mín að reyna að skýra allar loftslagsbreytingar með því.  Ég held að Svatli sé á réttri braut hér fyrir ofan.

Haraldur Sigurðsson, 30.6.2011 kl. 14:02

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Málið er vissulega ekki einfalt, heldur miklu flóknara en oft er gefið í skyn. Sjá þessa nýju samantekt sem er í vinnslu: Earth’s Climate System Is Ridiculously Complex ...

Ágúst H Bjarnason, 1.7.2011 kl. 08:58

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það má bæta því við að þetta er ný "Reference Page" sem er í vinnslu. Aðrar síður eru hér.

Ágúst H Bjarnason, 1.7.2011 kl. 09:02

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, ég myndi í þínum sporum endurskoða þessa blindu ástríðu þína á Anthony Watts og mótsagnarkenndum "fræðum" hans. Hann virðist ekki vera mikill áhugamaður um vísindalegar aðferðir (eins og marg oft hefur verið bent á, sjá t.d. Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun, Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju og Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum (sem er beint um hans aðferðafræði) svo eitthvað sé nefnt).

Þessi "Reference Page" hans hefur nánast engar tengingar í rannsóknir og greinar vísindamanna, þetta virðist fyrst og fremst tengingar í wikipedia, sem er kannski ágætt til síns brúks, en maður sem þykist hafa: "been studying Earth’s climate system for several years" ætti kannski að hafa kynnt sér málin aðeins betur en svo að reyna að snúa út úr fræðunum með alls kyns útúrsnúningum og tilvísinum í alls kyns þætti sem hafa lítið sem ekkert með málið að gera. Reyndar eru útúrsnúningar nokkuð algengir meðal þeirra sem afneita loftslagsvísindum eins og til að mynda Anthony Watts. T.d. segir hann á þessari "Reference"-síðu sinni að:

I am often amused by claims that we understand Earth’s climate system, are able to accurately measure its behavior, eliminate all potential variables except CO2 as the primary driver of Earth’s temperature and make predictions of Earth’s temperature decades into the future, all with a high degree of confidence.

Þetta er nú bara tómt bull hjá karlinum. Það er engin sem telur sig geta með nákvæmni mælt alla þætti eða að það sé verið að reyna að útiloka alla þætti nema CO2...hvað þá að það sé gert með einhverri ofurtrú á niðurstöðuna... En svona aðferðafræði og texta sér maður oft hjá þeim sem stunda það að snúa út úr loftslagsvísindum með því að ýta undir fordóma og afneitun fólks á vísindum...en þannig er það nú bara, ekkert nýtt í því, það virðist vera svo, að svo lengi sem það hafa verið stunduð vísindi hafa verið til þeir sem hafa afneitað aðferðafræði vísindanna... Jæja, en hvað um það, Mælingar staðfesta kenninguna

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.7.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband