Andy Warhol og íslenski skurðlæknirinn
26.6.2011 | 17:11


Ættingjar Andy Wahol fóru strax í mál við New York Hospital og lækna hans. Lögfræðingar ættingjanna héldu því fram fyrir réttinum í desember 1991, að Andy hefði látist sökum vanrækslu, og einkum að hann hefði fengið alltof mikið af vökvum inn í líkamann. Hins vegar lýsti krufningarlæknir því yfir að Wahol hefði látist vegna hjartaáfalls, sem væri ekkert tengt uppskurðinum eða meðferð hans á sjúkrahúsinu. Tuttugu dögum síðar, á aðfangadag 24. desember árið 1991, lýstu lögfræðingar ættingja Andys og lögfræðingar New York Hospital því yfir að þeir hefðu komist að samkomulagi og var málið nú látið niður falla. Sjúkrahúsið greiddi ættingjum og erfingjum Warhols ákveðna summu, en peningaupphæðin var ekki gefin upp. Ættingjar voru ´very happy´og talsmenn New York Hospital lýstu því yfir að niðurstaðan væri ´fair and equitable.´ Saksóknari New York lýsti því einnig yfir að ekkert benti til þess að um glæpsamlegt athæfi væri að ræða varðandi dauða listamannsins og málið var þá látið niður falla. Að lokum skal þess getið, að hinn vinsæli rithöfundur, aktivisti og náttúruunnandi, Andri Snær Magnason, er dóttursonur Björns Þorbjarnarsonar, skurðlæknis Andy Warhol.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Hafið | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.