Hafísinn hverfur

Hafís á undanhaldiLínuritið sýnir örlög hafíssins í Íshafinu og umhverfis Norður pólinn.  Hér er sýnt flatarmál íssins í hverjum mánuði, og spá. Hann er auðvitað minnstur í lok sumars, eða í september, þegar sumarbráðnun hefur náð hámarki.  Samkvæmt þessu verður allur sumarís horfinn af Íshafinu í september 2016.  Vorís (maí) hverfur síðastur, í kringum árið 2032.  Eftir það verður hafið algjörlega íslaust. Er virkilega enn til fólk, sem neitar að hlýnun jarðar sé raunveruleiki?  Sjá frekar hér:

http://neven1.typepad.com/blog/2011/05/piomas-april-2011.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haraldur

Þó þeim fækki sem trúa ekki á hlýnun jarðar þá eru þeir enn til sem leita allra leiða til að finna annan sökudólg en mennina. Á áhugaverðum fyrirlestri þínum í Arion banka fyrir nokkrum dögum kom spurning frá formanni Sjálfstæðisflokksins um hversu miklu magni af umhverfisskaðlegum efnum Eyjafjallagosið hefði skilað útí andrúmsloftið. Mér fannst þessi spurning því miður dæmigerð fyrir aðila sem vilja benda á aðra en sjálfa sig og segja “við erum kannski að menga en í samanburði við Eyjafjallajökul er það bara smáræði”.

Kveðja,
Steini

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 09:43

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er sláandi línurit. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bráðnunin væri svona hröð.

Sumarliði Einar Daðason, 20.5.2011 kl. 10:40

3 identicon

2016 er ekki svo galið miðað við þetta. Miðað við sólarsveifluna þá erum við þar í "max" akkúrat líka, þannig að það bendir frekar til hlýnunar.

Það verður gaman að sjá hvað afneitunarsinnar segja ef þetta gengur eftir....eftir bara 5 ár og 3 mánuði.... 

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 11:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það þræti ekki margir fyrir hlýnun, en auðvitað reyna olíuríkin allt til þess að afsanna að þetta sé af mannavöldum.  Í því sambandi er bent á rannsóknir á sveiflum í hitafari yfir lengri tíma, sem m.a. má finna í jöklarannsóknum.  Minnir að þú hafir sjálfur bent á það hér að jöklar á Íslandi hafa verið marfalt minni fyrir ekki svo ýkja löngu síðan og jafnvel að sumir hafi hreinlega ekki verið til.

Ég tek ekki afstöðu til orsakanna allavega, þótt mér finnist afar trúlegt að maðurinn hafi áhrif. Mannkyn náði fyrsta milljarði um 1860 og er nálægt sjö milljarðar í dag. Það þarf enginn að segja mér að það og iðnbyltingin, sem byrjaði um sama leyti hafi ekki haft áhrif.

Ég var í Ilulissat í fyrra og þar segja menn mér að það sé talsvert síðan að Diskóflóann hætti að leggja á vetrum. Engin not eru fyrir hundasleða lengur nema fyrir túrista uppi á landi, en þeir eru ánægðir með að geta róið á lúðu allan ársins hring. Skriðjökullinn í hinum magnaða Ísfirði hopar nú svo hratt að það er sýnilegur munur á milli ára og í raun ótrúlegt að sjá hve hratt þetta hefur gerst undanfarin 10 ár eða svo.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2011 kl. 11:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars verður maður ekki var við hnattræna hlýnun hér á Siglufirði í lok Maí 2011. Hér er alhvít jörð og ískaldur stormur.

Kannski er það bráðnandi heimskautaísinn að hleypa af sér kuldanum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2011 kl. 12:00

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er sláandi, það er þó vonandi ekki svona stutt í svona algera bráðnun á Norðurskautinu í september, þó það geti væntanlega ekki endað á annan veg til lengri tíma séð. Annars langar mig bara að benda á ýmislegt efni af loftslag.is um hafísinn, Hafís

Steingrímur;  þetta sem þú nefnir varðandi spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins er því miður ein af þeim aðferðum sem eru notaðar til að gera lítið úr losun CO2 af mannavöldum, sjá t.d. mýtuna - Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg. - en maður heyrir þetta þó sjaldnar og sjaldnar...en það er þó merkilegt að heyra svona spurningu frá manni sem ætti að vera betur upplýstur um þetta en svo...

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.5.2011 kl. 14:26

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Íslaust að hausti 2016? Er það ekki dálítið glannaleg spá?

Einnig mun vetrarísinn væntanlega halda áfram að myndast, þannig að íslaust íshaf snemma að vori er varla inni í myndini á næstu áratugum og tæplega á þessari öld.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.5.2011 kl. 14:58

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil: Mín persónulega greining/skoðun (og skal ekki taka of alvarlega) er að það sé lengra í að hafísinn hverfi í lok bráðnunartímabilsins...og ég tek líka undir með þér að það er langsótt að hafís hverfi að vori eða á öðrum tímum á næstu áratugum. En maður veit þó aldrei, þetta er í raun merkilega hröð þróun sem hefur verið á undanförnum áratugum...plús að hafísinn er mun þynnri núna en áður, sem er náttúrulega hluti af þróuninni. Sjá t.d. eftirfarandi mynd varðandi rúmmálsbreytinguna:

Nánar hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.5.2011 kl. 15:18

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Leiðrétting: Grafið sem Haraldur vísar í er ekki flatarmáli heldur er verið að sýna rúmmál, bara á aðeins annan hátt en sýnt er í grafinu sem ég vísaði í hér að ofan, nánar hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.5.2011 kl. 15:54

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Einmitt. Ísinn er að meðaltali mun þynnri en hann var áður, en flatarmál hefur ekki minnkað næstum því eins mikið. Sérstaklega ekki að vetrarlagi.

Sbr: http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/seaice.area.arctic.png

Emil Hannes Valgeirsson, 20.5.2011 kl. 15:57

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju er ekki hækkun sjávarborðs orðin til vandræðaef þessi bráðnun er svona geysileg?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2011 kl. 20:05

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Af hverju er ekki hækkun sjávarborðs orðin til vandræða ef þessi bráðnun er svona geysileg?"

Settu ísmola í glas og athugaðu hvort vatnsborðið í glasinu hækkar eitthvað við það að molinn bráðni, Jón. Það sem veldur hækkun sjávarborðs er bránun þess íss sem hvílir á landi og þensla vegna hlýnunar. 

Ég held að það sé enn langt í það að íshafið verði "algerlega" íslaust.

"Er virkilega enn til fólk, sem neitar að hlýnun jarðar sé raunveruleiki?" Sennilega, en það verður alltaf erfiðara og erfiðara að finna svoleiðis tréhesta. 

Hörður Þórðarson, 20.5.2011 kl. 20:55

13 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Auðvitað virðist þetta vera ótrúleg þróun, en línuritið efst á síðunni er aðeins hin einfaldasta extrapolation út frá góðum gögnum.  Það skiftir ekki máli hvort um rúmmál eða flatarmál sé að ræða; þegar við erum komnir í núll erum við á núllinu.  Spennandi tími framundan...

Haraldur Sigurðsson, 21.5.2011 kl. 15:20

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Varðandi sjávarstöðubreytingarnar sem Jón Steinar minnist á, þá er hægt að nálgast ágætis upplýsingar um það í eftirfarandi tengli af loftslag.is, Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar - en eins og Hörður kemur inn á þá hefur það ekkert með bráðnun hafíss að gera.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.5.2011 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband