Fyrsta Listaverkið af Gosinu í Eyjafjallajökli

Vignir Jóhannsson vatnslitamyndÞegar Eldfjallasafn í Stykkishómi opnar 1. maí, þá verður meðal annars efnis sýnd ný vatnslitamynd sem Vignir Jóhannsson hefur gert af sprengigosinu í Eyjafjallajökli.  Hún sést hér til hliðar.  Vignir hefur náð einstaklega vel forminu á öskustróknum uppaf toppgíg fjallsins, en einnig jökulhlaupi í forgrunni og öskufallinu til hægri eða til suðurs.   Myndin er merkilegt framlag í þann fáliðaða hóp af íslenskum  listaverkum sem sýna eldgos.  Tengsl Vignis við eldgos og eldgosalist eru orðin nokkuð löng, en hann vann við að setja upp Eldfjallasafn í Stykkishólmi vorið 2009 og nú í vor setti hann upp sérstaka sýningu um gosið í Eldfjallajökli árið 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau spretta upp hér og þar listaverkin. Heyrði lengri útgáfu af þessu í dag en hér er að ég held orginalinn.

http://www.youtube.com/watch?v=4HXUws4uCMU 

Solveig (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:46

2 Smámynd: Njörður Helgason

Gaman að þessari mynd. Augu listamannsins sjá þetta á annann hátt en við hin.

Njörður Helgason, 29.4.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband