Erindi um Gosin í Eyjafjallajökli í Vísindafélagi Íslands Föstudag 30. apríl

VísindafélagÉg held erindi um eldgosin í Eyjafjallajökli á aðalfundi Vísindafélags Íslands í byggingu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í Öskju föstudaginn 30. apríl. Aðalfundurinn hefst kl 19:15, en eftir aðalfundarstörf hefst erindi mitt um kl. 20. Allir eru velkomnir. Ágrip erindisins er:  “Þótt gosin hafi ekki verið stór, þá hafa eldsumbrotin í Eyjafjallajökli árið 2010 reynst mjög söguleg og borið nafn Íslands út um allan heim á fremur óvæntan hátt.  Einnig sýna gosin að atburðarás gosa í stórri eldkeilu getur verið nokkuð flókin.  Þannig reyndist andesít kvikan sem berst upp í sprengigosinu í toppgíg fjallsins á ýmsan hátt frábrugðin basalt kvikunni sem gaus í hraungosinu á Fimmvörðuhálsi skömmu á undan.  Fjallað verður í fyrirlestrinum um hegðun eldkeilunnar í þessum tveimur gosum, um myndun öskunnar í sprengigosinu og óvenju mikla útbreiðslu öskuskýja til meginlands Evrópu, og áhrifa hennar á flugsamgöngur.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Í því sambandi, og vegna þess að ég kemst ekki á fyrirlesturinn, langar mig að spyrja þig hvort þú getir ekki birt efnagreiningar á gjóskunni úr Eyjafjallajökli, og sagt okkur hver munurinn er á gjóskunni fyrst og svo nú. Ef til vill eitthvað um hvaða gjósku á sögulegum tíma gjóskan úr Eyjafjallajökli nú líkist mest að efnasamsetningu og allri gerð?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2010 kl. 15:06

2 identicon

Já, einmitt. Ég kem að því fljótlega. Ég minntist á efnasamsetninguna í blogginu hér:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1044277/

haraldur (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 21:56

3 identicon

Er engin hætta á að gosið brjóti sér leið til norðurs út í gengum fjallshlíðina, mun neðar en nú, og valdi þannig meira flóði eða einhverju enn þá verra undan Gígjökli ? Þessi spurn kemur upp nú, er vatnsmagnið undan jöklinum er mun meira og stöðugra en áður.

Ásgeir Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 09:34

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Rétt er að vatnsmagn er meira og stöðugra undan Gígjökli. Nú er sennilegt að hraun sé að renna inn í göngin undir jöklinum sem fyrri hlaup hafa myndað, frá toppgíg Eyjafjallajökuls og niður til norðurs, í áttina að gamla lóninu sem áður var við rætur Gígjökuls.  Það var sennilega í slíkum jökulgöngum sem hraun rann árið 920, og myndaði Skerin, sem er hryggur sem stendur uppúr fyrir norðvestan yoppgíg.

Haraldur Sigurðsson, 29.4.2010 kl. 09:57

5 identicon

hi, must say thanks for a great blog, but for your english readers it would be great to get a abstract of your lecture in english on this blog :)

kenneth (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 22:30

6 Smámynd: Njörður Helgason

Haraldur Sigurðsson, ég þakka ér kærlega fyrir erindið þitt og góðar, fræðandi umræður eftir það.

Það var vel varið tímanum í Öskjunni í kvöld,

Njörður Helgason, 30.4.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband