Allt að verða vitlaust undir Eyjafjallajökli

Uppsafn fjöldiEins og rætt er um í fjölmiðlum, þá hefur skjálftavirkni aukist mjög mikið undir Eyjafjallajökli.  Þetta er með stærri hrinum, en virðist vera tengd kvikuhreyfingum í miðri jarðskorpunni.  Eins og sjá má á vef Veðurstofunnar, er skjálftunum dreift undir allan Eyjafjallajökul.  Fyrri myndin sýnir uppsafnaðan fjölda skjálfta undir Eyjafjallajökli (blár ferill),  Goðabungu (grænn ferill), Torfajökli og Myrdalsjökli.  Sjálftum hefur fjölgað stöðugt allan janúar mánuð, en keyrt hefur um þverbak í gær og í dag, 4. marz.  Neðri myndin sýnir strainútlausn í skjálftum sem fall af tíma síðan í maí 2009.  StainútlausnStrainútlausn er mælikvarði á afmyndun jarðskorpunnar og því mælikvarði á orkuna sem felst í þessum jarðskorpuhreyfingum. Það kann að koma á óvart að uppsöfnuð strainútlausn í skjálftum hefur undanfarið verið miklu meiri í Goðabungu (græna línan) árið 2009, vegna þess að skjálftar þar hafa verið stærri þótt þeir væru færri,  en nú er Eyjafjallajökull búinn að ná sama gildi af heildar strain útlausn eða orku.   Þriðja myndin sýnir stærð (bláir dílar) og dýpt (rauðir) fyrir þá  250 skjálfta sem hafa orðið undir Eyjafjallajökli síðustu daga, frá 2. marz til  4. marz 2010.  Stærð og dýpiLóðrétti ásinn sýnir stærð og dýpið í kílómetrum í skorpunni á upptökum skjálftanna.  Það er áberandi hvað skjálftarnir eru djúpt niðri í skorpunni, flestir á bilinu 6 til 10 km.  Einnig er eftirtektarvert að skjálftarnir hafa stækkað nokkuð stöðugt í dag, eins og blái ferillinn sýnir.  Enn er ekkert sem bendir til þess að gos sé í aðsigi, em mikið magn af hraunkviku er að brjótast um jarðskorpuna undir Eyjafjallajökli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli sýnir engin merki þess að sé að fara draga úr henni. Það hefur eitthvað dregið aftur úr stórum jarðskjálftum, líklega vegna þess að kvikan þarna undir er farin að renna án mikilla hindranna upp Eyjafjallajökul.

Núna undir kvöld fór að bera örlítið á því að mjög djúpir jarðskjálftar væru að koma fram, það eru jarðskjálftar sem eru á meira en 10 km dýpi. Þeir eru ekki margir, en nokkrir engu að síður. Það bendir til þess að kvikuinnstreymið í Eyjafjallajökul sé að aukast, ef maður á túlka þessi gögn sem eru að koma fram þessa stundina.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Enn og aftur takk fyrir góðar umfjallanir. 

Má ég gerast svo frakkur að biðja um óska-umfjöllunarefni?

Eitt af púslunum varðandi skýringar á útdauða risaeðlanna kom frá þér og því ert þú eflaust fróðastur Íslendinga í þeim málum. Í dag kom út enn ein greinin um málið og því væri gaman ef þú gætir fjallað um það hér - á einn eða annan hátt.

Sjá: The Chicxulub Asteroid Impact and Mass Extinction at the Cretaceous-Paleogene Boundary. Peter Schulte et al, 5 March 2010 Vol 327 Science

Höskuldur Búi Jónsson, 5.3.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Haraldur

Í janúar 2008 bloggaði ég smávegis um reynslu mína af Vestmannaeyjagosinu. Hugsanlega sástu það á sínum tíma, en hér er pistillinn:

Vestmannaeyjagosið: Fundust smáskjálftar í Eyjum dagana fyrir gos?

Ágúst H Bjarnason, 5.3.2010 kl. 11:56

4 identicon

Sæll, Ágúst

Þetta er merkilegt og senilega hefur þú orðið var við titring rétt fyrir gosið.  Því miður er ekki mikið til af mæligögnum varðandi skjálfta í Eyjum fyrir gos.  Það er alkunnugt að óvenju djúpir skjálftar, mig minnir um 20 km, mældust undir Eyjum fyrir gos, og eru þeir einhverjir dýpstu skjálftar undir Íslandi.   Takk fyrir ábendinguna.

Kv.

Haraldur

haraldur sigurdsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:03

5 identicon

Ennþá skelfur í Eyjafjallajökli, og það er því komin heil vika síðan þessir jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjallajökli, og það virðist ekki vera neitt lát á henni þessa stundina.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband