Tektítar - Bráđin Jarđskorpa
5.1.2010 | 19:33
Íslendingar ţekkja vel hrafntinnu, en ţađ er svört glertegund sem myndast viđ eldgos, ţegar súr hraun storkna. Á yfirborđi jarđar finnst önnur tegund af gleri eđa hrafntinnu, sem myndast ekki viđ eldgos, heldur ţegar smástirni eđa loftsteinar rekast á jörđina. Slíkt gler kallast tektite eđa tektítar, og er mjög sjaldgćft. Orđiđ tektite er dregiđ af tektos, sem ţýđir bráđinn á grísku. Í Eldfjallasafni í Stykkishólmi eru sýndir ţrír glerhnullungar af tektites eđa tektítum. Tveir ţeirra eru nćr svartir, og af tegundinni australite, en ţađ eru tektítar sem hafa falliđ á mjög stóru svćđi sem nćr yfir í Laos, Vietnam, Kambodíu, Kína, Tćland, Filipseyjar, Indónesíu, og vestur hluta Ástralíu. Svćđiđ ţar sem ţessir tektítar finnast er oftast nefnt Ástralasíudreifin og er sýnt á kortinu hér til hćgri. Ţessi mikla dreif af glerperlum eđa tektítum myndađist fyrir um 700 ţúsund árum, ţegar smástirni rakst á jörđina. Enn hefur árekstursgígurinn ekki fundist, en ef til vill er hann ađ finna undir ísnum á Wilkeslandi í Suđurheimskautslandinu. Ţar er ađ finna hringlaga myndun undir ísnum, sem er 300 kílómetrar í ţvermál. Ef ţađ sannast, ţá er ţar einn stćrsti áreksturgígur jarđar. Hin tegundin af tektít sem er sýnd í Eldfjallasafni er moldavít. Ţađ er grćnt gler, stundum ljósgrćnt, en grćni liturinn stafar af mjög lágu magni af títan og járni í glerinu. Moldavítar mynda dreif sem nćr frá Ţýskalandi og yfir Tékkland, um 450 kílómetra vegalengd. Ţeir eiga uppruna sinn ađ rekja til árekstursgígsins Ries Kessel í Bavaríu, um 120 km fyrir norđvestan Munchenborg. Nćrri miđju gígsins er borgin Nordlinger í dag. Áreksturinn sem myndađi Ries gíginn varđ fyrir um 14,5 miljón árum, en gígurinn er 24 km í ţvermál. Til ađ grafa ţetta stóran gíg ţarf smástirni sem er um 1.5 km í ţvermál, og á um 20 km á sekúndu hrađa. Ţađ er gífurleg orka sem leysist úr lćđingi viđ slíkan árekstur, og nokkur hluti af orkunni fer í ađ brćđa jarđskorpuna. Bráđin slettist út frá gígnum og myndar dreif, eins og Ries dreifin af moldavítum, eđa ţá hin risastóra ástralasíudreif. Ljósmyndin til hćgri er loftmynd af Ries gígnum. Takiđ eftir skýjum á börmum hans. Lengi var taliđ ađ tektítar vćru komnir frá tunglinu, en sú kenning hrundi ţegar fyrstu sýnin af tunglgrjóti bárust til jarđar til rannsókna. Efnasamsetning tektíta er lík jarđskorpunni en gjörólík tunglinu.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir ţessa fínu og nauđsynlegu bloggsíđu.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.1.2010 kl. 19:51
Mín er ánćgjan. Kveđja
Haraldur
Haraldur Sigurđsson, 5.1.2010 kl. 23:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.