Færsluflokkur: Jarðskorpan
Hvenær kemur stóri eftirskjálftinn?
13.3.2011 | 14:16
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Koma stórir skjálftar í hrinum?
12.3.2011 | 22:02
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjórir flekar á hreyfingu
12.3.2011 | 17:23
Ég hef áður minnst á, að orsök jarðskjálftans mikla í Japan er sig Kyrrahafsflekans undir Japan. En ég varaði mig á að geta ekki hvaða fleka hann sígur undir. Það eru hvorki meira né minna en fjórir flekar á svæðinu umhverfis og undir Japan, svo málið er flókið. Myndin til hliðar sýnir flekamótin, milli Kyrrahafsflekans að austan, Asíuflekans (Eurasian plate) fyrir vestan, Filipseyjaflekans í suðri og svo er flís af Norður Ameríkuflekanum í norðri. Flekarnir rekast á, skríða undir hvorn annan og þvælast fyrir hovr öðrum eins og ísjakar á stóru fljóti í leysingum. En það var einmitt sig Kyrrahafsflekans undir Norður Ameríkuflekann, sem orsakaði jarðskjálftann. Vel á minnst: þeir sem búa á vestur hluta Íslands eru einnig á Norður Ameríkuflekanum. Litli púnkturinn á myndinni merkir upptök skjálftans. Stóri hringurinn súynir spennusvið í jarðskorpunni, tengt skjálftanum. Það sýnir sig niður til aust-norðausturs.Eins og að ofan getur, þá er meðalhraði Kyrrahafsflekans 8 til 9 sm á ári. Það er mikilvægt að taka það fram, að þetta er aðeins meðalhraðinn, mældur yfir þúsundir ára. Hins vegar getur flekinn staðið í stað lengi, en tkið svo stóran kipp. Óstaðfestar fréttir herma, að Japan hafi færst til um 2,4 metra, og að möndull jarðar hafi einnig færst til um 25 sentimetra í jölfar skjálftans.
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stærstu skjálftar aldarinnar
12.3.2011 | 02:47
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigbelti í gangi
11.3.2011 | 20:10
Hér fyrir ofan er myndskeið, sem sýnir hreyfingu á sigbelti, eins og því sem liggur undir Japan. Hér er það Kyrrahafsflekinn sem sígur undir Japan, á um 8 til 9 sm hraða á ári. Smellið a hvítu örina til að spila. Myndskeiðið var unnið af jarðeðlisfræðingnum Tanyu Atwater í Kalíforníuháskóla. Það sýnir aðeins grynnri hluta sigbeltisins, niður á ca. 100 km dýpi. Ein afleiðing af hreyfingu flekans er myndun á kviku, sem er sýnd hér rauðglóandi. Kvikan myndast vegna þess, að sigið á flekanum færir vatn niður í möttul og við það lækkar bræðslumark möttulsefnis og kvikan verður til. Hún er eðlisléttari en flekinn umhverfis, og af þeim sökum rís kvikan upp í jarðskorpuna og gýs á yfirborði. Jarðskjálftar myndast við núning milli flekanna.
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orsök skjálftans undir Japan
11.3.2011 | 18:03
Jarðskjálftinn undir Christchurch
24.2.2011 | 13:26
Ein mest ógnvekjandi mynd sem ég hef séð nýlega er hér fyrir ofan, en hún sýnir borgina Christchurch á Nýja Sjálandi hinn 22. febrúar síðastliðinn. Rykský rís upp frá borginni, þar sem þúsundir húsa eru að hrynja og grafa hundruðir manna undir rústunum. Jarðskjálftinn var 6,3 að stærð, en þessi stórkostlega eyðing og tjón varð vegna þess að upptök hans voru aðeins 5 km beint undir borginni.
Nýja Sjáland er á flekamótum og það er grundvallarorsök jarðskjálftans sem varð beint undir borginni Christchurch í gær. En hér eru flekarnir á rekast saman, þvert öfugt og á Íslandi, þar sem flekar jarðskorpunnar togna í sundur. Þarna á suðurhveli jarðar er Kyrrahafsflekinn að síga hægt og hægt niður og til vesturs, undir Ástralíuflekann og hraðinn í þessu sigbelti er um 5 til 6 sm á ári. Tengt þessu sigbelti er eldvirknin og nokkur mjög virk eldfjöll á norðureynni. En á suðureynni eru jarðskorpuhreyfingar allt aðrar. Hér er það risastórt misgengi, Alpamisgengið, sem sker eynna endilanga, og hreyfingar á því orsaka jarðskjálfta, eing of 7,1 skjálftann hinn 3. september í fyrra, og 6,3 skjálftan sem nú gerðist. Þannig breytist sigbeltið undir norðureynni í sniðmisgengi undir suðureynni. Stærsta borgin á suðureynni er Christchurch, með um 350 þúsund íbúa. Fyrri skjálftinn var um 45 km fyrir utan borgina, en sá síðari beint undir henni. Talið er að seinni skjálftinn hafi verið eftirskjálfti, eða aftershock, í kjölfar á þeim stóra.
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig ég drap risaeðlurnar
23.2.2011 | 10:37
Bólstraberg
12.4.2010 | 22:48
Algengasta hraun tegund á jörðinni er bólstraberg, en samt sjáum við þessa bergtegund mjög sjaldan. Enda er hún nær eingöngu sjáanleg á hafsbotni. Það má segja að bólstraberg myndi meiri hluta hafsbotns heimshafanna. Bólstraberg myndast þegar basalt hraun rennur neðansjávar, eða í vatni á miklu dýpi. Bólstraberg nefnist Kissenlava á þýsku, pillow lava á ensku, og lave en coussin á frönsku. Þetta er mjög skrítinn steinn, þar sem hnöttóttir eða pylsulaga bólstrar af basalti, um einn til hálfur meter í þvermál, eru í stórum stöflum. Ástæðan fyrir því að basalt hraun myndar bólstra, hnetti eða pylsur neðansjávar er sú, að snögg kólnun kvikunnar gerir glerkennda og nokkuð sterka húð utan um kvikuna, og hún þenst út til að mynda bólstra. Bólstrinn rifnar vegna innri þrýstings, og kvika kreistist út eins og út úr tannkremstúbu, og annar bólstri myndast, og svo koll af kolli. Ísland er einn af þeim fáu stöðum þar sem bólstraberg sést ofansjávar, og hér er betra að rannsaka þetta merka fyrirbæri en nokkur staðar á jörðu. Það stafar af því, að þegar gos urðu undir jökli á ísöld hér á landi myndaðist mikið magn af bólstrabergi, sem er nú sjáanlegt í sökklinum á mörgum móbergsfjöllum lands vors. Hér er til dæmis mynd af bólstrabergi við rætur fjallsins Seljafells á norðanverðu Snæfellsnesi. Hin myndin fyrir neðan er af bólstrabegi í Miðfelli við Þingvallavatn.
Það var jarðfræðingurinn Guðmundur Kjartansson sem fyrstur áttaði sig á því um 1960 að bólstraberg myndaðist undir jökli á Íslandi á ísöld. Hann sá einnig að bólstrabergið var neðst í móbergsfjöllunum, en þar fyrir ofan kom móberg. Við vitum nú að bólstraberg myndast aðallega á töluverðu dýpi í sjó eða vatni, og sennilega þar sem dýpi er um eða yfir 300 metrar. Þar er þrýstingur nægur til að koma í veg fyrir gufusprengingar. Á minna dýpi er þrýstingur svo lágur, að vatn sem kemur í snertingu við bólstrana sýður og þenst út mikið við suðu. Þenslan er svo mikil og snögg að gufusprengingar tæta í sundur heita bólstrana og mynda salla og sand sem síðar rennur saman í stein sem við nefnum móberg.
Myndun bólstrabergs er bein afleiðing af snöggri kólnun kvikunnar. Sambærilegt er fyrirbærið ef þú lætur kertavax leka út í vatn. Þá myndar það hnöttóttar kúlur. Einnig gerist þetta ef bráðið bý lekur út í vatn. Þá myndast einnig hnöttóttar kúlur, enda er sú aðferð notuð til að búa til byssuhögl af blýi.
Jarðskorpan | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stuðlaberg
20.12.2009 | 19:57
Jarðskorpan | Breytt 21.3.2010 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)