Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2024

Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?

Image 4-30-24 at 7.11 PMHinn 14. mars 2024 birtum við Grímur Björnsson grein á bloggi mínu og í fjölmiðlum sem bar titilinn ´Einföld spá um lok umbrota í Grindavík.´  Grein okkar lauk með þessum orðum  ´Þessi einfalda aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur.´   Við sýndum tvær spálínur um goslok (fyrri mynd). Önnur spálínan benti á núll kvikurennsli um 5. júli, en hin um 10. ágúst, 2024.  Sjá hér https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2300308/

Image 7-20-24 at 7.04 AMSíðasta gosi í Sundhnúksgígaröðinni lauk um 22. júní. Síðan hefur landris haldið áfram í Svartsengi, eins og GPS stöðin SENG sýnir (seinni mynd). En hinn 12. júlí breytti til og siðan hefur land risið lítið eða ekkert. Sennilega bendir það til að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Það er enn of snemmt að fagna góðri spá, en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt.  

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband