Bloggfćrslur mánađarins, september 2020

Setbergseldstöđin

 

 Setbergkort copy

Tíminn líđur – tíminn flýgur.  Fyrir 54 árum birti ég ţetta jarđfrćđikort af Setbergs eldstöđinni á Snćfellsnesi.  Ţađ var margt sem dró mig í áttina ađ Eyrarsveit og Snćfellsnesi á sínum tíma. Einu sinni var ég, sjö ára gamall strákur frá Stykkishólmi, í sveit ađ Kolgröfum í Eyrarsveit. Ţar var ţá búskapur međ fornu sniđi. Til dćmis stundađi bóndinn fráfćrur á lömbum og ám.  En ađal ađdráttarafl ađ ţessari fallegu sveit var sú skođun mín ađ hér í Eyrarsveit vćri ađ finna rćtur af mikilli fornri eldstöđ, líkt ţeim sem breski jarđfrćđingurinn George P.L. Walker og  nemendur hans höfđu rannsakađ á Austurlandi.  Á ţesum tíma stundađi ég jarđfrćđinám í Queen’s University í Belfast í Norđur Írlandi, en á sumrum vann ég sem ađstođarmađur Ţorleifs Einarssonar jarđfrćđings viđ Atvinnudeild Háskóla Íslands.   Ţorleifur hvatti mig til ađ rannsaka Setbergseldstöđina á ýmsan máta. Til dćmis lánađi hann mér reiđhjól sitt til ađ ferđast um sveitina.  Verkefniđ var flókiđ, enda mikill fjöldi bergtegunda og löng jarđsaga sem felst í ţessu merkilega svćđi.  Loks lauk ég viđ verkiđ og setti fram í BSc ritgerđ minni á Írlandi áriđ 1965, sem Vísindafélag Íslands birti síđan áriđ 1966. Síđar var Setbergseldstöđin uppistađan í doktorsritgerđ minni.  Doktorsritgerđina frá Durham Háskóla áriđ 1970 er hćgt ađ nálgast hér:

 

http://etheses.dur.ac.uk/9338/1/9338_6269.PDF?UkUDh:CyT=

Viđ vitum heilmikiđ um stórar megineldstöđvar á Íslandi vegna rannsókna á virkum eldstöđvum eins og Heklu, Örćfajökli, Öskju ofl.  En fornar og útdauđar megineldstöđvar eins og Setberg gefa okkur ađra mynd, vegna ţess ađ yfirborđsmyndanir hafa veriđ rofnar á brott af jöklum, og innri gerđ eldstövarinnar kemur ţá í ljós. Ţannig kom í ljós, ađ undir Setbergseldstöđinni er mikill fjöldi af skálaga, hallandi innskotslögum, sem ég nefndi keilugana eđa cone sheets.  Ţeir eru bćđi úr basalti og líparíti. Keilugangarnir rađa sér í hring umhverfis eldstöđina, eins og kortiđ sýnir,  og eru megin ţáttur í eldvirkni hér á sínum tíma.  

Jóhann Helgason, jarđfrćđingur hjá Landmćlingum Íslands  hefur nú teiknađ jarđfrćđikortiđ  af Setbergseldstöđinni upp á nýtt og viđ birtum ţađ hér međ.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband