Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Sánkti Helena gosiđ áriđ 1980: Nýtt listaverk í Eldfjallasafni

Roger WerthEinn dag í sumar komu kurteis og vingjarnleg amerísk hjón inn í Eldfjallasafn í Stykkishólmi.  Hann kvađst vilja fćra mér eldgosamynd ađ gjöf og dró upp úr tösku sinni ţetta fágćta og einstćđa verk.  Hann er Roger A. Werth, ljósmyndari og blađamađur í Washington fylki í Bandaríkjunum.  Hinn 18. maí áriđ 1980 tók hann frćgustu eldgosaljósmynd allra tíma, á fyrstu mínútum sprengisossins í Sánkti Helenu eldfjalli.  Nćsta dag var myndin á forsíđum allra dagblađa Bandaríkjanna og skömmu síđar á forsíđum Time, Newsweek, Life, National Geographic og fjölda tímarita um heim allan.   Myndin hlaut Pulitzer Prize verđlaunin sem besta blađaljósmynd ársins. Roger sagđi mér alla söguna ţennan dag í Eldfjallsafni.  Gosiđ hófst klukkan 8:32 đ morgni.  Hann starfađi í bćnum Longview, skammt frá Sánkti Helenu og stökk strax upp í flugvél til ađ mynda gosiđ.  Hann valdi ađ fljúga sunnan viđ fjalliđ, ţar sem gjóskustrókurinn sást mun betur.  Ađ norđan verđu var gjóskuflóđ í gangi, sem gerđi alla flugumferđ hćttulega. Ţarna horfir hann beint inn í miđjan mökkinn, en hćđ hans náđi 18 km fyrir ofan eldfjalliđ ţegar gosiđ náđi hámarki. Gosiđ í Sánkti Helenu er eitt af frćgustu gosum seinni tíma.  Frćgđin stafar first og fremst af ţví ađ ţetta er fyrsta gosiđ innan Bandaríkjanna á meginlandi Ameríku í langan tíma, fyrir utan Alaska.  Samt sem áđur var gosiđ alls ekki stórt. Heildarmagn gosefna, sem kvika, var um 0,5 rúmkílómetrar, sem er heldur minna en Surtseyjargosiđ áriđ 1963 til 1968, en um tíu sinnum meira en gosiđ í Eyjafjallajökli áriđ 2010.  Nú er mynd Rogers til sýnis á áberandi stađ viđ innganginn í Eldfjallasafni.


Auđćfi Grćnlands - erindi

Nćsta erindi í fyrirlestraröđ okkar um Grćnland er um auđćfi Grćnlands. Fundurinn hefst kl. 14 laugardaginn 13. október í Eldfjallasafni í Stykkishólmi.  Allir velkomnir og ađgangur er ókeypis.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband