Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Eldgos í Síle lokar á flugiđ

Cordon CaulleÍ öllum ţeim óróa sem ríkt hefur í jarđskorpunni hér á landi í ár, ţá hafa margir sjálfsagt ekki tekiđ eftir merkum atburđi á suđurhveli jarđar.  Ţađ er eldgosiđ í fjallinu Puyehue-Cordon Caulle í Síle, sem hefur nú hvađ eftir annađ stöđvađ flugumferđ í nokkrum löndum Suđur Ameríku, Suđur Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.   Jarđskjálftavirkni jókst undir Puyehue-Cordon Caulle í lok apríl 2011 og í byrjun júni var virknin komin í um 60 skjálfta á klukkutíma. Hinn 3. júní áriđ 2011 voru 230 skjálftar á klukkutíma, og 4. júní hófst sprengigos í Cordon Caulle gígnum.  Fyrsta myndin sýnir gjóskustrókinn upp af eldfjallinu. Umhvefis hnöttinnGjóskustrókurinn fór strax í yfir 12 km hćđ og gjóskuflóđ streymdu yfir nágrenniđ. Nćsta dag hafđi gjóskumökkurinn borist til austurs yfir Argentínu og út á Atlantshaf.  Eldfjalliđ er stađsett á um 40,5 gráđu suđlćgrar breiddar, og fylgdi askan nokkurn veginn ţessari breiddargráđu umhverfis hnöttinn. Ţá barst askan yfir suđur odda Suđur Afríku, og síđan áfram austur yfir Ástralíu í um 6 til 13 km hćđ. Ţar varđ ađ loka flugvöllum í Sidney og Melbourne og flugfélögin Qantas og Virgin hćttu viđ flug á ţessa stađi. Vegna lokunar á flugvöllum voru hundruđir ţúsunda strandaglópar, og meir en sjö hundruđ flugferđum var aflýst.  Áhrifanna gćtir enn í Argentínu og í Síle, ţar sem flugsamgöngur hafa veriđ lamađar.  Líkan af öskudreifinguÖskumökkurinn hefur nú borist nokkra hringi umhverfis jörđina, frá vestri til austurs, eins og önnur myndin sýnir.  Ţriđja myndin er frá Veđurstofu Kanada, og sýnir dreifingu öskunnar á suđur hveli jarđar. Ég vil sérstakelga benda á hreyfimynd af líkani sem Kanadamenn hafa gert, en hana má skođa hér:

http://eer.cmc.ec.gc.ca/people/Alain/eer/emergencies/fd92kH73sSJDiO76bxpJK/Cordon_Caulle/exp_05/TCC/anim.html

Gosinu er ekki lokiđ, og er hćtt viđ ađ áhrifa ţess gćti áfram á flugsamgöngur á suđurhveli jarđar um tíma.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband