Blesi merkir gönguleiðina

Þegar ég var í sveit, þá kynntist maður nokkrum sinnum hestum, sem báru nafnið Blesi. Þeir voru alltaf með langa ljósa eða hvíta rák frá enni og niður undir snoppu. Blesi

Síðar á ævinni, í ferðum mínum í skóglendi í ýmsum löndum, hef ég aftur rekist á orð sem ég tel náskylt blesanafninu, eð það er orðið eða sögnin “to blaze”. Á ensku er talað um “to blaze a trail” í skóginum, en það þýðir að merkja gönguleiðina með því að höggva langa og lóðrétta ræmu af berkinum til að merkja leiðina til baka, eða fyrir þá sem eftir koma. Það þarf ekki nema eitt högg með góðri sveðju til að fletta  berkinum af og gera blesa sem er 30 til 50 sm langur. 

Í einni ferð minni í Indonesiu þurfti ég að fara í gegnum mjög þéttan og illfæran frumskóg til að komast upp á Tambora eldfjall. Það var tveggja daga ganga í gegnum frumskóginn og enginn slóði fyrir. Ég var með átta  burðarmenn og einn vanan leiðsögumann. Við vorum búnir að höggva okkur leið allan daginn og mér leist ekkert á blikuna. Þá tek ég eftir nýjum blaze eða blesa á tré sem ég hafði höggvið og áttaði mig á því að við vorum búnir að ganga í hring. Eftir það tók ég forrustua og við komumst að lokum upp í fjallið næsta dag.  Síðan hef ég alltaf haft það fyrir sið að blesa leiðina eða “blaze the trail”.

Blesatré

Síðar, þegar ég bjó í Paris í tvö ár, lærði ég meiri frönsku, og þá vaknaði áhugi minn á sögninni blaisser, sem þýðir að særa eða sár.  Þegar við höggvum okkur leið erum við að særa skóginn, veljum tré sem við blesum eða særum til að merkja leiðina. Hestaheitið á honum Blesa gamla er svo sennilega síðan dregið af því.  Það eru fjöldamörg orð sem eru náskyld blesa, bæði á Íslandi og í öðrum löndum Norður Evrópu, eins og blossi, blása, blys og svo til dæmis blas í þýsku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband