Mögnun jarskjálftans í Mexíkó

shakemap-desktop-largeJarðskjálftinn sem skók Mexíkóborg var slæmur, og yfir 270 hafa látist. Skjálftinn var meðalstór, um 7,1, en í um 85 km fjarlægð. Ástæðan fyri miklu tjóni á mönnum og byggingum var samt ekki einfaldlega vegna stærðar skjálftans, heldur vegna ástæðna jarðlaga undir borginni. Þegar Spánverjar komu árið 1521 hét borgin Tenochtitlan, höfuðborg Axtecaþjóðarinnar. En Tenochtitlan var staðsett á eyjum og umhverfis stórt stöðuvatn; Texcoco. Eftir komu Spánverja var hafist handa við að ræsa fram og fylla upp í vatnið. Nú stendur því borgin að miklu leyti á allt að 100 m þykku leirkenndu vatnsseti og lausum vatnssósa sandi.   Þegar jarðskjálftabylgjur berast í setið undir borginni, þá hægja þær á sér frá um 2 km á sekúndu, niður í um 50 m á sek. Um leið magnast og hækka bylgjurnar (amplitude) og valda meiri skaða. Myndin sýnir útlínur gamla stöðuvatnsins og svæðið þar sem mögnunin á skjálftum gerist. Mögnunin nemur um hundrað sinnum.  Staðsetning borgarinnar getur því varla verið verri, og mun alltaf vald vandamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef mögnunin er hundraðföld, hver væri þá raunstærð skálftans?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 14:44

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Hvert stig á jarðskjálftaskalanum samsvarar aukningu um 32 sinnum. Þannig er skjálfti ´af stærðargráðunni 8.0. 32 sinnum stærri en 7.0 skjálfti.

Haraldur Sigurðsson, 22.9.2017 kl. 14:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snúið að reikna margfeldi ofan á margfeldi, en mætti ætla að þetta samsvari nálægt 9 ?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband