Er nokkur vafi?

natl-tcVeðurfræðingar hafa bent á að fellibyljum fjölgar stöðugt undanfarin ár. Margir þeirra telja að þessi breyting sé afleiðing af hnattrænni hlýnun: hlýnun orsakar heitara haf í hitabeltinu (sjórinn er eina til tvær gráður heitari en “venjulega”), og heitara haf gefur meiri orku í fellibylinn. Línuritið sem fylgir sýnir fjölda af fellibyljum í hitabelti Norður Atlantshafsins á ári hverju, frá 1850 til 2014. Meiri hluta tímabilsins voru yfirleitt um tíu byljir á ári. En svo tók þeim að fjólga í kringum 1990 og eru að nálgast átján á ári nú. Þetta og önnur gögn styðja kenninguna um að hnattræn hlýnun auki tíðni og styrk fellibylja, hvað sem yfirvöld í Bandaríkjunum tauta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér á landi er alveg sérstakur trúflokkur vel menntaðra og skynugra manna sem ég kalla "kuldatrúarmenn." 

Þegar ég bloggaði um Harvey stóð ekki á því að þeir settu í athugasemdir hjá mér "vönduð vísindaleg gögn" sem sýndu að heldur dragi úr fellibyljum þarna en hitt og í einni athugasemdinni var Theodór Freyr Hervarsson sakaður um lygar þegar hann upplýsti um heitari sjó við ströndina. 

Sem sagt: Allur hinn mikli fréttaflutningur af þessu ýmist falsfréttir eða lygar. 

Ómar Ragnarsson, 10.9.2017 kl. 23:38

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ómar: Þeir, sem eru komnir á okkar alsur muna tímana rvenna, varðandi veðurfar. Nú ríkir allt annað veður en þegar ég var að vaxa upp á Íslandi Kuldatrúarmenn þínir eru einfaldlega illa upplýstir og neita að horfast í augu við sannleikann.

Haraldur Sigurðsson, 11.9.2017 kl. 09:25

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta eru nú ekki trúarbrögð. 1850-2000 er afar stutt tímabil. Þar sem veðurathuganir og mælingar hafa tekið miklum breytingum - og búseta hefur þést umtalsverð meira eftir 1990, en á tímabilinu 1850-1990.

Hvernig skýrir þú aukningu Grænlandsjökuls í fyrra, Haraldur? Er það afleiðing heimshlýnunar?

Danskur veðurfræðingur var spurður um aukningu Grænlandsjökuls í sjónvarpsfréttum um daginn. Svar hans var ekki ósvipað þeirra sem sakaðir eru um trúarbrögð ef þeir spyrja spurninga varðandi heimshitnunina. Það var út í hött.

Við verðum að muna að skráð saga í Vesturheimi er ekki sú sama og í gamla heiminum. Það er oft mjög hjákátleg tölfræði sem men byggja á vestan hafs.

FORNLEIFUR, 11.9.2017 kl. 10:03

4 identicon

NASA er á öðru máli:

https://www.nasa.gov/feature/goddard/nasa-study-mass-gains-of-antarctic-ice-sheet-greater-than-losses

Danir einnig:

http://www.dmi.dk/en/groenland/maalinger/greenland-ice-sheet-surface-mass-budget

GRACE er hins vegar sammála:

http://polarportal.dk/en/groenlands-indlandsis/nbsp/total-masseaendring/

Elló

Ello (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband