Kraftverkið í Los Alamos

BombsÞað er ekki svo langt síðan að þessi stóratburður gerðist. Ég var að verða fjögurra ára. Það var í apríl árið 1943 að hópur vísindamanna kom saman í Los Alamos í Nýju Mexíkó. Markmið þeirra var einfalt: að búa til fyrstu kjarnorkusprengjuna. Flestir höfðu þeir unnið við rannsóknir á kjarnaklofningi, en sú uppgötvun var gerð aðeins fjórum árum áður.

Aðeins tuttugu og átta mánuðum síðar kom sönnun um þeirra grúsk í Los Alamos: kjarnorksprengjur sem varpað var á borgirnar Hiroshima (6. áugust 1945) og Nagasaki í Japan.  Þar með lauk seinni heimsstyrjöldinni og kalda stríðið milli stórveldanna hófst. Myndin sýnir sprengjurnar tvær, Little Boy (með 60 kg af geislavirku úran) og Fat Man.

Einn af þeim sem störfuðu í Los Alamos var hinn 34 ára gamli Robert Serber, sem ritaði bókina The Los Alamos Primer. Í frægu sendibréfi til Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna í október 1939, benti eðlisfræðingurinn Albert Einstein á hættuna sem stafaði af kjarnorkuvopnum, en þá var þegar ljóst að kjarnorkan væri gífurleg orkulind, ef hægt væri að beizla hana. Forsetinn setti málið í nefnd. Það vildi svo vel til, að nefndarformaðurinn yfir báðum þessum nefndum var Vannevar Bush, prófessor í rafverkfræði við MIT háskóla. Hjólin byrjuðu að snúast hraðar í vísindaheiminum og árás Japana á Pearl Harbor í desember, 1941 setti enn meiri kraft í leitina af kjarnorkuvopni. Hvað var okran mikil í þessu sjaldgæfa efni? Í mars árið 1940 komust Otto Frisch og Rudolf Peierls að þeirri niðurstöðu að það þyrfti amk. hálft kíló af málminum uranium-235 til að búa til sprengju, en seinni rannsóknir sýndu að þú þarft reyndar amk. 52 kíló til að búa til sprengju. En orkan er óskapleg. Orkan í einu kílógrammi af hreinu 235Uranium er jafnt og 20 kílotonn af TNT ( TNT er venjulegt sprengiefni, eins og dýnamít). Tvær risastórar verksmiðjur voru strax reistar, önnur á Oak Ridge, Tennessee, en hin í Hanford, Washington, en hér unnu hundruðir þúsunda starfsmanna. Kostnaður var um $2 milljarður í 1945 gengi. Það er erfitt að ímynda sér hvað starfsmenn Los Alamos voru fljótir til verksins: aðeins tuttugu og átta mánuði frá byrjun til sprengju. Afleiðingarnar af sprengigunum í Japan voru hræðilegar, en þetta batt þó endi á heimsstyrjöldina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

E = mxc2.

Auðgunin á 235U var efnafræðlega séð mikið afrek. Skilvindun á UF6, þar sem 235UF6 er skilið frá 238UF6. Þyngdarmunur sameindanna er nefnilega mjög lítill og UF6 er frekar óskemmtilegt molecule.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 21:25

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Án þess að vera að gera lítiðúr geislavirknu eftir svona sperngjur þá undraði mig að sjá hálfgerðan skemmtigarð í kring um svæðið þar sem sprengjan kom niður í Nagasaky. (Memorial park)

Valdimar Samúelsson, 1.9.2017 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband