Örloftsteinar í þakrennunni

 

o_776_rloftsteinar.jpgHefur þú kíkt í þakrennuna þína nýlega? Það getur vel verið að þú finnir þar örloftsteina og geimryk. Það er talið að um sex tonn af geimryki og örlitlum loftsteinum berist til jarðar á degi hverjum.   Það er um eitt korn á hvern fermeter á ári.

Vísindin nota ýmsar aðferðir til að safna geimryki og örlitlum loftsteinum. Ein vinsælasta aðferðin er að aka um Suðurheimsskautslandið á snjósleðum og tína upp svarta steina upp úr hvítum ísnum. En þakrennan er nærtækari fyrir koour hina. Það er að sjálfsögðu allskonar rusl í þakrennunni. Líklega er þar að finna eitthvað af eldfjallaösku frá Eyjafjallajökli, ryki úr umferðinni, ryði og fleiru, en örloftsteinarnir eru auðþekktir. Þeir eru glansandi og glerkenndir eins og myndin sýnir, vegna þess að þeir hafa bráðna skel eftir að hafa farið í gegnum andrúmsloft jarðar á ofsahraða og við mikinn núningshita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband