Campi Flegrei að rumska
22.12.2016 | 20:00
Rétt fyrir vestan borgina Napolí á Ítalíu, já, eiginlega í útjaðri borgarinnar, er eitt risastórt eldfjall, sem er að byrja rumska. Það heitir Campi Flegrei, eða Brunavellir. Þar er askja, sem er 12 km í þvermál, en hún myndaðist í miklu sprengigosi fyrir 39 þúsund árum. Annað stórgos varð fyrir um 15 þúsund árum. Lítið gos varð í Campi Flegrei öskjunni árið 1538 og er það síðasta gosið. Það gerði töluverðan ursla og þá hlóðst upp nýtt gígmyndað fjall: Monte Nuovo. Myndin sem fylgir er samtíma gosinu og er þessi trérista merk heimild.
Miklar breytingar eru í gangi í hverum í öskjunni og land er að rísa. Gas streymi upp úr hverum í öskjunni hefur stöðugt aukist síðan mælingar hófust í kringum 1982. Samfara því hefur hiti í hverunum aukist, og landris í öskjunni er í gangi. Út frá þessum gögnum og öðrum hafa Giovanni Chiodini og félagar spáð því að líkur séu á gosi innan 100 til 120 ára. Þeir telja jafnvel að gos gæti hafist innan 4 til 5 ára, en líkur eru á að það verði síðar. Það er því mikil óvissa í gangi, en það er greinilegt að áhættuástand ríkir á svæðinu, þar sem þúsundir búa nú og mikil mannvirki eru fyrir hendi.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Eldgos | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
Athugasemdir
Því miður eru yfirvöld á Ítalíu oftast sofandi á vaktinni. Samanber viðbrögð þeirra í tengslum við jarðskjálfta í Appenínafjöllum og fleira. Ég er hræddur um að fólkið verði að bjarga sér sjálft burtu, eða bíða og sjá hvað setur, sem er líklegast.
Haraldur Sigurðsson, 22.12.2016 kl. 20:28
ágæt grein. er þettað ekki eit af svokölluðum ofureldstöðvum sem nær yfir stórum hluta ítalu. er ekki annað að rumska við nýja sjáland. hvað géta menn gert ekki flitja menn heilu borgirnar hvað þá svona stóra borg.þeir hljóta þó að hafa viðbragðaðila klára og flóttaleiðir frá svæðinu. þeir eru þó hepnari en reykvíkíngar ef til gos kemur eru ekki innilokaðir á þrjá vegu
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.12.2016 kl. 09:26
Fyrsta borg Grikkja á Ítalíu var Cumae, reist um 800 f. Kr., en Cumae er í austur hluta öskjunnar Campi Flegrei. Skömmu síðar byggðist Napolí, eða Neapolis, Nýborg, New York forn-Grikkja. Þannig fluttist grísk menning til Ítalíuskaga. Svæðið byggðist áður en menn áttuðu sig á hættunni, sem getur stafað af eldfjallinu undir niðri.
Haraldur Sigurðsson, 24.12.2016 kl. 11:51
Ofureldstöð, eða supervolcano, er ákaflega óheppilegt orð. Hvert eldfjall getur framleitt bæði stór og lítil gos, og það er til allt þar á milli. Því er nær að tala mu stor gos, ekki stór eldfjöll.
Haraldur Sigurðsson, 24.12.2016 kl. 11:52
það er rétt ofureldfjöll er óhepilegt orð. en eiga þau þó ekki það sameiginlegt. þó eldfjöllin séu mörg þá er bara eitt hvikuhólf. sem síðan er tapað af í gegnum mismunandi eldfjöll. gétur eyjafjallajökull feingið sína hviku frá vatnajökulsuppspretuni þó kalla sé á milli. þar sem upptökin eru dýpra en hjá köllu
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.12.2016 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.