Bruðl Reykjavíkur

 

Fjölmiðlar bera okkur þá furðu frétt að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Þetta er rausnarlegt! Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteil, gaman, gaman! Þeir get gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar. En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum. Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur. Manni verður einnig að spurn: Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það munu líklega fara um 86 kíló af þotueldsneyti í 2000 km. ferð til Parísar og til baka á hvert sæti.https://en.wikipedia.org/wiki/Fuel_economy_in_aircraft

Rétt rúmlega 1000 kg af þotueldsneyti fer í þessa ferð.

Þetta er miðað við að fólkið fari með þotu en ekki skrúfuþotu sem er líklega hagvæmara en trúlega of seinlegur fararmáti fyrir tímaknappa og mikilvæga borgarfulltrúa.

Fróðlegt væri að vita hvað þetta tonn af þotueldnsneyti jafngildi mikilli gróðursetningu kolefnisbindandi trjáa. Trúlega verður að gera ráð fyrir að tréin fái að vaxa í einhver 40 - 60 ár og síðan urðuð. Þannig að dæmið er eiginega hversu marga hektara þarf af íslenskum skógi til að jafnhatta 1000 kíló af þotueldsneyti. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 19:52

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta er eflaust liður í því að rétta við fjárhag borgarinnar, samkvæmt útpældri samfylkingar og pírata hagfræði. Meiri déskotans endaleysan. Það er ekki að undra að allt sé á hausnum, sem þessir bjálfar komast með fingurna í.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem enn bólar ekkert á " Global warming", heldur snjóar hér enn, þó komin sé sumarbyrjun.

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2015 kl. 21:19

3 identicon

Skv þessu þá bindast 7.5 tonn af koldíoxíði á hektara við að rækta skóg í grónu landi:

"Álver sem framleiðir 100 þúsund tonn á ári losar frá sér gróðurhúsalofttegundir að ígildi 180 þúsund tonnum af CO2 á ári. Til að mæta að fullu þessari losun með uppgræðslu þyrfti að græða um 45 þúsund hektara (miðað við 4 tonn CO2/ha á ári), en rækta 24 þúsund hektara af skógi (miðað við 7,5 tonn CO2/ha bindistuðul). Hagkvæmast væri að breyta ógrónu landi í skóg.http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/kolefn"

Hér kemur svo fram að eitt gallon (um 3.8 l) af þotueldsneyti eða um 3 kg. verða að 8.5 kg af CO2 við brunann. https://answers.yahoo.com/question/index?qid=20091210130723AAT8MyR

Þannig verður þetta eina tonn af þotueldsneyti að 2.83 tonnum af CO2.

Eftir þessu þarf að rækta um 0.37 ha af skóg í grónu landi til að vega á móti kolefnislosun vegna ferðalags þessara 10 borgarfulltrúa til Frakklands á umhverfisráðstefnu og svo til baka aftur. 

(Miðað við gefnar forsendur og fyrirvara um að rétt sé reiknað)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 22:54

4 identicon

Aðeins meiri ábyrgðarlausir útreikningar.

Til landsins komu í fyrra með flugi nærri milljón farþegar.

Ef maður gefur sér að meðal fluglengdin hafi verið 2000 km, þ.e. eins og til Parísar þá þarf að planta skógi í 100 þúsund sinnum fleiri hektara en vegna ferðar borgarfulltrúanna 10 eða um 37 þúsund hektara á ári. 

En það er einmitt stærð íslensku skóganna í dag. 

http://www.visir.is/vaxtamoguleikar-i-skograekt-a-islandi-oendanlegir/article/2012120719750

Allar villuleiðréttingar á þessum eldhúsborðsgúglsútreikningum eru vel þegnar.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 23:07

5 identicon

ps. Ég sé að borgarfulltrúarnir 12 sem eyddu tonni af þotueldsneyti urðu óvart að 10 í framhaldinu orsakar villu í útreikningum en breytir ekki aðal myndinni neitt voðalega mikið. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 23:18

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Er hér gert ráð fyrir að þotan hefði ekki flogið ef þetta fólk hefði ekki farið með henni? Hefði hún ekki flogið hvort sem er?

Emil Hannes Valgeirsson, 6.11.2015 kl. 00:37

7 identicon

Trúlega má segja það Emil, þannig að kolefnisspor þessara 12 borgarfulltrúa er þannig séð ekkert, þeir taka sér bara far með þotu sem hefði hvort eð er farið.

Svo má vænta þess að þeir komist að þeirri gagnmerku niðurstöðu á loftslagsráðstefnunni að hver og einn skifti máli varðandi losun kolefnis út í andrúmsloftið! ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 07:07

8 identicon

Ég fæ út að flugferðin kosti u.þ.b. 1600 lítra af eldsneyti (12 X 3 lítar á hundraðið og 4500 km. Til þess að bæta fyrir þetta þyrftu borgarfulltrúarnir að taka ákvörðanir sem fækka bílum á götum borgarinnar um einn í 1 ár. Það gætu þeir gert með ýmsum hætti.

Ræktun skógar til að binda CO2 á móti losuninni er ekki eins örugg aðferð, því skógurinn getur brunnið, brotnað í stormi, orðið fyrir sjúkdómi eða skordýraplágu. Líkurnar á öllu þessu aukast eftir því sem loftslag breytist hraðar og vistkerfi fara meira úr jafnvægi. En binding skógarins, 7,5 tonn CO2/hektara, kemur fram á hverju ári. Þannig að með því að rækta hálfan hektara af skógi og hugsa vel um hann ætti, ef ég skil þetta rétt, að mega fara á eina svona ráðstefnu á ári í 40 ár.

Ferð á þessa ráðstefnu ætti að líta á sem hverja aðra vinnuferð. Losunin frá henni er hvorki betri né verri en af örðum vinnuferðum. Túristaferðir ættu e.t.v. fyrr að fara undir hnífinn en vinnuferðir. Svo er þessi fundur einmitt fyrir pólitíkusa, þá sem taka ákvarðanir, t.d. um skipulagsmál borga. Norrænar höfuðborgir eru í samstarfi og fjölmenna á fundinn.

Ef ein milljón stórnmálamanna tæki sér nokkra daga til þess að velta fyrir sér loftslagsmálum, þá væri það hið besta mál.

Jon Erlingur Jonsson (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband