Flóttamenn eða ferðamenn?

BátsfylliFréttir berast um að varðskipið Týr hafi “bjargað” 320 manns á báti í Miðjarðarhafi og komu þeim í land á Ítalíu. Skyldu Ítalir nú fagna þessu framtaki íslensku Landhelgisgæslunnar?  Ég leyfi mér að efast um það. Það var fyrir rúmu ári að Ítalía hætti að líta á flóttamenn sem ólöglega innflytjendur og byrjaði að “bjarga” fjölda manna sem lögðu á hafið á litlum bátum frá norður strönd Afríku. Fréttin um að Ítalir tækju flóttafólki opnum örmum barst eins og eldur í sinu um alla Norður Afríku og öllum skekktum er nú ýtt á flot í átt til fyrirheitna landsins. Ítalía er nú orðin gáttin inn í Evrópu fyrir ólöglega innflytjendur. Það er talið að um 200 þúsund manns hafi komið frá Afríku árið 2014 til Ítalíu á þennan hátt, en þeir greiða frá eitt til tvö þúsund evrur til smyglara eða scafisti í Líbíu fyrir ferðina. Ítalska ríkið heldur þeim uppi fyrst í stað þegar þeir koma til fyrirheitna landsins, og er talið að það kosti landið um 43 evrur á hvern mann á dag, eða alls meir en fimm milljón evrur á dag! Þótt þeir hefji ferðina oftast frá Líbíu, þá er þetta fólk frá ýmsum löndum utan Afríku: Afganistan, Sýrlandi, Palestínu og Írak. Þegar til Ítalíu er komið er auðvelt að koma sér áfram í lest eftir stutta dvöl, til dæmis til Frakklands, því Schengen kerfið gerir öllum kleift að ferðast án vegabréfs, eftir að þeir eru komnir einhvers staðar inn í Evrópu. Í einfeldni okkar lítum við flest á svokallaða flóttamenn sem fólk á flótta undan pólitísku ofbeldi. Ég held að það sé rangt. Fólkið er fyrst og fremst í leit að tækifærum, atvinnu og bættum efnahag. Sumir eru einnig einfaldlega á flótta undan yfirvaldinu í heimalandinu vegna glæpastarfssemi. Hvenær verður þolinmæði ítalskra skattgreiðanda á þrotum? Þangað til hefur varðskipið Týr vinnu við þessa “björgun”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svona getur ekki gengið mikið lengur. Það er engan vegin sanngjarnt  að strandríki suður Evrópu sem síst af öllum Evrópuríkjum eru aflögu fær þurfi að taka við öllu þessu fólki sem ekkert á. 

Auðvita bjarga menn fólki en láta það ekki bara drepast drottni sínum. 

Það á að snúa þessum bátum við og skilja þá eftir á þeim stað sem þeir komu frá, aftur og aftur.  Sé þetta ekki hægt þá á að smala þessu fólki upp í lest og flytja það beinustu leið til Berlínar.     

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2015 kl. 09:58

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ástandið á bara eftir að versna. Spurning um að endurskoða eða segja Ísland úr Schengen og gera gögn um hælisleytendur opinber Íslenskum almenningi.

Íslenskir navíistar í samtökunum "no borders" fagna hverjum sem sækir um hæli á Íslandi sem týnda syninum og vilja óheft flæði flóttamanna til Íslands. 

Eggert Sigurbergsson, 4.4.2015 kl. 13:00

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Loki Laufeyjarson ,  Schengen er eitt af vandræða börnum Evrópusambandsins og ekki hægt að rækta það svo bara burtu með það úr okkar garði.

En þar kemur að þorlausum stjórnmálamönnum sem vita vilja okkar en þora ekki að framkvæma.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2015 kl. 15:13

4 identicon

Hvað hefðu þeir á Tý átt að gera? Láta sem þeir sæju ekki fólkið? Er Týr ekki staddur á Miðjarðarhafinu gagngert í þeim tilgangi að koma fólki á flóttamannafleytum til bjargar?

Ég er ekki alveg að skilja af hverju Haraldur setur sögnina að bjarga innan gæsalappa. Hefur það ekki komið fram í fréttum að þessi trébátur var yfirhlaðinn og hefði sokkið og farþegar farist ef Týr hefði ekki verið á svæðinu?

Auðvitað á ástandið eftir að versna! Straumur flóttamanna frá Afríku síeykst. Við erum að tala um pólitíska flóttamenn sem og fólk sem er að flýja stríð og ofsóknir, fátækt og yfirvofandi hungur. Í mörgum tilfellum erum við í raun að tala um loftslagsflóttamenn. Sennilega stöndum við frammi fyrir alveg gríðarlegri sprengju loftslagsflóttamanna á næstu árum og áratugum.

Ugglaust er einhver hluti flóttamanna hreinræktaðir glæpamenn (eins og Haraldur segir), menn sem koma til með að halda áfram uppteknum hætti þegar til Evrópu er komið. En það má heldur ekki gleyma því að hluti flóttafólksins er vel menntað og ágætlega efnum búið. Fólk sem er mjög vel undir það búið að koma undir sig fótunum í Evrópu, BNA eða Kanada.

Ég held að menn séu í meira lagi naívir (látum nú mannfjandsemina liggja milli hluta) ef þeir ímynda sér að það sé einhver "lausn" að Evrópa skelli í harðalás, neiti að taka á móti flóttamönnum og reyni að grípa til aðgerða á borð við það snúa fólki aftur til sinna heima.

Anna (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 19:50

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er reyndar flóttafólk um borð, t.d. frá Sýrlandi. Flóttafólk skv. skilgreiningu SÞ og t.d Evrópustofnana sem Ísland á aðild að. Þarna um borð eru hins vegar ekki Palestínumenn, aumastir allra þjóða samkvæmt hópi manna á Íslandi, en í ljós hefur komið, að þeir standa margir á bak við þennan "iðnað", sem verður fleira fólki að bana en bjargað er!

FORNLEIFUR, 4.4.2015 kl. 20:13

6 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ef við lítum á þetta sem algjört mannúðarmál, þá væri réttast að Týr sigli í höfn i Líbíu og taki fólk þar um borð áleiðis til Ítalíu.  Þá er fólkið ekki í hættu á lekum bát og fær ókeypis far að auki. En viljum við stuðla að þjóðflutningum á kostnað Íslendinga? Ég held að enginn hafi hugsað málið til mergjar.

Haraldur Sigurðsson, 4.4.2015 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband