Það sem enginn þorir að tala upphátt um í Frakklandi

Það er enginn vandi að dvelja nokkra daga í Frakklandi án þess að hafa neinar áhyggjur af innflytjendamálum. En samt sem áður kemur að því fyrr eða síðar að maður fer að taka eftir fólkinu, oft hjónum, sem er að koma sér fyrir úti í skúmaskotum á kvöldin, liggur á tómum pappakössum og breiðir yfir sig og nokkur börnin einhverjar plastdruslur fyrir nóttina. Innflytjendamálin eru stóra málið í þessu landi. Fyrrum forseti Nicolas Sarkosy sagði í ræðu nýlega að innflytjendur væru í þann veginn að eyðileggja hinn franska lífsstíl. Rithöfundurinn Michel Houellebecq, í nýrri skáldsögu sinni Soumission, gerir Frakkland að múslimaríki árið 2022. Þetta er auðvitað pólitík og skáldskapur. Hverjar eru staðreyndirnar? Það er margt rangt í hinum almennu skoðunum um innflytjendur í Frakklandi. Aðeins níu prósent af Frökkum eru innflytjendur, en þeir streyma nú inn í vaxandi mæli um 200 þúsund á ári. Eru þeir allir múslimar frá Afríku? Rangt. Nær helmingur innflytjenda til Frakklands eru Evrópubúar (46%), ekki Afríkubúar (30%), eins og margir kynnu að halda. Portúgalar eru reyndar stærsti hópurinn af innflytjendum til Frakklands (8%), þá næst Marokkó og síðan Alsírbúar.  Þrátt fyrir þessar staðreyndir er andúð á móti innflytjendum mjög útbreidd.  Eða er kannske ekkert mark takandi á þessum opinberu tölum um innflytjendur? Enginn veit hvað margir smjúga inn bakdyramegin yfir landamærin.  Skoðannakannanir sýna að um 60% af Frökkum eru á móti því að veita útlendingum kosningarétt. En mótstaðan er fyrst og fremt gegn múslimum. Skoðanakönnun blaðsins Le Monde sýnir að 74% af Frökkum telja Islam vera trú, sem virðir engin önnur trúarbrögð (intolerant) og er því ekki gjaldgeng trúrbrögð í Frönsku samfélagi. Það veit reyndar enginn hve margir músimar búa í Frakklandi, því það er á móti lögum að spyrja um trúarbrögð og kynþátt í opinberum skoðanakönnunum eða manntali. En almennt er talið að nú séu um 10% þjóðarinnar múslimar. Með mannfjölda sem er um 66 milljónir, þá hefur því Frakkland fleiri múslima en nokkur önnur þjóð í Evrópubandalaginu. Í sumum borgum eru múslimar mjög fjölmennir. Til dæmis í Marseille eru þeir taldir milli 30 og 40% og er sú borg talin hin hættulegasta allra borga í Evrópu. Það vakti mikla athygli nýega að í einni skoðanakönnun kom í ljós að einn af hverjum sex íbúum Frakklands hefur samúð með ISIS skæruliðum, sem eru að berjast í Sýrlandi. Hver er framtíðin? Þeim fjölgar hraðar en okkur hinum. Múslimar eru taldir ná 26,4% af mannfjölda jarðarinnar árið 2030, en voru 23,4% árið 2010. Talið er að Frakkar nái 70 milljónum árið 2030 og þar af verða 28 milljón þeirra múslimar, eða um 40%. Kannske er Michel Houellebecq á réttu róli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvoru megin telur fólk sig vera á skákborði lífsins?

KRISTS-megin 

eða múslimamegin?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1370194/

Jón Þórhallsson, 4.1.2015 kl. 12:10

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Hvernig væri að vera hvoru megin? Það er alveg óþarfi að binda sig við einn eða annan trúabragðaflokk.   Til allrar hamingju hefur mannvit og fræðsla komist það langt að flestir sjá að trúabrögð orsaka meiri vanda en lausnir.

Haraldur Sigurðsson, 4.1.2015 kl. 14:08

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Hér fyrir ofan átti reyndar að standa hvorugumegin.

Haraldur Sigurðsson, 4.1.2015 kl. 14:12

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndir þú vilja leggja niður jólin?

Jón Þórhallsson, 4.1.2015 kl. 14:58

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Nei, alls ekki.  Enda eru jólin upprunalega heiðinn siður, sem fagnar hækkandi sól.  Mikllu eldri siður en kristni.

Haraldur Sigurðsson, 4.1.2015 kl. 15:10

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndir þú vilja aðskilnað ríkis og kirkju og það yrði ekkert minnst á fæðingu frelsarans í lok desember á hverju ári í ríkisfjölmiðlum?

Jón Þórhallsson, 4.1.2015 kl. 15:31

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Þórhallsson, hefurðu áhyggjur af því að jólin leggist af, ef af þessu yrði, aðskilnaði ríkis og kirkju? Myndir þú hætta að halda upp á jól??

Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 17:31

8 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Reynslan sýnir, að jólin eru hátið fyrir kaupmenn og börn.

Haraldur Sigurðsson, 4.1.2015 kl. 18:03

9 identicon

Bestu þakkir fyrir að fjalla um grafalvarlega stöðu innflytjendamála í Frakklandi á vandaðan og hlutlausan hátt.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 20:48

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mikils virði, að vísindamaður jafn-virtur og þú, Haraldur, skrifar fordómalaust svona upplýsandi grein um málefni innflytjenda og múslima í Frakklandi.

Hins vegar sé ég ástæðu til að spyrja þig: Telur þú, að kristnitakan á Íslandi hafi "orsaka[ð] meiri vanda en lausnir" um og eftir árið 1000?

Hyggur þú börnin, sem voru ekki lengur borin út, eins og tíðkazt hafði hjá heiðingjum, hafa upplifað vernd kristninnar sem "meiri vanda en lausn" fyrir sig?

Álíturðu það vandamál, að menn fengu þá ekki lengur að iðka hólmgöngur?

Telurðu þrælana og gamalmennin, sem áður áttu á hættu að verða varpað fyrir björg í hallærum, hafa séð það sem valdamál, að kristin löggjöf verndaði líf þeirra? Þrælahald leggst svo af á 11. öld, og undir lok sömu aldar (1096 eða '97) kom svo tíundarlöggjöfin, en um fjórðungur tíundar fór til fátækra (auk ómagaframfærslu hreppanna).

Ertu enn jafn-viss um, að það sé "alveg óþarfi að binda sig við einn eða annan trúabragðaflokk"? Og telurðu enn, "að flestir sjá[i] að trúarbrögð orsaka meiri vanda en lausnir"? Á það t.d. við í Afríku, þar sem menn, sem taka kristni, losna við óttann við huldar vættir í skógunum og þurfa ekki lengur að kosta til særingarþula galdramanna sér til "verndar"?

Ásatrúin iðkaði mannblót, m.a. í Þýzkalandi, Svíþjóð og á Þórsnesþingi hér á Íslandi, og við það lá á Þingvöllum árið 1000. Sérðu það í alvöru sem "meiri vanda en lausn", að þessi mannblót lögðust af?

Jón Valur Jensson, 5.1.2015 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband