Jöklar hopa hratt á norðaustur Grænlandi

zachariae.jpgBráðnun Grænlandsjökuls gerist nú hraðar með ári hverju. Margir kannast við það hvernig Jakobshavn jökullinn á vestur strönd Grænlands hopar hratt, en hann hefur hopað um 35 km á 150 árum. Það er annað svæði Grænlands sem er mun mikilvægara. Það er svæðið á norðaustur Grænlandi, sem er merkt NEGIS á kortinu. Aðal skriðjökullinn hér er Zachariae jökullinn. Fram til 2003 var hann í jafnvægi, en síðasta áratuginn hefur þessi jökull hopað um 10 kílómetra og tapað um 15 til 20 gígatonnum af ís á ári í hafið (gígatonn er einn milljarður tonna).  Eins og sést á kortinu, þá er vatnasvið Zachariae jökuls eða NEGIS eitt hið stærsta á Grænlandi. Litaskalinn sýnir hversu hröð bráðnun er, en rautt er 1000 m á ári.  Það kemur nokkuð á óvart að hopun er svo mikil á þessu svæði, þar sem það liggur mjög norðarlega, í kaldara loftslagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár með þakklæti fyrir allan fróðleik á árinu sem er liðið.

Þarf að koma við á safninu hjá þér á þessu ári. Geri mér einhverndaginn ferð vesturí Hólminn. Það er ekki svo langt héðan úr Hrútafirðinum í góðu veðri og færi.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 13:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sama tíma og þetta er að gerast á hlýjustu árum í sögu mælinga bæði á heimsvísu og hér á landi blogga vel menntaðir og langskólagengnir menn í fullri alvöru um það og vitna í vísindalegar heimildir sem sýni að loftslagið "fari hratt kólnandi."

Sem fær mann til að byrja að efast um gagn menntunar.    

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 02:55

3 identicon

Gleðilegt ár Haraldur.

"Það kemur nokkuð á óvart að hopun er svo mikil á þessu svæði, þar sem það liggur mjög norðarlega, í kaldara loftslagi." ritar þú.

Það er merkilegt hvað þú, sem eldfjallafræðingur, leitar oft upp í loft eftir hitagjafa. Er ekki nærtækt að skoða hvort skýringin gæti einfaldlega verið eldvirkni á umræddu svæði?

Þessi vísindagrein: 

http://www.nature.com/ngeo/journal/v6/n9/full/ngeo1898.html

virðist benda til þess að eldfjallafræðingar ættu að leita niður - en ekki upp - eftir skýringu á meintu jöklahopi á norðaustur Grænlandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 07:16

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Hilmar: Ástæðan fyrir því að ég leita ekki skýringa á bráðnun jökuls á norðvestur Grænlandi í hita frá möttlinum er sú, að hún er ekki til. Greinin sem þú vitnar í sýnir hærri hitastigul unir mið Grænlandi, nokkurn veginn frá Diskó eyju í vestri til Skoresbysunds í austri. Þetta er einmitt svæðið, sem heiti reiturinn fór undir fyrir 65 til 50 milljón árum síðan. Það er ekki þar með sagt að bráðnun sé endilega meiri á því svæði heldur.  Breytingar á jöklum sem eru að gerast í dag, á tímaskala sem er einn áratugur eða minna, eru ekki af völdum dýpri breytinga í möttli eða jarðskorpu, heldur eru þær af völdum loftslagsbreytinga.

Haraldur Sigurðsson, 3.1.2015 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband