Þegar kvikan er þunn

GangurHraunkvikan, sem situr í kvikuþró undir Bárðarbungu og kemur upp á yfirborðið í Holuhrauni, er lapþunn. Ég hef sýnt framá áður að seigja hennar er svipuð og hunang eða tómatssósa.  En hún er á um 1175 stiga hita. Þegar kvikan er þunn, þá getur hún hægleka smogið inn um litlar sprungur. Myndin fyrir ofan er úr Kerlingarfjalli á Snæfellsnesi.  Hún sýnir basaltgang, sem er rúmlega fingurbreiður, en hann hefur smugið um sprungu í móberginu.   Þetta kennir okkur að útbreiðsla og framrás þessarar kviku í gegnum jarðskorpuna er ekki háð seigju, heldur þrýstingi í kvikuþrónni og sprungumyndun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta sér maður víða í móbergi á Ítalíu, t.d. nálægt Capítól í Róm!!!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.9.2014 kl. 09:20

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hunang er nú hvorki þunnt né þunnfljótandi heldur þvert á móti - enda hefur hraunstraumurinn breyst undanfarið. Hann er orðin mun þynnri en áður.

Líkingin með hungangið hjá þér átti við í fyrstu en ekki lengur!

Torfi Kristján Stefánsson, 19.9.2014 kl. 14:41

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Hunang er hunag. Hvort þú kallar það þunnfljótandi eða ekki er smekksmál.  Samlíkingin varðandi hunang á við um kvikuna, áður en hún gýs, en ekki hraunið sjálft.  Strax og kvika n kemur upp á yfirborð, þá kólnar hún og seigjan vex.

Haraldur Sigurðsson, 19.9.2014 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband