Særými vex á Íshafinu og öldur birtast

SærýmiÞað er nýtt haf að opnast.  Hnattræn hlýnun er að svifta hafíshulunni af Íshafinu.  Ein afleiðing þess er að nú myndast öldur á Íshafinu, þar sem áður var samfelld breiða af hafís.  Ölduhæð er háð vindstyrk og einnig særými, eða fjarlægðinni, sem vindurinn getur blásið yfir hafið.  Nú vex særými með ári hverju á norðurslóðum, vegna þess að hafísinn er að hverfa. Hafsvæði, sem áður voru hulin hafís mikinn hluta ársins, eru nú opið haf og vindurinn nær að koma af stað miklum öldugangi.  Allt í einu er særými orðið eitt til tvö þúsund km og öldur rótast upp, sjólag versnar þar sem áður var kyrr sjór.  Myndin sýnir til dæmis áhrif storms, sem gekk yfir norðurslóðir árið 2012. Rauðu og gulu svæðin sýna háar öldur, allt að 5 metrar.  Hinar nýju siglingaleiðir í norðri, þar á meðal norðan Íslands,  geta verið erfiðar af þeim sökum, einkum á ágúst og september, þegar hafísinn er minnstur og særými er mest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða fræðirit les prófessor Haraldur Sigurðsson?

"Hnattræn hlýnun er að svifta hafíshulunni af Íshafinu."(!)

"Nú vex særými með ári hverju á norðurslóðum, vegna þess að hafísinn er að hverfa."(!)

Allar mælingar sýna hins vegar að hafísinn á norðurslóðum hefur sannarlega aukist að magni og umfangi og mælist nú sá mesti á þessari öld!

http://www.ijis.iarc.uaf.edu/seaice/extent/Sea_Ice_Extent_v2_L.png

Hafís í Suðurhöfum mælist jafnframt sá mesti frá því að mælingar hófust!

http://nsidc.org/arcticseaicenews/files/2014/07/Figure42.png

Prófessorinn er fullviss um aukið "særými" í Norðurhöfum en vísindin eru á öðru máli:

https://stevengoddard.files.wordpress.com/2014/07/n_daily_extent-2.png

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 08:47

2 identicon

Hilmar, reyndu nú að tjá þig án þess að vera með hortugheit.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 09:19

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

LoL

Hörður Þórðarson, 6.8.2014 kl. 09:53

4 identicon

Athyglisvert, gæti sett smá strik í reikninginn hjá sumum.

Kjartan Pétursson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 10:05

5 identicon

Hilmar þú vitnar í Steven Goddard????(aka Tony Heller) Hann er stundum kallaður "climat denial crock" Það Veistu hvað það þýðir í raun? Þessi Tony er ekki með neina gráðu í loftlagsfræði. Þú ættir að reyna að vitna í aðeins áreinalegri heimildir en þetta. Þetta dregur þig mjög niður í þessu máli. Ekki rugla saman suðurhöfum og norðurhöfum. Haraldur var eingöngu að tala um norðurhafið.

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 13:44

6 identicon

Þorvaldur Þórsson: Reyndar er ég að vitna í gögn national snow and ice data center (http://nsidc.org/), en þú nentir auðvitað ekki að skoða málið heldur hjólaðir beint í rangan mann að sönnum heittrúarsið :)

Það hlýtur hins vegar að "draga þig mjög niður í þessu máli" að hirða ekki um að skoða vísindaleg gögn en vaða þess í stað uppi með getsakir - sem er reyndar háttur ofsatrúarmanna.

Hér er svo nýjasta hafískortið úr Norðurhöfum (04.08.14):

http://nsidc.org/data/seaice_index/images/daily_images/N_daily_extent_hires.png

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 13:56

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú skritið ef vísindamenn segja að hafís hafi aukist á N-slóðum þegar öll gögn segja að hann hafi í reynd minnkað mikið í nokkra áratugi. (,,Á þessari öld" er merkingarleysa í slíkum vísindalegum umræðum er hér fara fram. Og tregur þá þegar niður trúverðugeika þess sem beitir slíkri framsetningu. ,,þessi öld" - er bara 14 ár! Hallo.)

http://en.wikipedia.org/wiki/Arctic_sea_ice_decline

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2014 kl. 14:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,, Og dregur þá þegar niður trúverðugeika þess sem beitir slíkri framsetningu." o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2014 kl. 14:23

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er áríðandi að koma þessari leiðréttingu hans Hilmars til réttra aðila og ekki seinna en strax.
Það væri dálaglegur andsk. ef fjöldi þeirra byggingaverktaka sem sækjast eftir aðstöðu við Finnafjörð færi að vaxa.
Og íslensk stjórnvöld eru í samvinnu við sveitarstjórnir á N-A landi við að undirbúa landið fyrir olíuboranir á Drekasvæði með öllum þeim umsvifum.
Og þjóðin er búin að hlakka til þessara siglinga um norðursvæðið í áraraðir!

Þetta er svona ámóta og þegar brúðurin bíður undir slörinu og fólkið flykkist í kirkjuna, gjafirnar haugast upp í veislusalnum en brúðguminn sleppir því að mæta; kvikindið a´tarna.   

Árni Gunnarsson, 6.8.2014 kl. 14:26

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Setningin um að særými vaxi með hverju ári er vissulega villandi í bloggfærslunni enda vex særými ekki með hverju ári. Það gerist með stökkum og bakslögum þess á milli. Stærsta stökkið í "auknu særými" var sumarið 2007 en eftir það metsumar jókst hafísinn dálítið á ný en nýtt met í opnu særými var síðan aftur sett sumarið 2012, samanber myndina sem fylgir bloggfærslunni. Sumarið 2013 var hins vegar fjarri meti og flest stefnir í að þetta bræðslusumar verði það einnig. Ekki má þó afskrifa neitt strax.

Ísinn nú er fjarri því að vera sá mesti á þessari öld. Samanber þetta graf sem sýnir rúmmálsþróun frá 1979.
http://psc.apl.washington.edu/wordpress/wp-content/uploads/schweiger/ice_volume/BPIOMASIceVolumeAnomalyCurrentV2.1.png

Línuritið sem fylgir fyrstu athugasemd sýnir eingöngu samanburð við þrjú metár í lægstu útbreiðslu en ekki öll ár aldarinnar.
http://www.ijis.iarc.uaf.edu/seaice/extent/Sea_Ice_Extent_v2_L.png

Emil Hannes Valgeirsson, 6.8.2014 kl. 15:20

11 identicon

Ómar Bjarki Kristjánsson: Þetta er klámhögg félagi :) Ég ræð að sjálfsögðu engu um framvindu tímans, hann ræðst af gangi himintunglanna. Það er barnalegt að gera það að ágreiningsefni að þessi öld sé einungis tæplega 14 ára gömul, þú ættir frekar að þakka fyrir það :)

Árni Gunnarsson: Það er sjálfsagt að leyfa Þjóðverjum að fjármagna milljarða hafnarframkvæmdir við Finnafjörð. Þetta verður vonandi atvinnuskapandi verkefni fyrir Íslendinga. Ég er hins vegar hræddur um að Emil verði að herða sig við hafísbræðslusamantektina sína :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 15:28

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli hægri menn þoli meiri kulda en vinstri menn?
Grátbrosleg er hún þessi deila. Um langt árabil hafa loftslagsvísindamenn minnt á vaxandi hlýnun með auknum líkum á röskun lífríkis á landi og sjó ásamt auknum áhrifum af sólargeislum sem fylgja þynningu ósonlagsins.
Sá sem hér skrifar býr að yfirgripsmikilli vanþekkingu á öllu þessu enda leitun á manni sem telst jafn-fjöl -ómenntaður.
Þarna vakna þó margar spurningar og sú fyrsta snýr að því hvaða ástæður liggi að baki alþjóðlegu ráðstefnuhaldi með fárra ára millibili þar sem hundruð eða þúsundir vísindamanna ráða ráðum sínum um hvað til brags skuli taka við að stöðva þær skelfilegu afleiðingar sem í vændum séu að óbreyttri þróun.
Samtímis ryðjast íslenskir "loftslagsvísindamenn" af hægri væng stjórnmála og lýsa því óðamála að líklega séu ekki nema örfá ár þar til ný ísöld tortími lífi á þessari vandræðaplánetu.

Lengi vitnuðu þeir í danskan öldung sem hélt fram ágætri kenningu um að allt hjal um þynningu ósonlags og annað ónæði af óhófsneyslu væri lygi og blekkingar runnar undan rifjum kommúnista sem ekkert gætu látið í friði af því sem normalfólk hefði lært að njóta sér til ánægju.

Sumir efuðust um að þessi maður væri á lífi og örugglega löngu dauður þegar hann átti að hafa skrifað ívitnuð fræði.

Vinstri menn eru þekktir að meiri umhverfishyggju en hægri menn og munar þar miklu. Þeir boða svolítið meiri sparnað og hægari hagvöxt til að draga úr áreiti á lífríkið. Hagvöxtur er blæti hægri manna og stendur ofar öðrum gildum í þeirra hugskoti. Allt hjal um lækkun blessaðs hagvaxtarins og þeirrar gæfu sem hann flytur mannkyninu óverðskuldað telja hægri menn ígildi þess að boða þróuðum iðnríkjum meinlæti. 

Árni Gunnarsson, 6.8.2014 kl. 18:11

13 identicon

Árni Gunnarsson: Það er varla von að Íslendingar skilji upp né niður í umræðum um loftslagsmálefni þegar þeir lesa þessa dæmalausu bullgreiningu þína á "deilunni" :) Líklegast er það eina rétta hjá þér að leitun sé að manni sem telst jafn-fjöl -ómenntaður og þú!

Ég frábið mér að vera dreginn í hefðbundna íslenska hægri-vinstri fjórFlokksbundna dilka. Það er bráðnauðsynlegt að lyfta þessari umræðu upp úr þeirri pólitísku forarvilpu sem hún svamlar í.

Það verður ekki fyrr en loftslagsumræðan nær sér á vísindalegt flug og losnar við pólitískar skilgreiningar eins og "vísindalega samhygð" og fleiri slík bullhugtök sem raunverulega má vænta einhverrar vitrænnar framþróunar í loftslagsvísindum.

Auðvitað væri heldur ekki verra að meintir loftslagsvísindamenn hættu að selja sig hægri - vinstri :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 18:25

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú hefur ekki verið dreginn neitt í þessari umræðu Hilmar.
Þú hefur stokkið jafnfætis inn í hverja þá umræðu þar sem "gefið hefur verið í skyn" að hlýnun sé að verða - eða orðið vandamál.

Er það eitthvað sem þú ert feiminn við að leyfa öðrum að taka eftir?

Vísindamenn eru talandi og skrifandi fyrirbæri samfélagsins og hafa þær skyldur að upplýsa jafnvel "fjölómenntað fólk" eins og mig.

Hægri menn hafa hinsvegar engar skyldur en ættu að reyna að temja sér hóflegan rembing. Sumir ættu líklega alveg að venja sig af honum.

Árni Gunnarsson, 7.8.2014 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband