Loftsteinaárásin á Hadean tíma jarđar
5.8.2014 | 06:14
Fyrsta tímabil jarđsögunnar nefnis Hadean, frá um 4 til 4,5 milljörđum ára. Nafniđ Hades vísar á guđ forn-grikkja, sem réđ ríkjum í undirheimum. Viđ vitum lítiđ um ţennan tíma á upphafsárum jarđar, vegna ţess ađ mjög lítiđ af jarđlögum eđa svo fornu bergi hafa varđveist. Reyndar hefur nćr ekkert svo gamalt berg varđveist, heldur ađeins litlir kristallar af gerđinni zikon, sem finnast inni í yngri berglögum. Fyrsta myndin sýnir aldur á slíkum zirkon kristöllum. Ţeir yngstu eru um 3,8 milljarđar ára en ţeir elstu eru um 4,45 milljarđur ára gamlir. Aldur jarđar er talinn 4,54 milljarđar, og ţá vantar okkur enn ađeins eitt hundrađ milljónir ára til ađ finna berg jafn gamalt og myndunartími jarđar. Ţađ finnst sennilega aldrei, ţví unga jörđin varđ fyrir árás stórskotaliđs, sem splundrađi og umrótađi yfirborđi hennar. Ţetta stórskotaliđ voru loftsteinar, sumir hundruđir km í ţvermál. Ţađ er taliđ ađ um 10% af massa jarđarinnar hafi bćtst viđ ţegar ţessi loftsteinaárás stóđ yfir. Líkaniđ bendir til ađ einn eđa fleiri risaloftsteinar (stćrri en 1000 km í ţvermál) hafi rekist á jörđina á ţesum tíma og nokkrir (3 til 7 stykki) sem voru um 500 km. Simone Marchi og félagar hafa rannsakađ ţetta fyrsta tímabil jarđar og gert líkön af loftsteinaárásinni. Önnur mynd sýnir líkan ţeirra af dreifingu loftsteinagíga á jörđu á ţessum tíma.
Viđ notum tungliđ til ađ mćla hvađ loftsteinaárasin á jörđina var mikil, hver tíđni loftsteina var og hvađ ţeir voru stórir. Á tunglinu er engin veđrun og ekkert rof og loftsteinagígarnir eru vel varđveittir og ţar međ sagan um tíđni og stćrđ loftsteina í jarđsögunni. Síđan má fćra ţessar upplýsingar yfir á jörđina. Ţá kemur í ljós ađ 60 til 70% af yfirborđi jarđar var rótađ upp allt niđur á 20 km dýpi vegna loftsteinaárekstra. Jörđin var ţá ađ mestu eins og vel plćgđur garđur, ţar sem meiri hluta af ytri jarđlögum var rótađ og snúiđ viđ. Loftárásinni lauk ađ mestu fyrir um 3,8 milljörđum ára. Á međan á henni stóđ hefur jörđin veriđ dauđ, sterilizeruđ, brennd, glóandi heit, óbyggileg! Ekkert líf, ekki einu sinni minnstu örverur, hafa getađ lifađ hér ţá í Hades eđa helvíti.
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Jarđskorpan, Loftsteinar, Plánetur | Facebook
Athugasemdir
Nokkur atriĺi, sem mér finnst á vanta hér. Vegna deilna um hvađ kjarni jarđar er, en sumir vilja meina ađ hann sé úr járni. Vandamáliđ viđ járniđ, er hvađan ţađ sé komiđ. Ţá er bent á ađ jörđin í heild sinni, sé yngri en nýjustu super-nova í nágrenninu, og ađ járniđ sé ţađan komiđ. Ađ vísu finnst önnur skýring, og sú sé ađ járn pláneta hafi veriđ hér í nágrenninu o.s.frv. En ţar vantar líka skýringu ţess, hvernig hún myndađist ... skítt međ ţađ. VIđ tölum hér um 4.54 miljarđa ára síđan, en ţađ ţýđir líka ađ á ţeim tíma var jörđinn bara lítill klumpur ... en ekki fullmynduđ pláneta.
Ţess vegna spyr ég ... ţegar ţú talar um 4.54 miljarđa ára ... hvađ er jörđin, fyrir 4.54 miljörđum ára síđan. Skilgreindu ţessa jörđ, ef ţú vilt vera svo góđur.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 5.8.2014 kl. 11:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.