Þergar kýrnar valda sprengingu
2.8.2014 | 00:25
Síðastliðin janúar varð dálítið sérstæð sprenging í fjósi í Rasdorf í Þýskalandi. Níutíu kýr fórust, en orsök sprengingarnar var að það kviknaði í metan gasi í fjósinu. Loftræsting var lítil eða engin og metan sem kýrnar gáfu frá sér í báða enda safnaðist fyrir, þar til einhver rafmagnsneisti kveikti í og þakið fauk af. Myndin sýnir fjósið í ljósum logum. Já, nautgripir gefa frá sér mikið metan gas, bæði þegar þeir ropa og reka við. Það er talið að venjuleg kýr gefi frá sér milli 100 og 500 lítra af metan á dag, eða sambærilegt við magnið af mengun frá einum bíl. Útlosun á metan gasi er alvarlegt mál, því þessi gas tegund hefur 21 sinnum meiri áhrif á hlýnun heldur en sambærilegt magn af koltvíoxíði. Öll dýr, sem eta gras (kýr, sauðfé, geitur, úlfaldar ofl.) hafa fjóra maga, þar sem melting fóðurs fer fram. Það eru bakteríur eða örverur (methanogens) í maganum, sem stuðla að rotnun. Afleiðing þess er að mikið magn af metan og koltvíoxíð gasi myndast í maganum, sem kýrnar losa sig við úr báðum endum metlingarvegsins. Þetta er oft nefnt biogas. Taflan sýnir efnagreiningu þess. Það er heilmikið gas, sem myndast. Til dæmis í Ástralíu er talið að nautgripir og skyld húsdýr gefi frá sér rúmlega 13% af öllu gasi, sem berst út í andrúmsloftið. Þar við bætist mikið magn af metan gasi, sem myndast í mykjuhaugum. Þetta er ekkert grín lengur, þegar við höfum í hug að það eru yfir 1,5 milljarður nautgripa á jörðu. Sennilega gefur kýrin frá sér um 70 til 120 kg af metan á ári. Það jafngildir loftslagsáhrifum frá 2300 kg af koltvíoxíði á ári. Það er jafn mikið magn af koltvíoxíði og það sem losnar úr læðingi við að brenna 1000 lítrum af bensíni. Ef bíllinn eyðir um 8 lítrum á 100 km, þá samsvara það 12500 km á ári. Það eru ekki til nákvæmar tölur um biogas, en FAO stofnun Sameinuðu Þjóðanna segir að nautgripir og landbúnaður yfirleitt losi um 18% af öllum gróðurhúsagösum á ári. Málið er orðið svo alvarlegt, að Hvíta Húsið gaf út skipan í júní um að nú beri að draga úr metan útblæstri frá landbúnaði um 25% fyrir árið 2020.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Hagur, Jarðefni, Loftslag | Facebook
Athugasemdir
Það á náttúrulega að nýta þetta gas ... mykjuhaugar er vel hægt að breita í þró, að draga frá þeim gasið. Venjuleg fjós, er hægt að búa til loftræstikerfi sem dregur út gasið og skilur þau að.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 08:22
Er Haraldur að venda sínu kvæði í kross: Gróðurhúsaáhrif af völdum nautgripa? :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 10:40
Nei, nú þegar fjarar undan umræðunni um áhrif koltvísýrings er metan að komast í tísku sem nýjasta hættulega gróðurhúsaloftegundin: http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/07/28/metan-undir-koldum-hofum-getur-ordid-stort-umhverfisvandamal/
Vitanlega á að nýta allt gas sem hægt er að nýta, þ.m.t. metan frá húsdýrum. En mér skilst að fyrir lítil bú getur slíkur búnaður hins vegar reynst of dýr til að það sé hagkvæmt. Hugsanlega gætu stjórnvöld komið þar að með einhverjum stuðningi?
Erlingur (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 13:23
Það þarf vissulega að draga úr losun allra gróðurhúsalofttegunda!
Höskuldur Búi Jónsson, 2.8.2014 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.