Hverjum eigum við að trúa?

makríllÍ dag er þessi fyrirsögn í frétt hjá RUV: “Útbreiðsla makríls við Ísland lítið breyst. Útbreiðsla makríls við Ísland virðist svipuð og síðustu ár að sögn Sveins Sveinbjörnssonar leiðangursstjóra á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.”

Í sama fjölmiðli er þessi frétt:  Miklar breytingar á lífríki.  Lífríkið í Norður-Atlantshafi hefur tekið miklum breytingum vegna hækkunar sjávarhita. Nýjar rannsóknir norskra sjávarlíffræðinga í sumar sýna að síld og markríll færa sig norður í höf.  Norskir vísindamenn hafa nú í fyrsta sinn kortlagt mörk útbreiðslu makríls til norðurs. Í ljós kom að makríllinn færir sig æ lengra til norðurs meðan norski síldarsofninn hefur nú þrýstst út á ytri kant markílsvæðisins í norðvestri.  Makrílnum heldur áfram að fjölga en ástand síldarstofnsins heldur áfram að versna, lítið finnst af fullorðinni síld.  Við hækkandi hitastig í sjónum flytur átan sig sem makríll og síld lifa á.  Kenningar eru um að þegar makrílnum fjölgi éti hann meira af síldarseiðum og því fækki síldinni. Búist er við hækkun hitastigs sjávar síðsumars og þá er búist við að  makríllin fari enn norðar, allt til Svalbarða. Allt bendi til að hlýnun hafsins haldi áfram næstu árin og makríll og  ýmsar aðrar  fisktegundir fari þá enn norðar.”

 

Hvers vegna sér Hafró engar breytingar, en norðmenn leggja höfuðáherslu á gögn sem sýna miklar breytingar?  Eru þeir kannski ekki á sömu blaðsíðunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Nú veit ég ekki hvort hægt sé að orða þetta svona, en eru Íslandsmið ekki bara orðin "mettuð" hvað makrílinn varðar? Norðmenn horfa lengra til norðurs.

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.8.2014 kl. 05:43

2 identicon

ef norðurheimsskautsbaugurin er kominn norður fyrir grímsey skildi það ekki hafa áhrif á veðurfar hér við land þar oft ekki mikið til að valda hlíindum.það tekur nokurn tíma fyrir hann að ná landi aftur. hvort núhlína eða kólna gétur haraldur flett upp því þettað hefur víst gerst áður á sögulegum tíma verði makrílnum að góðu vonandi kelur hann ekki fyrir norðan nú um stundir

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband