Obama ætlar að friða Kyrrahafið
18.6.2014 | 19:05
Við gleymum því víst oftast að Banadríkin stjórna risastóru svæði í mið og vestur hluta Kyrrahafsins síðan 1944. Kortið sýnir þetta svæði, sem er um tvær milljónir ferkílómetra á stærð (tuttugu sinnum stærra en Ísland) og verður nú friðað. Obama forseti tilkynnti þetta í gær á alþjóðaráðstefnuni Our Ocean, eða Hafið Okkar, í Washington um verndun hafsins. Ráðstefnunni er stýrt af utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry, og þar er saman kominn mikill fjöldi vísindamanna, áhrifamanna og stjórnmálamanna heims. Höfuð markmið ráðstefnunnar er að kanna ástand hafsins og bæta hvernig mannfólkið umgengur hafið og auðlindir þess, einkum lífríkið. Hollywood stjarnan Leonardo di Caprio er mikill áhugamaður um verndun hafsins og hefur þegar á ráðstefnunni veitt styrk sem nemur $8 milljón dölum til þessa.
Hér eru fulltrúar allra landa saman komnir nema Íslands! Það er smán, skömm og aumingjaskapur að íslenska ríkið skuli halda svo illa á spöðunum að við erum útilokaðir frá slíkum fundum vegna sóðalegra hvalveiða, sem skila nær engum tekjum til þjóðarinnar. Það er reyndar furðulegt að fjölmiðlar skuli ekki gera meir úr þessu máli og krefja ríkisstjórnina skýringar á þessu ástandi. Reyndar slapp einn íslendingur inn á ráðstefnuna, en það er Árni M. Mathiesen, sem vinnur hjá Sameinuðu Þjóðunum, og fékk að fljóta með. Merkilegt hvernig gamlir kreppuvaldar skjóta aftur upp kollinum í útlöndum
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bandaríkin, Hafið | Facebook
Athugasemdir
Þetta er sannarlega kærkomið skref í rétta átt.
Og vissulega er smánarlegt að Íslendingar skuli tengja "fullveldi" og "þjóðrækni" við hvaladráp.
Ef það vekti fyrir Kristjáni Loftssyni að hagnast á hvalveiðistöðinni í Hvalfirði, þá gæti hann grætt margfalt meira með því að gera stöðina að ferðamannasafni og hvalaskoðun.
Slíkt fyrirtæki væri einstakt í víðri veröld!
(ekki svo að sá silfurskeiðungur þurfi á meiri peningum að halda.)
Íslendingar ættu að lýsa yfir griðasvæði hvala í allri lögsögu sinni.
Skömm sé stjórnvöldum.
Og ekki síður gjörvöllu fræðasviði HÍ sem tengist líffræði hvala, sem þegir þunnu hljóð, þegar fráleitar staðleysur eru bornar á borð fyrir landann.
Jóhann Bogason (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 20:23
Bandaríkjamenn láta eins og þeir veiði ekki hvali sjálfir. Það gera þeir þó vissulega. Meira að segja í Kyrrahafinu.
Whaling in the United States.
http://en.wikipedia.org/wiki/Whaling_in_the_United_States
"... ... ... The US continues whaling using the International Whaling Commission (IWC) exception for Aboriginal Subsistence Whaling.[1] Catches have increased from 18 whales in 1985 to over 70 whales in 2010.[2]
The latest IWC whaling quota allows for a total of up to 336 bowhead whales can be killed in the period 2013 - 2018.[3]... ... ..."
Meira um hvalveiðar bandaríkjamanna, m.a. í Kyrrahafinu: http://en.wikipedia.org/wiki/Whaling#United_States
Ætli Obama viti ekki af þessu?
Ágúst H Bjarnason, 19.6.2014 kl. 09:20
"Það er smán, skömm og aumingjaskapur að íslenska ríkið skuli halda svo illa á spöðunum að við erum útilokaðir frá slíkum fundum vegna sóðalegra hvalveiða, sem skila nær engum tekjum til þjóðarinnar."(sic)
> http://www.bluediamondwebs.biz/Alaska-aewc-com/aboutus.asp
> http://www.collective-evolution.com/2014/02/03/u-s-navy-to-blow-up-whales-dolphins-other-marine-mammals-please-take-action-now/
> http://www.number27.org/whalehunt
"Among the whales culled in the aboriginal catch are about 60 bowheads killed off the coast of Alaska each year by American Eskimos. You won't hear the Interior Department complaining about those." (http://www.bloombergview.com/articles/2014-02-07/outdated-whaling-ban-befuddles-u-s-)
Haraldur Sigurðsson og Leonardo di Caprio eru góðir saman í draumaspunanum :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 09:33
Það er mikill fjöldi hvala, einkum höfrunga, sem drepast á ári hverju, þegar þeir festast í veiðafærum í heimshöfunum. Bandaríkjamenn eiga stóran þátt í því. En þetta eru slys, ekki skipulagður veiðiskapur. Hvalveiði frumbyggja í Alaska heldur áfram, og er að sjálfsögðu smánarblettur fyrir Bandaríkin einnig. Hvað íslendinga varðar skiftir mestu að horfa til framtíðar með verslun, ferðaiðnað og önnur efnahagsleg samskifti við aðrar þjóðir. Viljum við "skjóta okkur í fótinn" með því að halda áfram hvalveiðum, eða viljum við sýna skilning á því að losna við þennan ljóta stimpil á þjóðinni?
Haraldur Sigurðsson, 19.6.2014 kl. 12:21
Hér fer sonur alþingismannsins sem hvað harðast hefur barist fyrir Kristján Loftsson:
http://www.dv.is/frettir/2014/6/20/afskrifudu-35-milljonir-hja-hvalveidifyrirtaeki-8DOR68/
Þetta eru nú meiri snillingarnir.
Jóhann Bogason (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.