Listamaðurinn fundinn!

Heklugos 1970Fyrir um tíu árum rakst ég á þetta sérkennilega málverk í Kolaportinu í Reykjavik.   Það er ekki aðeins mynd af eldgosi, heldur hefur listamaðurinn notað vikur, ösku og gjall í byggingu myndarinnar. Verkið er ekki merkt og hefur því hangið uppi í Eldfjallasafni í Stykkishólmi án þess að listamannsins sé getið. Nú hefur komið í ljós, að það er gert af Lýð S. Guðmundssyni árið 1970.   Lýður sá Heklugosið árið 1970 og safnaði vikri og ösku þá til að setja inn í þessa einstöku mynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband