Hitamet í Markarfljóti

MarkarfljótsbrúNúna kl. 6 í morgun var vatnshiti við Markarfljótsbrú kominn í 17,02 stig, sem er örugglega met. Hitaferli má sjá hér á vef Veðurstofunnar.  Þetta heita vatn er bein afleiðing af hraunrennsli undir Gígjökli og jökulbráðnun.  Heita vatnið kemur einnig fram á vatnsmælinum í Markarfljóti  við Þórólfsfell.  Ekkert skyggni er nú fyrir vefmyndavélarnar sem stefna á Eyjafjallajökul, svo óvíst er hvort hraun er komið fram á aurana fyrir neðan Gígjökul.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Getur verið að hitaferillinn sem þú vísar í með link hér að ofan sé á læstu svæði?

Annars er mjög spennandi að fylgjast með þessu gosi, sérstaklega með aðstoð fróðleikssíðu eins og þinni.

Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 07:47

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Þú ferð inn á þessa vefsíðu hér fyrir neðan, og slærð inn lykilorði til að opna gögnin.

http://vmkerfi.vedur.is/vatn/index.php

Haraldur Sigurðsson, 3.5.2010 kl. 08:11

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Takk fyrir þetta!

Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 09:00

4 Smámynd: Njörður Helgason

Það má ef til viil spara sólarlandaferðirnar í bili. Fara í volgt jökulvatnið frekar en busla í suðrænum sjónum.

Má ekki búast við að hraunið geri rás í Gígjökulinn? 

Njörður Helgason, 3.5.2010 kl. 09:11

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Jú, sennilega verður Gígjökli alveg rústað. Hraunið fer að öllum líkindum undir jökulinn, bræðir hann og brýtur han upp.  Hann verður anzi lengi að ná sér, einkum með hlýnandi veðurfari á jörðu.

Haraldur Sigurðsson, 3.5.2010 kl. 09:15

6 identicon

Er þetta klaki eða brennisteinn sem maður sér á aurunum fyrir framan Gígjökul. Þetta er gráleitt og hvergi að sjá Markarfljótsmegin.

Helga (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það eru ísmolar í ýmsum stærðum sem sjá má á aurunum fyrir framan Gígjökul.  Reyndar er ís ein aðal uppistaðan í aurunum, mest ísmolar sem eru um 10 til 20 sm í þvermál.  Ísmolarnir eru allit hnöttóttir eftir að hafa farið í gegnum ísgöngin undir jöklinum, í volgu eða heitu vatni. Ótrúlegt landslag þegar gengið er um, en hættulegt vegna flóðahættu og hugsanlegrar hættu af koltvíoxíði. 

Haraldur Sigurðsson, 3.5.2010 kl. 16:50

8 identicon

Verður þetta þá einn alsherjar kviksandur þar sem lónið var?

Ég meina þegar íshröglið bráðnar í sólinni í sumar. Nema jökulaurinn fyllist af hrauni, sem tæki nú ansi langann tíma...er það ekki?

Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir tímabundnum kviksandi á stöðum sem jökulbrot hafa bráðnað á löngum tíma, á söndum í nálægð jökulsporða.

anna (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 22:31

9 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Anna:  Ég hef gengið yfir aurana. Þeir eru enn þaktir molum og hnullungum úr ís og feikn af ísmolum grafnir í sandinum.  Sumsstaðar sekkur maður í leir og kviksyndi.  Það mun taka nokkurn tíma að bráðna og renna úr þessu.

Haraldur Sigurðsson, 4.5.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband