Órói vex mikið á Hálsinum

 Nú er einhver hinn mesti órói sem ég hef séð á mælinum sem er á Goðabungu, einkum á tíðninni 1-2 Hz. Sjá línuritið frá Veðurstofunni hér.  Sennilega hefur hraunrennsli aukist í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég hef mikinn áhuga á jarðfræði og því tengdu hvað þýða þessar mælingar á óróa, 1 - 2 Hertz, hvað eiga þau að endurspegla?

Hefur það einhverja tilvísun ef önnur línan fer yfir hina?

Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2010 kl. 21:45

2 identicon

Sæll Haraldur.

Heldur þú að þetta sé vísbending um að Katla sé að rumska. ?

kv.

Hlynur

Hlynur Magnússon (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Órói er titringur sem mælist í eldgosum. Hann er talinn orsakast af hreyfingu kvikunnar í gosrásinni, þegar kvikan er á leið sinni upp á yfirborð jarðar.  Það má líkja óróanum við titring í vatnslögnum í húsinu þínu þegar mikið vatn er á ferðinni í pípunum.  Hann er mældur á þremur tíðnum. Tíðnin 1-2 Hz samsvarar titringi til dæmis sem endurtekur sig á 1 til 2 sekúndu fresti.  Titringur er sem sagt mælanlegur, en ég held nú að við skiljum ekki nákvæmlega hvernir hann myndast.  Alla vega er talið að vaxandi titringur geti bent á vaxandi hraunrennsli.  Hjálpar þetta?

Haraldur Sigurðsson, 3.4.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Nei, titringurinn er eingöngu tengdur Fimmvörðuhálsi, og hefur ekkert samband við Kötlu. Það er ENGIN skjálftavirkni undir Kötlu.

Haraldur Sigurðsson, 3.4.2010 kl. 21:53

5 identicon

Sæll Haraldur.
Þitt blogg er að verða ómissandi. Var fjári gott fyrir.
Ég bíð ásamt öðrum eftit næstu færslu.

Kveðja

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 12:44

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hreint út þá hjálpaði þetta lítið...

Er að velta fyrir mér mæligröfunum, þar eru þrjú tíðnibil, er lengri sveiflan að gefa eitthvað annað til kynna en sú styttri? Er klár á því að tíðnibilið er ekki stórt en eitthvað hlýtur að hafa legið til grundvallar þegar það var valið.

Ef til að mynda línan fyrir 2 - 4 rið hoppar yfir  1/2 til eitt, eins og gerðist 2. apríl, hefur það einhverja áþreifanlega þýðingu, eða er einfaldlega verið að mæla sama hlutinn á mismunandi vegu?


Sindri Karl Sigurðsson, 4.4.2010 kl. 21:44

7 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Sindri: Nú kann ég ekki að skýra tíðnina frekar.  Við þurfum ráðleggingar jarðskjálftafræðings til að komast á næsta stig.

Haraldur Sigurðsson, 5.4.2010 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband