Annus Horribilis

Árið er senn á enda og því tími kominn til að líta yfir farinn veg.  Margt hefur gengið á, jarðskorpuhreyfingar og eldgos í næsta nágrenni, en það eru hnattrænar loftslagsbreytingar sem eru mér langefst í hug og í því sambandi er 2023 einstakt ár.  Í síðust viku var sjávarhiti umhverfis Florida kominn upp í 38 oC. Þar sem ég dvel, í Massachussets í norðaustur hluta Bandaríkjanna, er hitinn í dag 10 oC.  Hér hefur ekki enn komið frost, laukar spretta í görðum og grasið er grænt. Almeningur er á skyrtunni úti að ganga og fagnar góðviðrinu, en ég er mjög áhyggjufullur.  Hnattræn hlýnun er stærsta ógnin sem blasir við mannkyninu. En eins og ég kem að síðar, þá er von um betra ástand í framtíðinni vegna samdráttar í fjölgun mannkyns.

graph

Árð sem er að enda er hlýjasta árið síðan mælingar hófust, og einnig sennilega hlýjasta árið síðastliðin 125 þúsund ár.  Þá var hlýskeið sem nefnist Eemian, hið síðasta fyrir ísöldina, sem lauk fyrir um tíu þúsund árum.  Myndin sem fylgir fyrir ofan sýnir hvernig árið 2023 sker sig frá hinu venjulega ferli sem meðalhiti á jörðu sýnir hvert ár. Margir veðurfræðingar telja að með þessu sé að hefjast nýtt tímabil í veðurfari jarðar.

Þessi hnattræna hlýnun á loftslagi jarðar ógnar lífríki,  gróðurfari, efnahag og afkomu alls mannkyns.  Orsökin er fyrst og fremst útlosun af koldíoxíði, metan og öðrum gastegundum frá iðnaði og brennslu jarðefna, sem valda breytingum á lofthjúp jarðar og hlýnun.  

 Ein stærsta orsök sívaxandi útlosunar af skemmandi gastegundum og þar með hnattrænnar hlýnunar er offjölgun mannkynsins.  Besti mælikvarðinn á offjölgun mannkyns á jörðinni er frjósemi kvenna. Hvað ber meðal kona í hverju landi mörg börn á ævinni?  Á Íslandi er talan 1,6 árið 2022, sem er í meðallagi fyrir Evrópuland. En lítum til Afríku til að sjá offjölgun á fullri ferð.  Heimsmetið á Niger í mið Afríku, með 6,8 börn á hverja konu að meðaltali árið 2021. Í Afríku allri er tíðnin um 4,3 börn.

Hagfræðingar segja okkur að þjóðir með háa fæðingatíðni verði aldrei ríkar, og stjórnendur í löndum ´´þriðja heimsins´´ keppast við að reyna að ná tíðninni niður sem fyrst.  En í mörgum löndum, sérstaklega meðal múslima þar sem konur fá engu ráðið, er það talið aðalsmerki hvers karlmanns að eiga stóran barnahóp.  Ekki bætir úr skák að fjölkvæni er stundað í um helming af Afríkuríkjum.  Afganistan er eina landið í Asíu þar sem fæðingatíðni er mjög há (4,4) og má sjálfsagt kenna Taliban og múslimatrú þar um, enda er konum þar neitað um menntun.

Risarnir á landakortinu varðandi mannfjölda eru auðvitað Kína og Indland, en þessi lönd hafa náð fæðingatíðni langt niður, með frjósemi sem er nú um 1,28 í Kína og 2,05 á Indlandi.  Kína þarf að passa sig á að fara ekki neðar, því það þarf frjósemi á 2,1 til að halda við mannfjölda, annars verður hröð fækkun. Á jörðu í heild hefur frjósemi hrapað frá 5,3 árið 1963, niður í um 2,3 í dag.  Þetta er mikið átak og er þar sjálfsagt fyrst og fremst aðAll Photos - 1 of 1 þakka menntun kvenna.   Þegar litið er á þessa þróun á jörðu í heild, þá er áætlað að mannfjöldi muni ná hámarki (10.9 milljarðar manna, sjá mynd til vinstri) í lok aldarinnar, árið 2100, eins og línuritið sýnir.  Síðan mun mannkyni fækka. En þá verða fimm af tíu stærstu löndum jarðar í Afríku (Nígería, Kongo, Eþíópía, Tanzanía og Egyptaland).  

 

Í upphafi þessa spjalls gaf ég von um að þróun mannfjöldans á jörðu kynni að hjálpa til með að stemma við hnattrænni hlýnun. Ef útblástur skaðlegra gastegunda minnkar að sama skapi og frjósemi staðnar og síðan lækkar (eftir 2100), þá má búast við að hnattræn hlýnun staðni að sama skapi. Það er því einhver von, en mannkynið þarf að bíða í eina öld áður en hlýnunin byrjar að snúa við. Screenshot 2023-12-26 at 5.32.35 PM

 


Bloggfærslur 29. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband