Nýtt gos í toppgíg?

órFregnir eru að berast af hugsanlegu gosi, jafnvel í toppgíg Eyjafjallajökuls. Órói rauk upp skyndilega í nótt á mælum Veðurstofunnar, eins og sjá má á myndinni til hliðar. Takið eftir breytingunni á línuritinu lengst til hægri.  Einnig kom upp jarðskjálftahrina undir fjallinu miðju. Í þriðja lagi var snögg breyting af rennsli í ánni sem kemur úr lóninu frá Gígjökli, en það er lónið sem ekið er hjá á leið í Þórsmörk.Rennsli hjá Gígjökli Myndin til hliðar sýnir þegar mælirinn fer út af skalanum skyndilega. Ef gosið er í toppgíg, þá er það sennilega nú að bræða jökulinn og ekki komið enn upp á yfirborð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar birtir til í vefmyndavél Mílu á fimmvörðuhálsi virðist öskufallið þar hafa nokkuð gulan lit. Gæti bent til að um súrt gos sé að ræða? Kv. SG

Snorri Gíslason (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er merkileg atugasemd og kann að vera mikilvæg.

Haraldur Sigurðsson, 14.4.2010 kl. 11:41

3 identicon

Nú er sagt að flóðið sé í rénum, telur þú einhverjar líkur á að jökullinn geti hlaupið fram í gígjökli og þarafleiðandi leitt til ennþá stærra hlaupi og jakaburði en þegar er orðið ?

Kv.

HM.

Hlynur Magnússon (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Sennilega er það versta afstaðið í sambandi við hlaupið.  Hins vegar sýnist mér að þetta gos sé hrungos, þar sem basalt hraun kemur upp um sprungu, sem getur verið allt að 1 km á lengd. Kvikan sem kemur upp sprunguna hefur brætt mikinn ís og orsakað hlaupið.  Samspil hruns og vatns orsakar sprengingar, sem eru mest gufusprengingar. Ekki virðist ennþá hafa orðið sprengingar þær sem orsakast af gasi í kvikunni, eins og  gerðist í gosinu 1821. Þá gaus líparít kviku (með hátt SiO2 eða kísilinnihald), sem myndaði sprenginar og dreifði  ljósum vikri og ösku um sveitir syðra.  Ef til vill getum við átt von á slíku gosi ennþá.

Haraldur Sigurðsson, 14.4.2010 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband