Er alveg að fjara út á Hálsinum?

Órói VeðurstofanHér með fylgir mynd sem sýnir óróa á Fimmvörðuhálsi, eða öllu heldur á jarðskjálftastöðinni á Goðabungu. Gögnin frá í dag eru lengst til hægri.  Nú er óróinn orðinn nokkurn veginn eins og hann var fyrir gos, sem sagt rói. Eru lok gossins að nálgast? Eða er því jafnvel lokið?  Ekki má gleyma því að eldgos geta tekið sig upp aftur. Einnig er vert að benda á að jarðskjálftavirkni er í lágmarki.  Einn skjálfti í dag og einn lítill í gær.  Skyggni er svo slæmt að ég sé ekkert marktakandi á vefmyndavélum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist fara eitthvað lítið fyrir þessu dyngjugosi sem þú taldir að væru töluverða líkur á. 

  Ég held að þú lifir full mikið í ævintýraheimum, heldur en í vísindaheimum ;-)

Jóhannes G (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:43

2 identicon

Er þá ekki kominn tími á Kötlu gömlu ?, væri það ekki eftir því að hún færi af stað þegar þetta er farið að róast.

Friðrik Már (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:12

3 identicon

Vorum þarna kl. 16:15 norðurflugsmenn þá var enn þá gos... ekki mikill kraftur en mikið hraun komið síðustu daga.

gisli gislason (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Einkenni á dyngjugosi er að hraun hleðst upp í kringum einn megingíg, en ekki í kringum langa sprungu.  Þannig var málið í Surtsey: fyrst myndaðist stutt sprunga en fljótt varð eldvirknin bundin við einn gíg. Á Fimmvörðuhálsi kann svipað að vera að gerast. Nú virðist virknin bundin aðallega við einn gíg, og hraun rennur til allra átta. Ef gosið fær að halda áfram, þá kann að myndast hér ný hraundyngja, eða einskonar búngulaga skjöldur af hraunum.

Haraldur Sigurðsson, 12.4.2010 kl. 06:15

5 identicon

Það var enn gos í einum gíg í gærkvöldi það var hægt að sjá það frá Valahnjúk reyndar var óróinn á svipuðu stigi í gær og hann var þegar nýja sprungan opnaðist kanski hefur stóri skjálftinn hrist greinarnar á "jólatréinu"

otto (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 06:26

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta gos kann sig ágætlega. Auðmjúklega dregur sig í hlé á meðan við lesum skýrsluna, svo fer það að reskjasig, þegar menn eru búnir að kyngja henni.

Ef Steingrímur stendur ekki við stóru orðin, frystir eignir útrásarprinsa og setur menn í jailið, þá er ég ansi hærddur um að það fjúki í Kötlu.  Þetta er þvi allt í höndumþeirra Steingríms Jóhanns og Jóhönnu steingrímu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband