Útbreiðsla Hraunsins á Fimmvörðuhálsi

Kort 31 marzMér hafa borist fyrirspurnir varðandi útbreiðslu hraunsins. Ég vil benda á landakort og myndir sem Eyjólfur Magnússon hefur gert og birtast á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hér fylgir með kort Eyjólfs frá 31. marz, en það er síðasta kortið sem hann birtir.  Þar kemur vel fram rennsli niður Hrunagil og einnig í Hvannárgil. En þar vantar ennþá nýju sprunguna sem myndaðist rétt fyrir vestan fyrri sprunguna.  Auk þess læt ég fljóta með aðra mynd frá Eyjólfi Magnússyni, en hún er landslagsmynd, séð frá norðri, yfir gilin tvö og hraunið. Þann dag var flatarmál hraunsins orðið 0,95 ferkílómetrar. Nú í dag er það tvímælalaust vel yfir einn ferklílómetri að flatarmáli. Hraun 31. marz

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Með fullri virðingu fyrir Eyjólfi Magnússyni held ég að kort og mynd af hraunstraumnum sé ekki alveg rétt.

Að kvöldi 1. apríl var ég sunnan í Útigönguhöfða og sá þar aðeins einn hraunstraum sem féll niður í Hvannárgil. Það er sá sem er sá eystri á mynd og korti með bloggi Haraldar.

Vestan megin hafði einungis runnið bræðsluvatn undan hrauni þar sem Eyjólfur merkir hraunfoss og raunar hafði bræðsluvatn runnið miklu víðar.

Held raunar að enn sé aðeins einn hraunstraumur ofan í gilið þó ugglaust sé stutt í að þeir verði fleiri. Dreg þessa ályktun af vefmyndavél Vodafone af Þórólfsfelli.

Sé hins vegar eitthvað að marka kort og mynd Eyjólfs að öðru leyti held ég að stutt verði að hraun renni ofan í Innra-Suðurgil. Ofan í botni þess er jökull og má þá búast við talsverðu flóði í Hvanná. Raunar virðist núna vera eitthvað rennsli þangað ef marka má gufubólstra á Vefmyndavélum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.4.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Þakka þér fyrir athuganir þínar. Ég held að kortið sé byggt á radar myndum sem teknar eru af flugvél Landhelgisgæzlunnar.  Vafalaust eru einhverjar villur, en samt held ég að kortið sé góð ábending um útbreiðslu hraunsins.

Haraldur Sigurðsson, 4.4.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thakka stórfródlega og mjog áhugaverda pistla. Thad er eitt sem ég hef velt fyrir mér vardandi thetta gos og aetla ég ad opinbera algera fáfraedi mína med einni spurningu til thín Haraldur.: Thar sem svo stutt er frá núverandi gosstodvum ad giljunum, thar sem hraun rennur nú nidur, eru engar líkur á ad lárétt kvikuskot nái ad brjóta sér leid í átt ad theim og thad hreinlega gjósi thar, eda er thetta eitthvad sem er algerlega óhugsandi?

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2010 kl. 23:44

4 identicon

Virkilega gaman að lesa pistla þína og maður er öllu fróðari dag frá degi :)

 takk kærlega

Björg F (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 00:33

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Halldór:  Það er ekkert því til fyrirstöðu að gos verði í giljunum, en sprungurnar virðast ekki lengjast í þá átt.

Haraldur Sigurðsson, 5.4.2010 kl. 02:27

6 identicon

Sæll Haraldur,

Er möguleiki á að þú getir útskýrt fyrir mér litina á óróagöfum veðurstofunnar?

Ég geri mér grein fyrir tíðnunum og muninum á ferð þeirra í gegnum vökvakend efni.

það sem vekur hinsvegar áhuga minn núna er það nú dregur saman með gröfunum, sem hefur hingað til ekki verið að gerast.

Er einhver fræðileg skýring á því hversvegna þetta er að gerast?

kær kveðja :)

Friðbjörn B. Möller (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband