Afleiðingar Jarðskjálftans á Haítí

Sniðgengið á HaítíFréttirnar frá Haíti eru hörmulegar en eiga því miður eftir að verða verri. Hefði verið hægt að bjarga lífum með því að spá fyrir um skjálftann? Það er auðvelt að vera Besservisser eða vitur eftir á, en það er vert að minna á að árið 2008 birtu Eric Calais og félagar grein í Geophysical Journal International og tilkynntu á alþjóðafundi í Dóminíska Lýðveldinu að vaxandi spennusvið í jarðskorpunni umhverfis Enriquillo misgengið benti til að hér gæti orðið jarðskjálfti bráðlega sem yrði allt að 7,2 að styrkleika. Rannsóknir þeirra félaga voru að nokkru byggðar á margra ára GPS mælingum umhverfis misgengið. Þessar niðurstöður voru einnig kynntar fyrir forsætisráðherra og öðrum ráðamönnum í Haíti í maí 2008. HristikotVísindamenn hvöttu ríkisstjórnina til að byrja á því að styrkja sjúkrahús, mikilvægar opinberar stofnanir, skóla og að setja upp net af jarðskjálftastöðvum, en ekkert var gert. Auk þess er vert að benda á, að það er enginn skjálftamælir á Haíti. Enriquillo misgengið var virkt árið 1692 og lagði þá algjörlega í rúst Kingston, höfuðborg Jamaíku, og svo aftur árið 1907. Það er sniðgengi, og í grennd við Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, er hreyfningin á því um 8 mm á ári hverju. Það er vert að bera Haíti skjálftann saman við Loma Prieta skjálftann í Kaliforníu árið 1989, en þar fórust 63 manns. Skjálftarnir voru báðir á sniðgengi, báðir 7.0 að styrkleika og mjög líkir. Tjón var mikið í Loma Prieta skjálftanum, en miklu minna en í Haíti. Aðal ástæðan á þessum mun er að í Kalíforníu, líkt og á Íslandi er hönnunargildi á byggingum hátt og byggingar ráða nokkuð vel við stóra skjálfta, jafnvel þegar mjög mikil yfirborðshröðun verður. Í Loma Prieta stóðst meirihluti bygginga þessa miklu áraun án sýnilegra skemmda. MannfjöldiÍ Haíti er byggingarmáti langt frá því að vera viðeigandi og hönnunargildi í lægsta máta. Bandaríska jarðvísindastofnunin hefur rétt í þessu gefið út hristikort af Haítí skjálftanum, sem fylgir hér með. Þar kemur fram að í miðju skjálftans, sýnt rautt á myndinni, í Port-au-Prince og nágrenni, var hristingur gýfurlegur eða allt að og jafnvel yfir 100 sm á sekúndu. Taflan sem fylgir með sýnir mannfjölda á svæðunum sem eru afmörkuð á hristinkortinu. Þar kemur fram að á svæðinu þar sem hristingur var óskaplegur búa hvorki meira né minna en 2,5 miljón manns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áhugavert efni sem að þú birtir á þessari slóð sem á erindi til okkar allra. fylgist reglulega með. þakka fyrir mig.

kveðja,

Einar Hjörleifsson

Einar Hjörleifsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband