Þúsund-ára flóð

Ég hafði rangt fyrir mér, þegar ég staðfesti að Harvey regnstormurinn yfir Houston í Texas væri 500-ára stormur. Nýjar niðurstöður sýna að hann er þúsund-ára stormur þegar mælt er út frá úrkomu.  Það er ekki vitað um annað eins flóð og úrkomu í Bandaríkjunum. Það þýðir að 99.9 prósent af tímanum getur slíkt flóð aldrei gerst. Harvey er nú fyrsta og eina þúsund-ára flóðið í sögu Norður Ameríku. En þetta gildir aðeins ef loftslag í framtíðinni er eins og í dag. Ef hins vegar að hnattræn hlýnun er í gangi, eins og langflestir fræðimenn halda fram, þá geta slík þúsund-ára flóð komið á nokkurra ára fresti. Sem sagt: við erum komin ínn á óþekkt og hættulegt svæði í loftslagsfræðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er fróðlegt og raunar ótrúlegt að lesa athugasemdirnar sem "kuldatrúarmennirnir", langskólagengnir menn, setja á blogg mitt um þessi mál í pistlum um ummæli Trumps um fals-vísindamenn og um trúna á ofurhagvöxt.  

Þeir birta "gögn" sem sýna að það hefur engin hlýnun orðið við Mexíkóflóann og að "500 ára og 1000 ára stormar" hafi aldrei verið til. 

Segja að Theodór Freyr Hervarsson fari með lygar og Harvey sé eins og hver önnur rigning. 

Þeir fullyrða að ég "berjist á móti bættum lífskjörum og eigi mér þann draum helstan að tína í staðinn fjallagrös í kringum torfmæinn, sem ég vilji flytja inn í og "moka kamra eftir útlendinga. 

Ómar Ragnarsson, 31.8.2017 kl. 21:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem gerir marga skeptiska eru úrræðin, sem eru engin önnur en þau að skattleggja mengunina. Nokkuðmsem er og verður alltaf tekið úr vasa smælingjans. Flugfélag sem þarf að borga milljarð í kolefnaskatt mun ekki hætta að fljúga. Það setur þennan skatt bara út í verðlagið. Það hamlar ekki einu sinni samkeppnisstöðunni, því allir aðrir eru að greiða sama hlutfall.

Mér er spurn hvað þessir peningar fara í. Fara þeir í þann milljarða rannsóknariðnað sem í kringum þetta hefur myndast eða fer þetta í einhverjar raunhæfar úrbætur?

Hér á landi er þetta orðið megabusiness að selja kolefniskvóta og erum við nú hlutfallslega stærsta kjarnorkuþjóð og kolaþjóð í evrópu án þess að það sé hér kjarnorka né kol. Ráðherrar lisa því yfir með dollaramerki í augum að hér sé "sóknarfæri" easy money.

Hræsnin í kringum þetta flæðir yfir alla barma. Enginn lausn í sjónmáli, vísindamenn jafnt sem stjórnmálamenn ferðast á ljöshraða á þessari "gravy train". Þróunin heldur áfram og allir græða nema litli maðurinn. Blessaða stríð, sem gerði syni mína ríka og gerði mig ríkan líka, er söngur þeirra.

Þeir vísindamenn sem leggjast á sveif með stöðugum ragnarrakaspádómum án þess að knýja á um og leggja til lausnir aðrar en vitfirringslega skattheimtu ættu að skammast sín. Þeir sitja aðgerðarlausir hjá svo lengi sem tékkarnir skila sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2017 kl. 16:30

3 identicon

Sæll Haraldur

Þarna er komið nýtt fordæmi í nýju kerfi að mínu mati. Kefið hliðrast með auknum hita og forsendur breytast, eins og með skort á háloftastengjum sem stýra stormum, eins og ég skil það. Ég tek það fram að ég veit ekkert um þetta, ég horfi á þetta út frá kerfislægri hugsun og hvernig kerfin þróast með nýjum breytum.

Sagt er að El Nino hafi þurkað út mörg byggðarlög í suður Ameríku síðustu 500 ár. Nú hefur fundist vísindaleg tenging um auknar líkur á borgarastyrjöldum við "óhefðbundin" veðurskilyrði. Sjá hér http://science.time.com/2011/08/24/does-el-nino—and-climate-change—really-cause-civil-wars/

Líkurnar hafa aukist verulega að stór hluti lands við Mexikóflóa muni breytast í mýri að nýju og í famhaldi munum við sjá stórkostlegustu búferlaflutninga mannkynssögunnar með tilheyrandi skaki?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband