Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Dr. Arnold Rosenstock

what a pleasure to find this blog of your. I still treasure your papers on the 79 AD eruption of Vesuvius you were so kind to send me years ago. at the age of 80, I summited the cone in June of 2022, visited Crateri Silvestri on Etna, and hiked the lava domes at Santorini all in the same tour. Three more checkoffs on my bucket list.

Dr. Arnold Rosenstock (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 13. nóv. 2023

Ráðstefnan Reykjavík Flight Safety Symposium 2020

Sæll Haraldur og takk fyrir að halda úti svo fróðlegri síðu. Mig langar til að bjóða þér til okkar á ráðstefnuna Reykjavík Flight Safety Symposium sem haldin verður á Hilton Nordica nk. föstd. þ. 13. mars. Þetta verður í fjórða sinn sem við höldum ráðstefnuna. Sjá hér; https://tix.is/is/event/9343/reykjavik-flight-safety-symposium/ Þar verður ásamt öðru rætt um eldfjallavá (Sara) og lærdóm Rolls Royce (Rory) af öskudreifingu frá Eyjafjallajökli fyrir áratug. Vertu velkominn, Högni. ritari@fia.is

Högni (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. mars 2020

Cyclopean pressure releasing holes

https://youtu.be/2z4dDXMw2vw You hit a magma capillary in Iceland and controlled it, right? We need to vent our awakening volcanoes. Hercules was ‘fighting’ lava - the Hydra. Odysseus and Aeneas saw 1/100 of the brotherhood of Aetna and depressurized Aetna. The lava carried a tree to the water like a walking stick. Thank you for coming to Earth 🌍

Karen Orgovan (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. des. 2019

Öræfajökull

Sæll Haraldur. Hvað telur þú að sé að gerast undir Öræfajökli ?

Kristján Edilon (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 18. nóv. 2017

Haraldur Sigurðsson

Toba gosið

Sæll Egill: Gosið sem þú minnist á var í Toba öskjunni á Súmötru í Indónesíu. Ég hef ekki skrifað um það á bloggi mínu en það kemur að því bráðlega! Kveðja Haraldur

Haraldur Sigurðsson, mið. 4. jan. 2017

Egill Þorfinnsson

Indónesía 70.000 f.Kr

Sæll Haraldur, Mig minnir að fyrir 2-3 árum hafi ég sent þér fyrirspurn varðandi eldgosið sem varð á Indónesíu ca. 70.000 fyrir krist. Þú sagðir mér að þú mundir væntanlega birta grein fljótlega um þær hamfarir. Nú fylgist ég reglulega með skrifum þínum en sennilega hefur þessi grein farið framhjá mér. Hvar gæti ég fundið hana eða gætir þú bent mér á einhverjar góðar greinar um þessa atburði ? Kv, Egill

Egill Þorfinnsson, mið. 4. jan. 2017

Indónesía 70.000 f.Kr.

Sæll Haraldur, Mig minnir að fyrir 3-4 árum síðan hafi ég sent þér fyrirspurn um eldgosið mikla sem menn hafa talið að átt hafi sér stað fyrir um 70.000 árum á Indónesíu. Þú sagðir mér í svari þínu að þú mundir bráðlega birta skrif um það gos. Nú fylgist ég reglulega með skrifum þínum og hef ekki rekist á þessa umfjöllun þína eða hefur hún farið framhjá mér? Eru einhverjar góðar greinar um þessar hamfarir sem þú getir bent mér á jafnvel frá þér. Kv, Egill

Egill Þorfinnsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. jan. 2017

Miðþúfan

Hallo Martyn: This peak is not a dome, but an erosional remnant consisting of several layers of thin lava flows. This is readily apparent in late summer, when the peak is essentially ice-free.

Haraldur Sigurdsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. nóv. 2016

Miðþúfan

Dear Haraldur I photographed the peak from Hellnar this August and can clearly see the strata. I have seen it described in Wikipedia as a volcanic plug and wonder if this is an accurate description. Have you had an opportunity since 2012 to look at it more closely and has it revealed anything interesting. Best wishes Martyn Chillmaid

Martyn Chillmaid (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. nóv. 2016

Fróðleg síða

Mér var bent á þessa síðu nú í kvöld vegna umræðna okkar Kristjáns H. Kristjánssonar um Vilhjálm Stefánsson. Mig minnir að eitthvað hafi verið lesið um leiðangra Vilhjálms í Ríkisútvarpið þegar ég var barn og fékk ég þá ekki þessa mynd af Vilhjálmi sem birtist í frásögninni sem þú þýddir. Ég dreg ekki í efa sannleiksgildi hennar og þykir með eindæmum að menn hugðu að leita þess að hann yrði forseti lýðveldisins árið 1944. Þetta er ljótur blettur á ævi þessa manns og ýmislegt annað virðist hafa verið athugavert við hann. Þakka þessa síðu. Verð sjálfsagt tíður gestur.

Arnþór Helgason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 27. ágú. 2015

Títan-magnetít á Mýrdalssandi

Sæll Haraldur, í færslu fyrir nokkrum árum um titanium í Kötluvikri minntist þú á að títan-magnetít kristallar myndu líklegast finnast í sandinum undan ströndum Íslands; gæti ekki verið að slíkir kristallar væru í nokkru magni á sandinum meðfram sjónum á Mýrdalssandi? Með bestu kveðju, Björn L.

Björn Leifur Þórisson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. ágú. 2015

Finna M/S Goðafoss

Sæll Haraldur. Ég sé út á ytrihöfninni að rannsóknarskip Paul Allen vinar þíns er komið. Í hvert sinn sem hann hefur komið hefur mer dottið í hug hvort ekki væri auðvelt fyrir þá að finna flak m/s Goðafoss út af Garðskaga sem ekki hefur fundist þrátt fyrir mikla leit eftir því sem ég best veit. Ragnar Jóhannesson

Ragnar Jóhannesson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 20. júlí 2015

Erla Magna Alexandersdóttir

Islenskir þverhausar

virðat ætla að þrefa um það út lifið hver á að gera hvað- eins og að salerni eru nútiminn- og að girðingar á hættulegum stöðum lika ---

Erla Magna Alexandersdóttir, þri. 7. júlí 2015

Þorvaldur Tryggvason

Sæll Haraldur, Ég get ekki annað en haft gaman af frétt þann 28. febrúar sem segir frá goslokum. Þinn spádómur eins nákvæmlega og dagatöl bjóða uppá !!! Til hamingju :)

Þorvaldur Tryggvason (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. feb. 2015

Niels Nielsen 1933

Sæll Haraldur ! The lithology of Iceland is an enigma as it presents the paradox of high spreading rates of 3.5 cm/year superimposed on the North American/ Eurasian plate system spreading at around 1.8cm/year. This suggests that Iceland is a sort of volcanic 'scab' attached to a 'skin' represented by the oceanic plate surface. This seems to allow for an even higher spreading rate of 6cm/year along the line connecting the Icelandic hot spot and Snæfellsjökull, where there may be some subduction. Given that south Iceland has two spreading zones, this could allow for a clockwise rotation with respect to the Mid-Atlantic Ridge and the Reykjanes Peninsula. In this view, the Westfirths were spreading rapidly from the hot spot 15 million years ago as Snæfellsnes is today. Under this scenario the Westman Islands would be a future point of connection with the North Atlantic ridge. please open this link where perhaps you will find that the research provides for the above possibilities. http://www.os.is/gogn/Greinar-starfsmanna/Arni-Hjartarson-2003-PhD/AH-07-Crustal-spreading-in-Iceland.pdf Philip Sutton, Gateshead on Tyne 27/12/2014

Philip Sutton (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 27. des. 2014

Ísbjarnaraunir í Hudson Bay og James Bay

Það vantar inn í þetta sögumál allt vatnið sem rennur nú stanslaust frá Hydro Quebec lónunum í gamla Vinlandi Leifs heppna. Vatnið kemur inn i James Bay og þýðir upp allt sem fyrir er á svæðinu með ótrúlegum afleiðingum á ársgrundvelli. Þetta breytir seltustigi á veturna og kemur ísbjörnum, selum og mönnum á hálan ís. Önnur áhrif eru þau að æðarfugl á svæðinu í kringum Straumey Leifs heppna þarna fyrir minni James Bay, snöggfrýs inni í ætisleit. Straumey heitir í dag Sanikulaq og sést þarna á myndinni þinni Haraldur. Allar ísbjarnaveiðar eru undir ströngu eftirliti í Nunavut, Nunavik og danska Grænlandi. Í gangi er útflutnings og sölubann á svæðinu fyrir skinn og tennur, til vandræða fyrir Inuita. Þetta er svona til fróðleiks. Annars; www.oldgreenland.com Kveðja Guðbrandur, Grænlandsfari og Inuita vinur.

Guðbrandur Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. nóv. 2014

Dyngjugos í Holuhrauni ?

Sæll Haraldur! Takk fyrir frábæra síðu. Erum við að sjá nýja dyngju fæðast í Holuhrauni ? Mér finnst ekki nógar upplýsingar um eldgosið vera aðgengilegar almenningi þratt fyrir nokkuð góða siðu Veðurstofunnar. Einar Gunnarsson

Einar Gunnarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 3. okt. 2014

Woldest þú wrrítan on Niwum-Englisce?

Léof Haraldur Sigurðsson, Ic ræde þæt þú wrítest on Islendiscre Spræce, nú ic wríte on Ealdum-Ænglisce. Ic ascie þé tó wrítenne on Níwum-Englisce on þissum webstede. Swá we knawað hwæt is on Islandes fýrbeorgum. Gretunga fram D. Mast fram Niðerlande.

D. Mast (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. ágú. 2014

Straumfjarðartunga

sæll Haraldur. ég er að aðstoða son minn við að skrifa um Straumfjarðartungu og hverjir hafa komið þar við á lifsleiðinni. mannstu þú hvenær þú varst í sveit þar? sá einusinni mynd af þér og ungri stulku á hestbaki þar. myndin var í myndaalbúmi sem tengdamóðir min á. hún man bara ekki hvenær hún var tekin. kv. Ebba Pálsdóttir

Ebba Palsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. feb. 2014

Jarðskjálftamælar á og við rætur Snæfellsjökuls

Sæll Haraldur. ég bý á Hellissandi og hef tekið eftir því að það er allavega tveir skjálfamælar komnir upp í nágrenni Hellissands, veist þú hver stendur fyrir því? kveðja, Jóhann

Jóhann Pétursson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. sept. 2013

Arthur Holmes

Saell Haraldur! I was in Stykkisholmur this August 2013 and visited the museum after travelling through Arnarstapi for the second time. My first visit to Arnarstapi was in 1967. However, my first visit to Iceland was in 1964 after being strongly convinced of Plate Tectonics by the final chapter of the Arthur Holmes book, 'Principles of Physical Geoography.' Indeed we both went to the same school in Gateshead in the northeast of England. I understand that you did a Phd at Durham University where I also studied. I am sure that you must have come under the influence of the work being done in Arthur Holmes' department as it had become the centre for the rapid accumulation of evidence in this field. My friend in Stykkisholmur, Ólafur Guðmundsson hoped that I might meet you at the museum but unfortunately you were away at the time. Regards. Philip Sutton, Gateshead, Tyne & Wear. 28/8/2011

Philip Sutton (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 28. ágú. 2013

Purkey

Saell Haraldur! Ég er þýskur leiðsögumaður og fór í fyrra í bátsferð á Breiðafirði. þar gat ég skoðað Purkeyjuna og nú langa mig að vita hvernig þessi "pönnukökur stuðlabjarg myndaðist. "Pancakerocks" á Nýa Sjálandi eru nærri því eins en þar er að tala um um setberg. Líktlegt væri eins konar "ocean weathering" - fyrirgefðu, að íslenskan mín er ekki betra. Hvað er þín skyring?? Takk fyrir! Stefán frá Bochum

Stefán frá Bochum (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. júní 2013

feldspat

Sæll Haraldur ég er að fikta við að búa til postulín úr Isl. Caolini og er að leita að Isl feldspati. Kanntu einhver ráð. Sigurður Guðmundsson (gamall hólmari) sigurgud@hi.is

Sigurður Guðmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 15. maí 2013

meteorites

Hi! I am Mark.I have 1 question.Are there any places in Iceland that you can find any kind of meteorites?

marek bernat (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. apr. 2013

meteorites

Hi! I am Mark.I have 1 question.Are there any places in Iceland that you can find any kind of meteorites?

marek bernat (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. apr. 2013

Þakkir frá Bjarna Gunnarssyni

Bestu þakkir fyrir skemmtilegan fyrirlestur um Grænland sem ég heyrði hjá þér í haust. Ég leyfi mér að benda á vef á íslensku um jarðfræði og jarðsögu: http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/ em Guðbjartur Kristófersson, kennari við MR hefur unnið að.

Bjarni Gunnarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. des. 2012

Ice free mountain topp

so good that you used helicopter or plane to take a picture of the mountain topp without ice

eivin herfindal (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. ágú. 2012

isfri topp

Så bra at du brukte fly for å ta bilde av den isfrie toppen. lol

eivin (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. ágú. 2012

Með þökkum frá Jónasi Bjarnasyni

Bestu þakkir Haraldur fyrir frábærlega skemmtilega frásögn. Og þessi mynd af bjöllunni er umfram vonir. Það er ótrúleg nákvæmni að ná að setja krók í augað á bjöllunni. Megi það takast ykkur næst að ná henni upp. Með kærri kveðju, J.

Jónas Bjarnason (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. ágú. 2012

Njörður Helgason

Þakkir og spurning

Takk fyrir upplýsandi síðu. Ég vill spurja þig um hvaða síðu er best að skoða ef ég vil sjá meira eða upplýsingar um El Teide og jarðfræði Tenerife. sudurland@simnet.is

Njörður Helgason, lau. 30. júní 2012

frá Bali

Sæll, takk fyrir góða síðu. Ég er staddur úti í heimi og langaði að nálgast Tambora, er eitthvað sem þú mælir með í þeim efnum. Verð á Bali og þaðan er best fyrir mig að fara enn ef þú gætir gefið mér einhver ráð hvernig er best að komast á Sumbawa þá væri ég þakklátur fyrir það kv Guðmundur gummiarna@hotmail.com

Guðmundur Árnason (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. mars 2012

Reykjanesskaginn

Sæll Haraldur og takk fyrir bókina og allan fróðleikinn hér. Hvað gæti vesenið mögulega orðið mikið ef eldfjöll á reykjanesskaga færu nú að vakna úr dvalanum?Kv,Kristján

Kristján (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. mars 2012

Reykjanesskaginn

Sæll Haraldur og takk fyrir bókina og allan fróðleikinn hér. Hvað gæti vesenið mögulega orðið mikið ef eldfjöll á reykjanesskaga færu nú að vakna úr dvalanum?Kv,Kristján

Kristján (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. mars 2012

Jarðvegssagan og listaverk

Datt í hug að láta þig vita af sýningu sem er í gangi á Kaffihúsi Álafoss. Fínt að stoppa og fá sér kaffibolla. www.facebook.com/nedajardar Kv. Einar Grétarsson

Einar Grétarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. des. 2011

Pyttirnir í Álfafirði

Í sambandi við pyttina í Álftafyrði geri ég ráð fyrir að þarna sé um að ræða stapp eftir álftirnar þegar þær reyna að ná sér í lífverur þá stappa þær í botninn og dýrin fara af stað.Þetta er alþekkt með æðarfuglinn.

Magnús Magnússon emmson@emmson.tv (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. okt. 2011

Misskilningur í grein þinni um jarðskjálfta við Hellisheiðarvirkjun.

1. Virkjunin er nú þegar 303 MWe að stærð og umhverfismat um stækkun frá þeirri tölu hefur ekki verið gert. 2. Tvö þétt móbergslög eru á svæðinu og mynda gólf eða þéttingu að jarðhitavökvi berst ekki í grunnvatn. Fyrsta þétta móbergslagið er á um 200 m dýpi og ofaná því flýtur grunnvatnið. Þar fyrir neðan er milliheitt jarðhitakerfi og á um 400 m dýpi er seinna þétta móbergslagið og fyrir neðan það er háhitinn. Þess vegna var gerð sú krafa að affallsvatnið færi út neðan við neðsta móbergslag og eru holur fóðrarðar niður á 400-600 m dýpi. Borholurnar eru hins vegar 2000 m að heildarlengd.

Jón Búi borverkfræðingur (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. okt. 2011

Ætlar þú ekki að skrifa um Grímsvatnagosið?

Sæll Haraldur, ég bíð spennt eftir að lesa umfjöllun frá þér um yfirstandandi gos í Grímsvötnum. Með bestu kveðju, Hallfríður Þórarinsdóttir

Hallfríður Þórarinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. maí 2011

Eldur niðri

EEr langt komin með bókina þína,skemmtilega einlæg og kemur víða við.Fannst forvitnilegt að lesa um þingeyskan uppruna þinn því að ég ólst upp í Suður-þing en foreldrar mínir voru bændur í Fnjóskadal og skyldmenni víða um sveitir. Þakka þér framtakið.Dómhildur Sigurðardóttir

Dómhildur Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. apr. 2011

Áhugaverð bók

Væri gaman að lesa hana í góðu tómi Til hamingju

Sóley Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. apr. 2011

Sikiley

Sæll Haraldur, við hittumst fyrir fáum árum á Vínbarnum við Kirkjustræti og áttum ánægjulegt spjall... ég er nú á leið til Sikileyjar, sem ég veit að þú þekkir vel. Auk þess að fara með nemendur mína á Etnu og víðar mun ég fara til Enna að hitta vin minn sem er háskólakennari í nýja háskólanum þar. Hann hefur áhuga á að koma á sérstöku samstarfi fræðimanna á fleiri sviðum milli þessara eyríkja, og mér datt í hug að fáir væru betur fallnir til að koma að slíku máli en einmitt þú. Getur þú sent mér línu á olafur.gislason2@gmail.com? Ólafur Gíslason

Ólafur Gíslason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. apr. 2011

komdu sæll og blessaður og velkominn heim

hvað kostar bókin og hvar er hægt að panta hana ?

Þröstur Þorsteins (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. apr. 2011

Ársæll Jónsson

Spennandi tilgátur um ferðir Evrópubúa eftir ísröndinni. Einnig er áhugaverður fundur ÍE á erfðaefni frá meiginlandi Ameríku til Íslandinga.

Ársæll Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. mars 2011

goðabunga

ert þú sammála mér að það gæti verið að það myndi gjósa í goðabungu næst mikil aukning á óróa og aukin jarðskjálftavirkni svo er goðabunga farin að lækka aftur ?

Böðvar Guðmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 28. jan. 2011

búið?

Er síðan alveg dauð núna hjá þér? komið alveg óbærilega langt frá síðasta innleggi. Endilega halda þessu áfram Haraldur!

Daníel Freyr Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 26. des. 2010

Takk !

Takk fyrir góðan og vandaðan vef, Kristján Sæmundsson, jarðfr. kynnti fyrir mér vefin þinn er við vorum eitthvað að spjalla saman í vinnuni.

Elfar Jóhannes Eiríksson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 13. nóv. 2010

Njörður Helgason

Frá Gvendarfelli.

Sá myndir á feisinu sem bóndi í Mýrdalnum tók í smölun í fjallinu Gvendarfell http://www.facebook.com/#!/photo.php?pid=193000&id=100001245856641&fbid=131876640197197. Fjallið er sunnan við mýrdalsjökul og er hluti merkrar myndunarsögu Kötlusvæðisins.

Njörður Helgason, fim. 7. okt. 2010

Dingli

Fastur.

Var í mannfræðinni hjá þér, auk þes að kíkja á margt annað. Er hræddur um að ég verði fastur á þessari síðu þinni næstu vikur!(Brosir hringinn)

Dingli, mið. 4. ágú. 2010

Njörður Helgason

Ekki eydd mynd

http://www.flickr.com/photos/njordur/4827051235/

Njörður Helgason, sun. 25. júlí 2010

Njörður Helgason

Eftir sumarferðir

Við höfum farið um landið í sumar og séð allmargt. Þennann stein fann ég í Víkurfjöru. Blágrýti með nokkrum gestum:http://www.flickr.com/photos/njordur/4784783192/ Ég nefndi við þig í vor hvort að í farvegi Hólmsár hjá Hrífunesi væri bólstraberg. Þegar við fórum yfir hana var flug í henni en samt sá ég neðstu lögin.http://www.flickr.com/photos/njordur/4826913533/

Njörður Helgason, sun. 25. júlí 2010

Stefán Helgi Valsson

Geopark Hong Kong

Sæll, datt í huga að þér þætti þetta eitthvað sniðugt. Stefán http://www.geopark.gov.hk/en_index.html

Stefán Helgi Valsson, fim. 3. júní 2010

Haraldur Sigurðsson

Óróinn

Þetta er rétt athugað. Hugsanlega er þetta vegna veðurfarsbreytinga, en nú er best að vera á varðbergi. Ekki virðist skjálftavirkni vera neitt að breytast enn.

Haraldur Sigurðsson, þri. 1. júní 2010

aukinn órói

ég tók eftir því fyrr í dag að óróinn hefur vaxið talsvert á þeim mæli sem staðsettur er næst Eyjafjallajökli (ESK) og hefur hann vaxið stöðugt í dag. Getur verið að gosið sé eitthvað að rumska við sér eða er ekkert hægt að segja um hvað þetta sé? Núna er hann allavega 1000 stigum meir en hann hefur verið undanfarna vikuna, eða frá því að gosið hægði á sér

Daniel Freyr (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. maí 2010

Haraldur Sigurðsson

Litur hrauns

Sennilega kemur rauði liturinn fram vegna þess að oxun verður á járni í hrauninu. Í kvikunni er járn tvígilt, sem Fe++ en við oxun (oxidation) breytist járnið í Fe+++. Oxun verður af völdum vatns sem kemur við steininn eða kvikuna þegar hann er enn mjög heitur. Þannig verður rauðamöl til.

Haraldur Sigurðsson, fim. 27. maí 2010

Rauðamöl og blárauða

Tók með mér sýnishorn úr gosinu á Fimmvörðuhálsi. Steinninn kom rauðglóandi út af hraunjaðrinum en dökknaði þegar hann kólnaði á ísnum út í blárauðan lit. Sá steinn sem kólnaði á utanverðum bakpokanum fékk á sig hvítan blæ þangað til vatn kom á hann. Hvað veldur því að hraunið dökknar út í blárauðan lit. Í Seyðishólum má sjá djúprauðan lit og svo litbrigði út í grátt. Þá er askan úr Eyjafjallagosinu dökk grá, nánast svört. Litirnir í gosefnunum eru mikilfenglegir og ótrúleg blæbrigði. Gaman væri að fá að heyra frá þér um þennan þátt, hvað veldur. Kveðja Sigurður Antonsson

Sigurður Antonsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. maí 2010

smá vila

æ nú urðu mér á smá mistök ég meinti Haraldur ekki Sigurður vona að mér fyrigefist þetta kv Hlynur

Hlynur Wüum Finnbogason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. maí 2010

Jarðfræði

Sæl Sigurður Mikið finnst mér gaman að hafa lesið bloggið þitt. Þú setur að mér finnst allt fram á mjög skemtilegan og fræðandi hátt sem allir skilja alla vega þá breyttir þú viðhorfi mínu til jarðfræði eftir að ég keyrði þig með ferðamenn tvisvar síðasta sumar sem mér þótti mjög skemmtilegt og nú horfir maður á fjöll og hollt og hæðir á annan hátt og nú þetta eldgos því oft hefur mér fundist vanta bæði að fræðimenn komi sínu efni frá sér á svona almenningsmáli og líka svona sögulega í hvaða samhengi hlutirnir eru og þess háttar,en þetta finnst mér þú einmitt gera vel. Sagan og jarðfræði hljóta að hafa mikla tengingu. Svo er eldfjallasafnið þitt mjög flott. Með kærri kveðju Hlynur Wüum Finnbogason

Hlynur Wüum finnbogason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. maí 2010

Haraldur Sigurðsson

Bruhn og 1821

Sigurður: Tveir mjög góðir púmktar. Ég þarf að grafa upp eintak mitt af bók Franz Pontis og skoða myndina. Gosið er vissulega líkt því sem gekk yfir árin 1821-23, en við vonum bara að það vari ekkijafn lengi í þetta sinn.

Haraldur Sigurðsson, fös. 14. maí 2010

Málverk af gosinu í Eyjafjallajökli 1822

Sæll Haraldur, Þakka fyrir góðan fróðleik, sem þú ert greinilega þaulvanur að koma á framfæri. Það er tvennt sem liggur mér á hjarta sem mig langar til að koma á framfæri við þig. Í fyrsta lagi var ég að glugga í bók sem ég á, Ísland á nítjándu öld eftir Franz Ponti, með fullt af gömlum málverkum, og sé þar að það er til, að mínu mati, geysimerkilegt málverk av Eyjafjallajökli eftir E. Bruhn, séður frá Vestmanneyjum 8. júlí 1822, þegar gosið er kannski ennþá í hámarki eftir að það tók sig upp í lok júni. Býst fastlega við ad þú þekkir til þessa málverks, en ef ekki kem ég því hermeð á framfæri. Hinn punkturinn er að mér finnst furðu lítið vitnað í gosið 1821-23. Hingað til finnst mér það haga sér ansi líkt (ertu sammála því?). Þegar ekki er svo mikið annað að miða við, finnst mér það áhugaverður kostur. Miðað við það ætti það að fara að dvína fljótlega, og svo halda áfram í rólegheitum í marga mánuði. Hvort það komi kippur í það eftir hálft ár og hvað sem gerist eftir það er annað mál, sem ég læt öðrum eftir að spá í. Kveðja, Sigurður Bjarnason

Sigurður Bjarnason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. maí 2010

Request of info from Italy for prof. Sigurdsson

Dear prof. Sigurdsson, I'm an Italian journalist and photographer. I'm working to a reportage regarding Icelandic volcanoes and I'm looking for some historical illustrations regarding old eruptions occurred in the past centuries (starting from 1700 till beginning 1900, for example Laki, Katla, Krafla, Hekla, etc.). I contact you per suggestion of prof. Magnus T. Gudmundsson (Professor of Geophysics, Faculty of Earth Sciences Institute of Earth Sciences, University of Iceland). I kindly ask you if you have old images and illustrations of the old eruptions that can be used in my article. I thank you in advance for any advice and send you my best regards, Amanda Ronzoni My email is aronzoni@vulcanoesplorazioni.org. www.vulcanoeplorazioni.org

Amanda Ronzoni (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. maí 2010

Haraldur Sigurðsson

Gosvirkni

Daniel: Sprengigos geta verið með tvennum hætti. Annars vegar eru sprengigos vegna þess að gas er inni í kvikunni. Þá hefur ytra vatn engin áhrif. Þetta eru stærstu og hættulegustu sprengigosin. Hins vegar eru sprengigos sem verða vegna þess að kvika og vatn, ís, sjór koma saman, og gufusprengingar verða af. Þetta er sennilega höfuð þáttur í sprengigosinu nú í Eyjafjallajökli. En vel má vera að fleiri en einn gígur sé virkur. Ef til vill er annar gígurinn orðinn þurr, og framleiðir hraun, en hinn gígurinn er enn blautur og framleiðir sprengigos. Hvenær þornar þessi gígur? Aukin sprengigos kunna að vera meir tengd samspili kviku og vants, en ekki endilega vegna aukinnar aðfærslu kviku uppúr eldfjallinu.

Haraldur Sigurðsson, fim. 6. maí 2010

breytilegt gos

Það sem ég hef lært um eldgos og virkni þeirra er að þau eru sprengigos með öskumyndum svo lengi sem vatn kemst að, en þegar rásin eða gígurinn þéttist ætti hraun að fara að renna með tilheyrandi minni látum. En svo virðist sem gosið núna sé farið að verða aftur mikið sprengigos með meiri gjóskumyndun heldur en síðustu daga. Af hverju stafar það?

Daniel Freyr (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. maí 2010

Haraldur Sigurðsson

Súr gúll

Súr gúll can be translated into English as an acid dome or an acid dome-shaped intrusion. Acid int hsi sense means magma that is high in SiO2, such as rhyolite or liparít.

Haraldur Sigurðsson, mið. 5. maí 2010

Question about súr gúll

Very interesting to read your blog and I wish I understood more Icelandic. Could you please tell me the word for súr gúll in English? Kind regards Lis

Lis Mortensen (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. maí 2010

Eldfjallasafnið

Sæll. Póstur til þín á safn@eldfjallasafn.is Hlakka til að fá svar. Kveðja, Magnús B. Einarson, læknir

Magnús B. B. Einarson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. maí 2010

Haraldur Sigurðsson

Getur Katla kælt jörðina?

Það er rétt hjá Jóni Níels að stórt Kötlugos getur hugsanlega kælt jörðina um tíma. Efnið sem veldur kolnun eftir stór spregigos er gasið SO2, brennisteinstvíoxíð. Kvikan sem oftast gýs úr Kötlu er basalt kvika, sem inniheldur mikið magn af brennisteini. Einig hefur Katla hæfileika til að skila þessu frá sér upp í heiðhvolf, þ.e. fyrir ofan um 10 km hæð, þar sem SO2 myndi ganga í samband við OH og mynda að lokum H2SO4 ryk eða úða. Það er úði sá sem er duglegur við að endurkasta sólargeislum frá jörðu og valda kólnun. En það þarf stórt Kölugos til, sennilega stærra en 1918.

Haraldur Sigurðsson, lau. 1. maí 2010

Katla, bjargvættur?

Blessaður Haraldur og takk fyrir fróðleg skrif. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort Kötlugos sé alslæmt þó það mundi skapa ákveðin vandamál í nokkur ár. Því það er búið að tala svo mikið um Global warming og afleiðingar hennar. Ef Kötlugos nær að lækka hita á norðurhveli um 1-2 gráður í nokkur ár þá hlítur það að lengja þann gálgafrest sem við höfum. Sammála? kv

Jón Níels Gíslason (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. apr. 2010

Fyrsta listaverkið

Ég er búin að túlka gosið á Fimmvörðuhálsi á striga, gaman væri að geta sent þér það. Hægt að sjá myndina á facebook. Hægt er að goggla Ásdís Jóhannsdóttir

Ásdís Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 29. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Gosórói

Knútur: Takk fyrir góðar ábendingar. Haraldur

Haraldur Sigurðsson, fös. 23. apr. 2010

Gosórói og bylgjur

Sæll Haraldur Ég hef fylgst með bloggi þínu af áhuga og talið mig læra margt af því. Hinsvegar brá mér í brún þegar ég las skrif þín um gosóróa. Þar talar þú um mismunandi tíðnir og segir að Hz sé "mælieining fyrir tíðni eða bylgjulengd". Það er rétt að Hz er mælieining fyrir tíðni, en bylgjulengd er útbreiðsluhraði deilt með tíðninni. Þú birtir einnig mynd af tíðnirófi rafsegulbylgna og segir að að við sjáum einungis tíðnir á takmörkuðu tíðnisviði og að lengst til hægri sé "innhljóð" og vísar þar til hljóðbylgna. Þú segir einnig: "allur heimurinn er búinn til úr bylgjum en af mismunandi tíðni". Hér ert þú væntanlega að vísa til bylgjufalla skammtafræðinnar. Það sem mér líkar ekki er að í pistli þínum ferð þú rangt með eðlisfræðileg hugtök og blandar saman hljóðbylgum, rafsegulbylgjum og skamtafræðilegum bylgjum. Innviðir nútímaeðlisfræði eru almenningi oft óljósir og hætta er á misskilningi. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem reyna að fjalla um hana vandi verk sín og forðist að rugla fólk í ríminu. Kveðja Knútur Áranson ka@isor.is PS. Ég hef einnig varmafræðilegar efasemdir við umfjöllum þína um þróun gosmakkarins í Eyjafjallagosinu. Þú mættir einnig huga að því hvernig íslenska orðið "mökkur" fallbeygist. KÁ

Knútur Árnason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 22. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Sigkatlar

Jón: Við getum útilokað eldvirkni eða jarðhita í smabandi við þessa sigkatla. Sennilega er jökullinn að þynnast mjög mikið, eins og flestir eða allir jöklar Íslands, vegna hýnandi loftslags.

Haraldur Sigurðsson, þri. 20. apr. 2010

Sigkatlar á Drangajökli.

Sæll Haraldur Sigurðssin, ég er búin að leita mikið að stofnun sem þið eldfjallafræðingar og eða jöklafræðingar vinna hjá og ég finn það hvergi, þannig að ég skít á þig smá spurningu sem varðar Drangajökul. Ég hef farið á Drangajökul síðan 1971 og einungis hef ég séð þar 3 sigkatla á 39 ára tímabili. Ég fór nú á laugardaginn 17 apríl og þá kom í ljós að sigkatlarnir eru orðnir 6, sigkatlarnir eru allir austanmegin við Hljóðabungu skammt frá Hrollleifsborg. Ég á myndir frá þessum stað sem þú getur skoðað, ég er með tvo vefi blogg og fréttavef og myndavef holmavik.123.is og nonni.123.is Þú kannar þetta hvort einkvað sé á seiði undir Drangajökli og lætur mig ef til vill filgjast með framvindu mála. Kv Jón Halldórsson Hólmavík. Netfang jhh@simnet.is

Jón Halldórsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Gjóskuflóð mjög ósennileg

Það verður að teljast mjög ólíklegt að gjóskuflóð myndist í þessu gosi. Þau verða til í miklu stærri sprengigosum, þar sem framleiðni er mörgum sinnum meiri, og þar sem gjóskustrókurinn nær tugkílómetra hæð. Þau eru mjög sjaldgæf á Íslandi, til allrar hamingju, en alls ekki óþekkt í megineldstöðvum af þessu tagi.

Haraldur Sigurðsson, sun. 18. apr. 2010

Eldgos

Geta komið gjóskuflóð frá eldgosinu á Eyjafjallajökli ? Hvað þarf til svo það gerist ?

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. apr. 2010

Kolbrún Kvaran

Takk fyrir

gaman að lesa þetta,hefur alveg vantað fyrir áhugafólk sem veit ekkert um þetta.

Kolbrún Kvaran, lau. 17. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Andesít kvika

Richard Nú er alveg ný staða komin upp, vegna þess að við vitum að þetta er allt önnur kvika sem kemur upp í toppgíg. Hún er andesít kvika. Sjá blogg mitt um það í kvöld.

Haraldur Sigurðsson, fös. 16. apr. 2010

Ólafur Þórðarson

Sæll

Já alveg frábær mynd Richard Allen með skorpuþykktinni. Hún kom mér nokkuð á óvart þar sem ég gerði ráð fyrir að skorpan væri þynnst þar sem hún er sýnd þykkust. Gaman væri að geta gert athugasemdir þó eithvað sé um liðið frá póstinum þínum, lengja tímann sem má setja athugsemd. Takk fyrir frábærar síður og kynningu á jarðfræði. Ólafur Þórðarson

Ólafur Þórðarson, fös. 16. apr. 2010

Fyrst Fimmvörðuháls - og nú toppgígurinn

Ég er að velta fyrir mér atburðarrásinni (er sjálfur jarðfræðingur). Er það hugsanlegt, Haraldur, að kvikuhreyfingar og -innskot í byrjun þessa árs bólguðu landið kringum Eyjafjallajökul út, þannig að djúpar sprungur mynduðust við útþensluna. Í mars skar svo etv. önnur þeirra kvikuinnskot þannig að kvikan fékk útrás á Hálsinum fyrir vikið - eða kvikan hafði greiða leið upp meðfram minna spennusviðið. En þetta gos minnkaði þrýstingnum ekki svo um munaði, kvikan hélt áfram að leita upp (þess vegna stöðugir skjálftar síðustu dagana þrátt fyrir umbrot á Hálsinum) og fann nú útrás í toppgígnum. Þar með væri - með ýtrustu varkærni auðvitað - annað hliðargos orðið ólíklegra (en maður veit reyndar aldrei). Þannig að þetta er í raun og veru eitt gos eða einn gosatburður (volcanic event), bara á fleiri stöðum. Eða hvernig myndir þú útskýra tilurð fyrra gossins á Hálsinum?

Richard (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 14. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Um aldur Grábrókar

Gígurinn Grábrók og basalthraunið sem rann frá houm hefur myndast um 1200 fyrir Krists burð, eða fyrir um 3200 árum. Þegar borað var í hraunið árið 2006 komu upp birkihríslur, sem hraunið hafði kaffært. Þetta efni var sett í C-14 aldursgreiningu og nú vitum við að Grábrókarhraun brann fyrir um 3200 árum. Grábrók er austasta eldstöðin í kerfinu sem kennt er við megineldstöðina Ljósufjöll á Snæfellsnesi. Vestast á sama sprungukerfi eru gígarnir sem mynduðu Berserkjahraun fyrir um 3600 árum.

Haraldur Sigurðsson, þri. 13. apr. 2010

Grænsteinn / Grábrók

Þakka þér fyrir þessa fróðleikssíðu. Á leið norður, þegar komið er frammhjá Grábrók er komið fljótt að kletti sem hefur verið sprengdur vegna vegagerðar. Þar eru Grænsteins æðar. Er Grábrók virk eldstöð ?

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Dyngjugos

Flest eldgos á Íslandi byrja á sprungu, þar sem jarðskorpa okkar er mjög sprungin. Samt sem áður dregst gosrásin saman oft í einn aðal gíg, þar sem megnið af kvikunni kemur upp á yfirborðið. Þá streyma hraun í allar áttir frá gígnum og hlaða upp stafla af hraunum sem mynda hringlaga dyngju. Þetta var til dæmis gangur gossins í Surtsey 1963 til 1968. Svipað virðist vera að gerast á Fimmvörðuhálsi. Spurningin er, hvort gosið varir nógu lengi til þess að dyngja myndist. Dæmi um stóra og myndarlega dyngju er Skjaldbreiður.

Haraldur Sigurðsson, mán. 12. apr. 2010

Dyngjugos

Sæll Haraldur. Einhverstaðar heyrði ég að eldgosið á Fimmvörðuhálsi gæti þróast í dyngjugos. Ef það er rétt - hvað veldur - hvernig eru dyngjugos frábrugðin öðrum eldgosum ? Kv.Hinrik Ólafsson

Hinrik Olafsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 9. apr. 2010

Pikrít og Peridótít

Kærar þakkir Haraldur fyrir þessar greinargóðu upplýsingar. Nú skil ég þetta. Ég sé að ég verð að koma við í safninu þínu í Stykkishólmi við fyrsta tækifæri og skoða þennan frumstein úr möttlinum.

Ragnar Thorarensen (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Pikrít

Ragnar: Pikrít er tegund af basalt hrauni sem inniheldur meir en 10% af magnesíum MgO. Þetta basalt inniheldur yfir leitt mikið magn af grænleitum ólivín kristöllum, um 10 til 20% af ólivíni. Ólivín er eins og ólivuolía á litin, og þaðan kemur nafnið! Peridótít er ekki hraun né kvika, heldur er það bergtegundin sem myndar efri hluta möttuls jarðar. Perídótít er því ein algengasta bergtegund á jörðu, en við sjáum ana eiginlega aldrei, eða mjög sjaldan. Þú getur skoðað perídótít á Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Ég safnaði því í vestur Afríku. Perídótít byrjar að bráðna við um 1200 til 1250 stiga hita, og bráðin er basalt kvika, eða pikrít kvika. Sem sagt: perídótít er frumsteinninn sem basalt kvika kemur úr.

Haraldur Sigurðsson, sun. 4. apr. 2010

Ólivín dílar í Pikríti

Sæll Haraldur, ég var að lesa skrifin þín um Perídótít. Er þetta eitthvað svipað og Pikrít? Ég hef fundið slíka steina í Miðfelli við Þingvallavatn með stórum Ólivín dílum. Kveðja, Ragnar Thorarensen raggithor@simnet.is

Ragnar Thorarensen (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 3. apr. 2010

Bara ég sjálf

Þetta er mikið fróðlegt hér á síðunni. Takk fyrir allar upplýsingarnar :-)

Bara ég sjálf (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 3. apr. 2010

Haraldur Sigurðsson

Villan

Taqkk fyrir, Óskar. fjórða núllið hjá mér átti að vera gráðumerkið. Auðvitað átti þetta að vera þúsund gráður á Celsíus skala.

Haraldur Sigurðsson, mið. 31. mars 2010

Þakkir

Sæll Haraldur, Þakka þér fyrir stórfróðlegt blog. Hef legið í því undanfarið í öllum gosóróanum :) Vil einnig nota tækifærið og benda þér á eina villu (að ég held) í sementsfærslunni þinni frá því um daginn. Þar talar þú um að kalksteinn sé hitaður í 10000C. Hlýtur að eiga að vera í kringum 1000C, enda náðu þeir varla mikið hærri hita í ofnunum til forna. Eða hvað? (wikipedia nefnir bilið 1250C-1450C) Ég ætlaði að færa þetta sem athugasemd við færsluna en það er ekki hægt lengur. Óskar

Óskar (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 30. mars 2010

Haraldur Sigurðsson

Litur á yfirborði hrauna

Ný hraun hafa oft mjög dökk grátt eða næstum svart og glansandi yfirborð, en það orsakast vegna þess að snögg kólnun hraunsins myndar svart gler, sem er skylt hrafntinnu. Rauði liturinn á yfirborði hrauna orsakast vegna efnaskifta. Þegar vatn eða gufa kemur í snertingu við heitt hraunið, þá verður oxun, það er að segja efnaskifti, þar sem súrefni og vetni ganga í samband við járn í hrauninu. Við það breytist gildi járnsins, frá Fe++ í þrígilt gildi Fe+++. Hraunið bókstaflega ryðgar.

Haraldur Sigurðsson, mán. 29. mars 2010

Ein spurning.

Sæll Haraldur, getur þú sagt mér hvað veldur litum sem myndast á yfirborði hrauns eins og blátt, rautt og marglitað, jafnvel eins og á yfirboði olíu. Þakka þér fyrir áhugaverða bloggsíðu. Bestu kveðjur, Jóhanna

Jóhanna Ólafs (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 29. mars 2010

Kveðja frá Halldóri Ásgeirssyni

Komdu sæll Haraldur Ég rakst af tilviljun inn á bloggsíðuna þína og fannst hún strax áhugaverð, sérstaklega hafði ég ánægju af flokknum um eldfjallalistina. Mig hefur t.d. dreymt lengi að heimsækja gíginn hans James Turrel þess merka listamanns. Áhugi minn á eldfjöllum hefur ekki þverrað þó að ég hafi verið upptekinn af öðrum verkefnum undanfarið. Ég sé loksins tækifæri á að heimsækja eldfjöll Indónesíu jafnvel síðar á þessu ári. Og alltaf er ég á leiðinni að skoða Eldfjallasafnið í Hólminum en helst vildi ég koma þegar þú ert á staðnum. Þakka þér fyrir þitt framlag til vísinda og lista sem enn er í fullum gangi. Bestu kveðjur Halldór

Halldór Ásgeirsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 18. mars 2010

Þú ert hafsjór Haraldur!

Ég má til með að senda þér smá komment á þetta fróðleiks blog sem ég var að uppgötva. Aldeilis frábært og skemmtilegt. Mér sýnist á þínum skrifum vulcano-logian sé fátt mannlegt óviðkomandi og ná yfir flest önnur fræða- og tilverusvið. Hlakka til að eiga samstarf við þig í Út og vestur í sumar (www.utogvestur.is) Er eiginlega að bíða eftir að ná sambandi við þig. Ertu kominn heim? Bestu kveðjur Jón Jóel

Jon Joel Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 16. feb. 2010

Takkir

Sæll Haraldur Ég vil bara þakka þér fyrir allar þessar frábæru greinar sem þú hefur skrifað á bloggið, það er virkilega gaman að lesa þetta allt og sjá hvað þú hefur frá mörgu að segja, ég vona að þú haldir þessu áfram um ókomna tíð. Hlakka til að kíkja á safnið þitt á komandi sumri. Kristján Sig.

Kristján Sig (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. jan. 2010

Egill Þorfinnsson

Afdankaðir trúmenn !

Grein þín frá 22.12.2009 um vísindi og trú var frábær. En það er alveg sama hversu vel að við rökstyðjum mál okkar bæði á orði og borði, hinir kristnu "besservissarar" láta sér ekki segjast. Trúaðir taka ekki rökum ef það þjónar ekki hagsmunum þeirra. En þeir eru meistarar í útúrsnúningum og orðaleikjum. Heppnir erum við Haraldur að vera uppi í dag. Annars væri sennilega búið að brenna okkur á báli af hinum "rétttrúuðu" í Jesú nafni. Kv, Egill

Egill Þorfinnsson, þri. 12. jan. 2010

Nýárskveðja

Takk fyrir frábæra pistla - bæði fróðlega og skemmtilega - hinn ágætasti húslestur að kvöldi dags. (Mann-)tegundarpólitíkina í Vísindi og trúarbrögð og Brennisteinsnáminu í Ijen kann ég vel að meta og sendi seinni greinina á facebook-síðuna mína. Ég á einhvern tíma eftir að koma aftur í Eldfjallasafnið - áður en það flytur úr rauða húsinu. Kveðja, HBj

Hulda Björg Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. des. 2009

Sigfús Jónsson

Sæll Haraldur Ég þakka þér fyrir áhugaverð skrif á síðunni um kljásteina og Kljá. Ég er eigandi jarðarinnar og hef mikið verið að velta þessu fyrir mér á undanförnum árum. Við hjónin dveljum mikið á Kljá á sumrin. Hefði gaman af því að ganga með þér um á Kljá og velta fyrir sér jarðfræðinni og drekka með þér kaffibolla. Hafðu samband við okkur næsta sumar. Kveðja Sigfús Jónsson, landfræðingur Tölvupóstfang: sigfus.jonsson@fm-int.net GSM sími 8997802

Sigfús Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. nóv. 2009

Hulda Björg Sigurðardóttir

Nú er ég fallin fyrir Warhol-myndinni. Ætla að athuga með safnið þegar ég verð aftur hér í Olafsvík seinna í mánuðinum. Kveðja, HBj

Hulda Björg Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 6. okt. 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband