Fćrsluflokkur: Menning og listir

Eru Íslendingar aumingjar?

althingishu_769_s_1289112.jpg

Nýr forseti var vígđur í vikunni og kom ađ vanda fram á svalir Alţingishússins til ađ láta lýđinn hylla sig. En skyldi hann nokkurn tíma lyfta höfđi ţegar hann gengur inn í húsiđ og líta á skjaldarmerki og kórónu Kristjáns 9 danakonungs, sem trjóna efst á húsinu? Hvernig má ţađ vera ađ Íslendingar láti viđ lýđast í öll ţessi ár ađ ćđsta stofnun ţjóđarinnar sé merkt svo kyrfilega međ merki nýlendukúgarans? Mađur hefđi nú haldiđ ađ einhverjir duglegir piltar hefđu klifiđ hér upp á ţak í Búsáhaldabyltingunni og fjarlćgt skömmina, en svo fór ekki. Vćri ekki best ađ minnast aldarafmćlis sjálfstćđis og fullveldis Íslands áriđ 2018 međ ţví ađ fjarlćgja ţessa skömm?


Plisetskaya er látin

Maya Plisetskaya, merkasta ballerína allra tíma, er látin í Ţýskalandi, 89 ára. Ótrúlegur listamađur, sem var gćdd mikilli fegurđ og orku. Dans hennar í Carmen ţegar hún var 61 árs er orđinn ţjóđsögn.


Alţingishús er enn merkt Dönum

althingishu_769_s.jpgNú berst sú frétt ađ ríkisstjórn hyggist láta byggja viđ Alţingishús Íslendinga. Ţađ verđur ţá sjálfsagt einhver glerálma, sem er jafn ósmekkleg og út úr stíl hússins, eins og álman sem var byggđ fyrir nokkrum árum.  En skyldu ţingmenn nokkurn tíma lyfta höfđi ţegar ţeir ganga inn í húsiđ og líta á kórónu Kristjáns 9 danakonungs, sem trjónar efst á húsinu? Hvernig má ţađ vera ađ Íslendingar láti viđ lýđast í öll ţessi ár ađ ćđsta stofnun ţjóđarinnar sé merkt svo kyrfilega međ merki nýlendukúgarans? Mađur hefđi nú haldiđ ađ einhverjir duglegir piltar hefđu klifiđ hér upp á ţak í Búsáhldabyltingunni og fjarlćgt skömmina, en svo fór ekki. Vćri ekki best ađ minnast aldarafmćlis sjálfstćđis og fullveldis Íslands áriđ 2018 međ ţví ađ fjarlćgja ţessa skömm?


Seinni ţáttur Um Land Allt hér

Seinni ţáttur af Um Land Allt fjallar um Snćfellsnesiđ.  Hann má sjá hér:

 

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33629


Haraldur í ţćttinum Um Land Allt

Um Land AlltKristján Már Unnarsson hefur tekiđ upp tvo ţćtti međ spjalli viđ mig í Stykkishólmi. Efniđ má sjá hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33495

Fyrri ţátturinn er sýndur 9. febrúar 2015 í ţáttaröđinni Um land allt. Hér er kynning á efninu frá visir.is:

Heim í Hólminn eftir 40 ára eldfjallaflakk: Haraldur Sigurđsson eldfjallafrćđingur flutti aftur heim í Stykkishólm eftir 40 ára vísindastörf viđ rannsóknir á eldfjöllum víđa um heim. Í ţćttinum „Um land allt“ segir Haraldur frá ćskuslóđum sínum í Hólminum, starfsferli og einkalífi og sýnir Eldfjallasafniđ. Ţetta er fyrri ţáttur af tveimur. Í seinni ţćttinum, sem er á dagskrá Stöđvar 2 ţann 10. febrúar, fer Haraldur umhverfis Snćfellsnes međ Kristjáni Má Unnarssyni og Arnari Halldórssyni kvikmyndatökumanni.  Viđ ţökkum ţeim fyrir ađ fá ţetta tćkifćri til ađ kynna Eldfjallasafn í Stykkishólmi.


Farđu og sjáđu Leviathan

LeviathanRússneska kvikmyndin Leviathan eftir Andrei Zvyagintsev er risavaxin ádeila á Rússland í dag.   Siđleysi, ofdrykkja, lág menning, spilling: ţetta er allt lagt fram á borđiđ og alltaf sigrar yfirvaldiđ í lokin. Myndin gerist í litlu úgerđarţorpi úti á Kola skaga. Stórbrotin náttúra, einangrun, villt landslag, dálítiđ íslensk stemning, brostin hjónabönd, ţar sem samrćđurnar far fram viđ eldhúsborđiđ. Og vodkadrykkjan! Drottinn minn! Er ţetta satt? Ég er smátt og smátt ađ átta mig á hvađ kirkjan hefura aftur náđ miklum ítökum í rússneskri menningu og er komin innarlega í valdakerfiđ. Stóri brandarinn er ađ myndin var styrkt af Menntamálaráđuneyti Rússlands. Ég efast ekki um, ađ Pútin mun láta endurskođa ţćr reglur. Mađur er eiginlega í áfalli eftir ađ hafa séđ ţessa mynd. Leviathan getur veriđ stóri hvalurinn, sem liggur djúpt í hafinu en getur fariđ ađ bylta sér órólega eins og rússneska ţjóđin kann ađ gera. En Leviathan getur einnig verđi dauđi hvalurinn, sem er rekinn á land og liggur rotnandi í fjörunni, eins og rússneska ţjóđfélagiđ í dag? Ykkar er valiđ.


Sukk og svínarí

img_1955.jpgÉg var ađ ljúka vikudvöl minni í fornu borginni Marrakesh í Marokkó. Borgin er stórmerkileg, en hún var stofnuđ af Berbum áriđ 1062. Marrakesh situr viđ rćtur hinna fögru og snćvi ţöktu Atlasfjalla, sem ná meir en 4000 metra hćđ. Hús, hallir og moskur borgarinnar er nćr öll byggđ úr rauđum sandsteini og einnig borgarmúrarnir, sem gefur borginni sérstakan rauđan lit. Berbar settu strax á laggirnar markađ eđa “souk” hér á elleftu öld og reyndar eru í borginni einir átján “souks” starfandi í stígum og götum, sem eru svo ţröngar ađ engir bílar fara ţar um, ađeins fótgangandi og asnakerrur međ farangur á markađinn. Karlar sitja viđ störf sín úti á götu eđa í ţröngum sundum, en konur eru lítt áberandi. Hér er hćgt ađ kaupa bókstaflega allt sem ţér dettur í hug. Krydd er áberandi, einnig fatnađur, teppi, grćnmeti, ávextir. Ég rakst jafnvel á nokkra karla sem voru eingöngu ađ selja steingervinga og kristalla af ýmsu tagi, enda er jarđfrćđi Marókkó stórmerkileg. Ađrir selja forngripi frá ýmsum kynţáttum Norđur Afríku, einkum Tuareg fólki. Ţađ er enginn vandi ađ eyđa mörgum dögum í “souk”, en mađur stoppar öđru hvoru til ađ fá sér heitt te međ mintu.   Ţeir taka fersk mintublöđ og hella sjóđandi vatninu yfir ţau, sem gerir hinn besta drykk. Svo setja ţeir tvo stóra sykurmola út í. Einn daginn, á leiđ í “souk” áttađi ég mig allt í einu á ţví ađ reyndar var ég ađ fara í sukkiđ! Ég tel ađ ţađ sé enginn vafi á ţví ađ íslenska orđiđ sukkiđ er dregiđ af “souk”. Sennilega hefur ţađ borist okkur í gegnum dönsku. Eina “souk” í Evrópu sem ég veit um er í Marseille í suđur Frakklandi, enda eru Arabar í meirihluta í ţeirri borg.   Ađ fara í sukkiđ getur ađ vissu leyti veriđ neikvćtt, enda er mađur hér til ađ eyđa tímanum, á flćkingi, og ţar á međal er hćtta á ađ dragast út í einhverja óreglu. En ţađ er ekki hćttan í Marrakesh. Ţar hjá múslimum er ekkert áfengi selt í sukkinu.


Sviđsmenn Carnegie Hall fá 40 milljónir í árslaun

labour-unions.jpgÉg hef veriđ í verkalýđsfélagi í Bandaríkjunum frá 1974 (AAUP, stofnađ 1915) og hef notiđ góđs af ţví, en ef til vill valdi ég ekki rétt! Ef ég vćri ađ velja mér verkalýđsfélag í dag, ţá vćri ţađ tvímćlalaust félag sviđsmanna í Carnegie Hall í New York. Einn trésmiđurinn er međ $441,223 í árslaun, einn rafvirkinn međ $425,872 og ađrir eftir ţví. Carnegie Hall er ađ sjálfsögđu einn fremsta hljómleikahöll í heimi, en fyrr má nú vera! Eins og gefur ađ skilja ţá ganga stöđur oftast frá föđur til sonar í ţessu verkalýđsfélagi.   Fyrsta konan fékk loks inngang í félagiđ áriđ 1975. Ein kona sem starfađi í hljómsveit á sviđinu sagđi mér ađ ţađ hefđi kostađ $2000 ađ fá einn hljóđnema fluttan um fimm metra á sviđinu. Svona mafíu-háttarlag hefur yfirleitt eyđilagt mikiđ fyrir verkalýđsfélögum í Bandaríkjunum og hafa ţau ţví veriđ sprengd upp hvert á fćtur öđru. En á Íslandi er ţessu öđruvísi háttađ. Mér sýnist helst ađ atvinnurekendur ráđi mestu hér í verkalýđsfélögunum?


Ţađ sem enginn ţorir ađ tala upphátt um í Frakklandi

Ţađ er enginn vandi ađ dvelja nokkra daga í Frakklandi án ţess ađ hafa neinar áhyggjur af innflytjendamálum. En samt sem áđur kemur ađ ţví fyrr eđa síđar ađ mađur fer ađ taka eftir fólkinu, oft hjónum, sem er ađ koma sér fyrir úti í skúmaskotum á kvöldin, liggur á tómum pappakössum og breiđir yfir sig og nokkur börnin einhverjar plastdruslur fyrir nóttina. Innflytjendamálin eru stóra máliđ í ţessu landi. Fyrrum forseti Nicolas Sarkosy sagđi í rćđu nýlega ađ innflytjendur vćru í ţann veginn ađ eyđileggja hinn franska lífsstíl. Rithöfundurinn Michel Houellebecq, í nýrri skáldsögu sinni Soumission, gerir Frakkland ađ múslimaríki áriđ 2022. Ţetta er auđvitađ pólitík og skáldskapur. Hverjar eru stađreyndirnar? Ţađ er margt rangt í hinum almennu skođunum um innflytjendur í Frakklandi. Ađeins níu prósent af Frökkum eru innflytjendur, en ţeir streyma nú inn í vaxandi mćli um 200 ţúsund á ári. Eru ţeir allir múslimar frá Afríku? Rangt. Nćr helmingur innflytjenda til Frakklands eru Evrópubúar (46%), ekki Afríkubúar (30%), eins og margir kynnu ađ halda. Portúgalar eru reyndar stćrsti hópurinn af innflytjendum til Frakklands (8%), ţá nćst Marokkó og síđan Alsírbúar.  Ţrátt fyrir ţessar stađreyndir er andúđ á móti innflytjendum mjög útbreidd.  Eđa er kannske ekkert mark takandi á ţessum opinberu tölum um innflytjendur? Enginn veit hvađ margir smjúga inn bakdyramegin yfir landamćrin.  Skođannakannanir sýna ađ um 60% af Frökkum eru á móti ţví ađ veita útlendingum kosningarétt. En mótstađan er fyrst og fremt gegn múslimum. Skođanakönnun blađsins Le Monde sýnir ađ 74% af Frökkum telja Islam vera trú, sem virđir engin önnur trúarbrögđ (intolerant) og er ţví ekki gjaldgeng trúrbrögđ í Frönsku samfélagi. Ţađ veit reyndar enginn hve margir músimar búa í Frakklandi, ţví ţađ er á móti lögum ađ spyrja um trúarbrögđ og kynţátt í opinberum skođanakönnunum eđa manntali. En almennt er taliđ ađ nú séu um 10% ţjóđarinnar múslimar. Međ mannfjölda sem er um 66 milljónir, ţá hefur ţví Frakkland fleiri múslima en nokkur önnur ţjóđ í Evrópubandalaginu. Í sumum borgum eru múslimar mjög fjölmennir. Til dćmis í Marseille eru ţeir taldir milli 30 og 40% og er sú borg talin hin hćttulegasta allra borga í Evrópu. Ţađ vakti mikla athygli nýega ađ í einni skođanakönnun kom í ljós ađ einn af hverjum sex íbúum Frakklands hefur samúđ međ ISIS skćruliđum, sem eru ađ berjast í Sýrlandi. Hver er framtíđin? Ţeim fjölgar hrađar en okkur hinum. Múslimar eru taldir ná 26,4% af mannfjölda jarđarinnar áriđ 2030, en voru 23,4% áriđ 2010. Taliđ er ađ Frakkar nái 70 milljónum áriđ 2030 og ţar af verđa 28 milljón ţeirra múslimar, eđa um 40%. Kannske er Michel Houellebecq á réttu róli?


Ný mynd Eldfjallasafns

JóhannesHeklaNýlega eignađist Eldfjallasafn ţessa mynd af Heklugosinu 1947 eftir Jóhannes S. Frímannsson (1919-1997).  Hann var ţekktur frístundamálari eđa alţýđumálari á tuttugustu öldinni og málađi mikinn fjölda landslagsmynda, sem ef til vill mćtti kalla kitsch.  Hann minnir mig ţví á Eyjólf Eyfells, sem einnig málađi  ţetta Heklugos. 

Ţađ munađi litlu ađ eitt verk Jóhannesar Frímannsonar vćri selt sem verk sjálfs meistarans Jóhannesar S. Kjarval.  Áriđ 2001 var Íslenskt olíumálverk á uppbođi á eBay og taliđ vera eftir  Jóhannes S. Kjarval.   Innan skamms var tilbođ í myndina komin upp í $9,100.  En ţá stigu sérfrćđingar fram á völlinn og skáru úr um ađ verkiđ vćri eftir Jóhannes S. Frímannsson.  Sennilega er ţessi Heklumynd máluđ viđ Rangá, en hrossin hafa greinilega engan áhuga á gosinu. 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband