Það er búið að opna glufu

Image 12-18-23 at 9.39 AMBláa Lónið er opið. Grindavík er enn lokað. Hvaða dómgreind er það, að leyfa opnun á svæði sem er í miðju hættusvæðinu, en halda bænum lokuðum í útjaðri svæðissins?  Það er peningadómgreind, að leyfa Bláa Lóninu raka inn erlendri mynt, en á meðan eru íbúar Grindavíkur enn á flótta.  En þeir eru greinilega ósáttir við það, eins og kemur fram í Mbl. í dag. „Ég vil bara opna mitt fyrirtæki“ segir Ólaf­ur Bene­dikt Arn­berg Þórðar­son sem rek­ur Hót­el Grinda­vík og veit­ingastaðinn Brúna þar í bæn­um en hon­um var hótað hand­töku í gær­kvöldi yf­ir­gæfi hann bæ­inn ekki.´´

Jarðskjálftar eru enn í gangi við Grindavík, en þeir eru vægir og munu sennilega halda áfram í nokkra mánuði. Einnig jarðskorpuhreyfingar. Þetta er ástand sem vel má búa við. Ég spái því að allri lokun verði aflétt efti fund Almannavarna og sérfræðinganna næsta miðvikudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband