Haraldur í þættinum Um Land Allt

Um Land AlltKristján Már Unnarsson hefur tekið upp tvo þætti með spjalli við mig í Stykkishólmi. Efnið má sjá hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33495

Fyrri þátturinn er sýndur 9. febrúar 2015 í þáttaröðinni Um land allt. Hér er kynning á efninu frá visir.is:

Heim í Hólminn eftir 40 ára eldfjallaflakk: Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur flutti aftur heim í Stykkishólm eftir 40 ára vísindastörf við rannsóknir á eldfjöllum víða um heim. Í þættinum „Um land allt“ segir Haraldur frá æskuslóðum sínum í Hólminum, starfsferli og einkalífi og sýnir Eldfjallasafnið. Þetta er fyrri þáttur af tveimur. Í seinni þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 þann 10. febrúar, fer Haraldur umhverfis Snæfellsnes með Kristjáni Má Unnarssyni og Arnari Halldórssyni kvikmyndatökumanni.  Við þökkum þeim fyrir að fá þetta tækifæri til að kynna Eldfjallasafn í Stykkishólmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk kærlega fyrir þennan þátt, mér finnast þínar athugasemdir og þín skrif mjög áhugaverð, eins og ég hef áður sagt.  Kv. FJF

Friðrik J. Friðriksson (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband