Hvað er Jarðskorpan þykk undir Íslandi?

Allen 2002Spurt er um skorpuþykkt undir Íslandi. Undir meginlöndunum er þykk jarðskorpa (ca. 50 til 70 km) en undir úthöfunum er skorpan þunn (um 10 km). Lengi var haldið að jarðskorpan undir Íslandi væri líkari úthafsskorpu og væri minna en 20 km. Nýrri jarðeðlisfræðilegar túlkanir og mælingar sýna hins vegar að jarðskorpan okkar er furðu þykk. Fyrri myndin er skorpulíkan Allen og félaga (2002) af Íslandi, en síðari myndin er frá Foulger et al. (2006). Það eru til fleiri útgáfur, en ég læt þessar nægja í bili. Skorpan hjá Foulger er frá 20 til 38 km á þykkt, en um 20 til 40 km hjá Allen og félögum.  Foulger 2006Þá er spurningin: hvað er eiginlega skorpa? Hvers vegna er hún þykkust undir miðju landinu? Hvernig er greint á milli skorpu og partbráðins lags efst í möttlinum? Þessu hefur ekki verið svarað enn. Alla vega er íslenska jarðskorpan mun þykkari en venjuleg úthafsskorpa og næstum eins þykk og meginlandsskorpa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð seinni (Foulger) myndin:

Samkvæmt henni þá er jarðskorpan þynnst á öllu Íslandi undir.......Snæfellsjökli!    

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 21:16

2 identicon

Hvað með möttulstrókinn? Er hann ekki staðsettur undir landinu norðvestan við Vatnajökul? Geturðu frætt okkur eitthvað um hann? Mig minnir að hann ýti fljótandi efni upp um að jafnaði giska 10 cm á ári. En þetta er bara gamalt minni. Hlakka til að lesa meira frá þér um hann og tenginguna við sprungukerfið.

Hjartans þakkir fyrir afburðagóðar greinar.

pall jonsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 00:27

3 identicon

Þetta minnir mig á ísmola sem flýtur og einungis hluti hans stendur upp úr. Engu líkara en að löndin fljóti bara ofan á möttlinum. Ef það er tilfellið er ekkert skrýtið að jarðskorpan sé þykkust á miðju landinu, þar sem mest stendur upp úr.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 13:21

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Þetta er rétt hjá þér, Helga. Að skorpan virðist þykkust undir miðjunni kann að benda til að ef til vill sé hér undir miðju landinu lag sem inniheldur nokkuð magn af kviku, eða partbráðið berg. Jarðeðlisfræðingar geta ekki greint á milli skorpu og partbráðins bergs ennþá.

Haraldur Sigurðsson, 27.5.2012 kl. 14:08

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kenningar jarðfræðinnar gera flestar ráð fyrir að Möttulefnið sé að mestu fast eða mjög seig fljótandi, en það er samt margt sem bendir til þess að það hegði sér frekara eins og fljótandi efni í möttlinum.

Helga seigir "engu líkara en að löndin fljóti bara ofan á möttlinum."

þetta hef ég talið líklegt lengi og þykktarmælingar á skorpunni nú seinni ár styðja þetta vel. Skorpan er með eðlisþyngd í kring um 3 en möttulefnið er 3 til 6 svo skorpan getur ekki annað en flotið á möttulefninu

Samaburðurinn við ísjakann er réttur samkvæmt þessu og skýrir líka vel að hækkun yfirborðs sjávar (Vegna bráðnunar jökla) stendur á sér, eða er miklu hægari en þeir sem telja möttulefnið vera fast efni hafa gert ráð fyrir.

Hlutfall þurrlendis á jörðinni er þannig í beinu sambandi við misþykkt og eðlisþyngd jarðskorpunnar. það er að segja ef jarðaskorpan væri öll jafn þykk væri allt yfirborð jarðar þakið um það bil tveggja kílómetra djúpu hafi.

þannig ætti kannski ekki að spyrja hve þykk jarðskorpan er því það sést gróflega á hæð yfir sjávarmáli.

Spurningin er ferkar hvað veldur því að jarðskorpan er misþykk.

Guðmundur Jónsson, 27.5.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband