Hvađ hćkkar sjávarborđ mikiđ í lok aldarinnar?

global_average_sea_level_change_medium_1.pngÁhrifamesti ţáttur í hnattrćnni hlýnun jarđar er hćkkandi sjávarborđ. Ţađ orakast af hrađari bráđnun íshellunnar yfir Grćnalndi og Suđurheimsskautinu, ásamt bráđnandi hafís. Ţađ er augljós stađreynd ađ máliđ er alvarlegt, en eins og fyrsta mynd sýnir, ţá hćkkar stöđugt og međ vaxandi hrađa. Ţađ hefur flćkst fyrir vísindunum ađ gera áreiđanlega spá um sjávarborđ framtíđarinnar, en vandinn er augljós. Suđurheimsskautiđ tapar um 147 milljörđum tonna af ís á ári hverju, ađallega í vestur hlutanum, og Grćnlandsjökull tapar um 269 milljörđum tonna á ári. Önnur myndin sýnir sjö spár vísindanna um stöđu sjávarborđs á jörđu áriđ 2100. Elstu spárnar eru til vinstri, en ţćr nýjustu og áreiđanlegustu eru til hćgri. Ţćr benda til ađ sjávarborđ verđi um 1.3 m hćrra viđ nćstu aldamót en í dag, en geti jafnvel náđ 2 metrum. En mesta óvissan er barđandi ţróun mála í jöklum á vestur hluta Suđurheimsskautsins. Ţar eru risastórir skriđjöklar, eins og til dćmis Thwaites jökull, sem eru byrjađir ađ vera órólegir og geta haft mikil áhrif á nćstunni ef ţeir skríđa fram međ auknum hrađa í hafiđ og bráđna. Nú er hreyfing á ţessum jökli til dćmis nokkrir km á ári.screen_shot_2016_12_15_at_1_47_48_pm.png

Breytingar á sjávarborđi hafa auđvitađ mikil áhrif á Íslandi framtíđarinnar, en máliđ er flókiđ. Í fyrsta lagi eru breytingar á stöđu sjávar hér á landi tengdar landrisi vegna bráđnunar íslenskra jökla. Ţađ hefur ´berandi áhrif í Höfn í Hornafirđi og mun ađ öllum líkindum spila höfninni ţar í náinni framtíđ. Í öđru lagi eru breytingar hér einnig háđar jarđskorpuhreyfingum, sem hafa ekkert međ jökla ađ gera en eru tengdar Miđ-Atlantshafshryggnum. Ţannig sígur Seltjarnarnesiđ vegna ţess ađ ţađ er ađ fćrast mátt og smátt fjćr gosbeltinu vegna landreks. Í ţriđja lagi er sjávarstađa hér undir áhrifum frá ţyngdarsviđi Grćnlands, en ţađ breytist í framtíđinni vegna minnkandi fargs Grćnlandsjökuls. Ţannig er erfitt ađ spá um framvindu mála hér. Nú er yfirborđ Tjarnarinnar um 2,2 metra fyrir ofan sjávarmál og enginn veit hvenćr sjór fellur inn í Tjörnina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Hvar eru nýjustu tölurnar /mćlingarnar tengt sjávarhćđ viđ Reykjavíkurhöfnina?

Ţađ gćti veriđ vekefni fyrir veđurstofu íslands ađ flagga ţeim mćlingum á sínum vettvangi í sjónvarpssal:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2160421/

Jón Ţórhallsson, 17.12.2016 kl. 15:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband