Blómgun eykst um 47% í hafinu

phytoplankton_0001.jpgSjórinn umhverfis okkur á Norđur Atlantshafi er grćnn. Sjórinn í Karíbahafi og Miđjarđarhafi er fallega blár, en hann er blár vegna ţess ađ hann er dauđur, snauđur af grćnţörungum. Sjórinn í norđri er hins vegar fullur af grćnţörungum, sem gefa honum lit og eru grundvöllur fćđukjeđjunnar og alls lífríkis hafsins. Mćlingar međ gervihnöttum gera kleift ađ ákvarđa framleiđni lífríkis í hafinu og fylgjast međ ţví hvernig framleiđni breytist međ tímanum. Ţađ eru ađallega mćlingar á blađgrćnu. Nú ţegar hafísţekjan dregst hratt saman á norđurslóđum, ţá nćr sólarorkan til enn meiri hluta hafsins og framleiđni rýkur upp. Ţörungar blómgast. Frá 1997 til 2015 hefur framleiđni í hafinu á norđurheimsskautinu hćkkađ um 47% af ţessum sökum. Ţađ er ekki vitađ hve lengi framleiđni getur vaxiđ á ţennan hátt, en hún mun takmarkast af ţví hvađ mikiđ nćringarefni er fyrir hendi í hafinu og hve lengi ţađ dugar. Mikiđ nćringarefni berst til sjćavar međ íslenskum jökulám og einkum međ jökulhlaupum í kjölfar eldgosa. En stóra breytingin er ađ gerast nú, ţegar hafís hverfur, en ţá nćr ljós ađ geisla yfir ný hafsvći og blómga ţau. Myndin sýnir slíka blómgun í Norđur-Atlantshafi og Íshafinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Takk fyrir Haraldur, ég er ekki mikill haffrćđingur, en skyggni hér takmarkast ţá ađ megin efni af ţörungum.  ég synt í sjó viđ Ísland, einkanlega í Nauthólfsvík á unglingsárum og  svo horft til botns á austfjörđum og á norđanverđu Snćfellsnesi í um fjóra áratugi og hélt ađ hvergi vćri hreinni sjór en viđ Ísland, ţó skyggni sé reyndar oft mjög misjafnt.

Svo lenti ég til Kípur fyrir um ţrjátíu árum og ţar var sjórinn svo kristals tćr ađ allt var skírt á botninum á sex  til átta metra dýpi.  Ţetta kom mér á óvart, en fararstjórarnir sögđu ađ sjórinn vćri svo saltur ţarna ađ í honum ţrifist ekkert líf. Ţađ var nú ekki alveg rétt ţví ţarna sá ég ýmiskonar botndýr,krabba og sćstjörnur en enga fiska. 

En hvađ međ súrnun hafanna sem nú er stundum talađ um? Er fylgni á  milli loftmengunar og ćtlađrar súrnunar, eđa stafar hún mest af iđnađar frárennsli.  Er möguleiki ađ ţessi ţörungablómi vinni gegn mengun? Á Kípur fór allt frárennsli ţarna á gríska hlutanum í gegnum hreinsistöđvar á ţessum tíma. 

Hrólfur Ţ Hraundal, 27.11.2016 kl. 13:39

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Súrnun hafsins stafar af útblćstri af CO2 frá iđnađi og umferđ. Koltvíoxíđ í andrúmslofti leysist síđan upp sem sýra í sjónum. Stóra hćttan er ađ sýrumagn sjávar fari yfir ţau mörk, sem kalk ţrífst viđ. Ef ţađ gerist, ţá leysat upp skeljar sjávardýra og stökkbreyting verđur á ásstandi hafsins --  til hins verra.

Haraldur Sigurđsson, 27.11.2016 kl. 15:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband