Stærsti stormurinn

patricia.jpg

 

Fellibylurinn Patricia er rétt í þessu að skella á vesturströnd Mexikó. Hann er sá stærsti sem mælst hefur, með allt að 300 km á klst. (allt að 90 m á sek.) vind og einnig lægsta loftþrýsting sem mælst hefur. Fylgist með storminum á þessari frábæru vefsíðu, sem sýnir vindinn í rauntíma:

http://earth.nullschool.net/#current/wind/surface/level/orthographic=-104.69,18.92,3000

Vísindamenn eru agndofa yfir þessum ósköpum. Skýringin fyrir hinum mikla styrk er tengd því hvað Kyrrahafið er heitt í dag. Nú er í gangi El Nino, en orkan í fellibylnum kemur úr hita hafsins. Oftast rótar fellibylurinn upp heita yfirborðssjónum og lendir í kaldari sjó undir. Þá dettur krafturinn niður. En nú er dýpri sjórinn einnig mjög heitur, vegna El Nino. Að minnsta kosti 8 milljón manns eru á hættusvæðinu og tjón verður gífurlegt í Mexíkó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Global warming.

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 04:37

2 identicon

Þakka merkilega umsögn eins og venjulega. Ég hjó eftir því að þú notar km á klst um vindhraða og fagna ég því. Þegar breyting var gerð á vindstyrksmælingum úr vindstigum var farið í m á sek sem er jafn óskiljanlegt.

Friðrik G Friðriksson (IP-tala skráð) 24.10.2015 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband