Goshringir

Kjartan MárReykhringir myndast þegar maður andar frá sér skýi af vindlareyk og blæs um leið gat í gegnum skýið. Þá vefst uppá reykinn og hann myndar fallegan hring.  Eldgos mynda oft reykhringi, en nú hafa náðst góðar myndir af reykhringjum yfir Eyjafjallajökli. Það er Kjartan Már  Hjálmarsson á Selfossi sem tók báðar þessar frábæru myndir laugardaginn 1. maí. Kjartan MárHringarnir eru örugglega tengdir gosinu. Sennilega myndast hringirnir í gufuskýum þeim sem nú rísa uppaf Gígjökli, þar sem gufan myndast vegna hraunrennslis undir jöklinum.  Frábærur reykhringir hafa einnig sést yfir Etnu eldfjalli á eynni Sikiley á Ítalíu, einkum í gosinu árið 2000, eins og myndin fyrir neðan sýnir.   Þeir voru allt að 200 metrar í þvermál og endast oft í allt að 15 mínútur.  Etna reykhringur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Mig minnir að Ómar eða einhver af hanns vinnufélögum hafi tekið mynd af reykhringjum frá Heklugosi á síðustu öld. Man ekki alveg árið. 1980 mögulega.

Njörður Helgason, 3.5.2010 kl. 21:43

2 identicon

Sæll Haraldur.

Þakka þér fyrir mjög góða og fræðilega pistla. Núna er sú litla jarðskjálftavirkni sem er í Eyjafjallajökli á miklu dýpi. Hvernig ber að túlka það?

Með fyrirfram þökk. 

Eggert Þröstur Þórarinsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég sá þennan hring í gær og fylgdist með honum þar til hann hvarf af skjánum.  Hefði viljað ná mynd af honum, en tókst ekki að spóla til baka á vefmyndavél Vodafone.  Ég eiginlega trúði ekki mínum eigin augum og hélt fyrst að þarna væri flugvél á ferð.

Marinó G. Njálsson, 3.5.2010 kl. 23:22

4 identicon

Sælir!

Ég fann hringinn á vefmyndavél Vodafone á eftirfarandi tíma:

Dagsetning: Sat, 01 May 2010 16:11:00 GMT

Skemmtilegt fyrirbæri!

Þorvaldur Gröndal (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 23:49

5 Smámynd: Hörður Finnbogason

Við tókum eftir þessum dularfulla hring (sjá á flickr.com)

Hörður Finnbogason, 4.5.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband