Fyrstu landnemar Ameríku?

cc_CMS-Excavation-17_16x9Mannkyn átti uppruna sinn í Afríku fyrir meir en milljón árum og geislaði síðan í allar áttir. Það er merkilegt að Ameríka virðist hafa verið síðasta meginlandið sem menn námu land á. Það er almennt talið að fyrstu mennirnir hafi komist til Ameríku fyrir um 14 þúsund árum, þegar sjávarstaða var lægri um allan heim og þá var fært fyrir fótgangandi frá austur Asíu yfir Beringsund til Norður Ameríku.  Jafnvel Ástralía var mönnuð miklu fyrr, eða fyrir um 40 þúsund árum.

En þessi kenning er ef til vill að breytast á mjög róttækan hátt, ef taka má mark á fornleifarannsóknum á minjum sem komu fram við vegavinnu nærri San Diego í Kaliforníu. Bein af mastodon (skyldur loðfílum) komu fram í vegavinnunni árið 1992. Frekari rannsókn hefur leitt í ljós að mikið af beinunum eru brotin. Þetta er engin smábein og þarf mikið afl til að brjóta slíkt, sennilege stórar steinsleggjur bundnar á trjágreinar. Þá hafa fundist steinar (15 kg) í uppgreftrinum, sem gætu verið verkfæri. Það sem gerir þetta hugsanlega mjög mikilvæga uppgötvun er aldursgreining beinanna, 130 þúsund ár. Ef beinin hafa verið brotin af mönnum, eins og nú er haldið fram, þá komust menn með einhverjum leiðum alla leið til Ameríku löngu fyrr en áætlað var. Ef þetta er rétt, þá er hér elsti fornleifafundur í Ameríku. Hvernig voru aðstæður í heiminum á þeim tíma? Fyrir um 120 til 140 þúsund árum var hlýskeið, með loftslag á jörðu mjög líkt því sem ríkir í dag.

Hingað til hafa ekki fundist nein mannabein á staðnum. Þar til slíkar minjar finnast þá verður að taka þessa kenningu með miklum fyrirvara, en nú er unnið af kappi á staðnum við að leita frekari minja.  En það er athyglisvert að ef hér er um menn að ræða, þá voru þeir sennilega Neanderthal, því nútúmamaðurinn kom seinna út úr Afríku.

 


Bloggfærslur 26. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband