Þegar eldfjallaeyjar hrynja

1_18485.jpgLítið á þennan stóra stein. Er þetta ekki Grettistak? Nei, það passar ekki, þar sem hann er að finna á Grænhöfðaeyjum, á eynni Santiago, sem er í miðju Atlantshafi, rétt norðan við miðbaug. Grettistök eru flutt af kröftum skriðjökla, en hér í Grænhöfðaeyjum hefur ísöld aldrei verið við völd. Þessi steinn var færður hingað, upp í um 270 metra hæð yfir sjó, af flóðbylgju eða tsunami, fyrir um 73 þúsund árum. Flóðbylgjan myndaðist þegar tindur og austurhlíð eldfjallseyjunnar Fogo hrundi.  Eldeyjan Fogo í Grænhöfðaeyjum er eitt af hæstu eldfjöllum í Atlantshafi, um 2829 m yfir sjó. fogo.pngEn Fogo var áður fyrr mun stærri og einnig miklu hærri. Önnur mynd er af Fogo í dag. Þar sést mikill hringlaga dalur í toppnum og austur hlíð eldeyjarinnar. Hér hrundi fjallið fyrir 73 þúsund árum og risavaxin skriða féll til austurs, í hafið. Við það myndaðist flóðbylgjan, sem flutti stór björg hátt upp á stendur eyjanna fyrir austan, eins og fyrsta mynd sínir. Það eru mörg tilfelli um að háar eldeyjar hafi hrunið á þennan hátt í jarðsögunni, bæði á Kanríeyjum, Hawaíi og víðar. Enda er það eðli eldfjalla að hlaðast upp og ná mikilli hæð. Þá verða þau óstöðug með tilliti til aðdráttarafls jarðar og hrynja í hafið. Þriðja myndin sýnir líkan af útbreislu flóðbylgjunnar. Slíkar tsunami era flóðbylgjur ferðast með ótrúlegum hraða um heimshöfin, en hraðinn er í beinu hlutfalli við dýpi hafsins. Þannig fer flóðbylgja á um 500 km á klst. Ef dýpið er um 2000 metrar. Ef dýpið er um 4000 metrar, þá er hraðinn allt að 700 km á klst. Þessi flóðbylgja hefur borist til Íslands fyrir 73 þúsund árum á um 5 klukkutímum. En á þeim tíma ríkti ísöld á Fróni og hafið umhverfis landið þakið hafís. cape-verde-fogo-volcano.jpgFlóðbylgjan hefur brotið upp og hrannað upp hafís á ströndinni og ef til vill gengið á land. En vegna áhrifa skriðjökla á ísöldinni eru öll vegsummerki um flóðbylgjuna horfin. Hafa Íslensk eldfjöll eða eldeyjar hrunið á þennan hátt? Mér er ekki kunnugt um það. Aftur er það ísöldin, rofið og áhrif jökla, sem halda Íslenskum eldfjöllum í skefjum og koma í veg fyrir að þau verði nægilega há til að mynda risastór skriðuföll og stórflóð.

 


Stærsti stormurinn

patricia.jpg

 

Fellibylurinn Patricia er rétt í þessu að skella á vesturströnd Mexikó. Hann er sá stærsti sem mælst hefur, með allt að 300 km á klst. (allt að 90 m á sek.) vind og einnig lægsta loftþrýsting sem mælst hefur. Fylgist með storminum á þessari frábæru vefsíðu, sem sýnir vindinn í rauntíma:

http://earth.nullschool.net/#current/wind/surface/level/orthographic=-104.69,18.92,3000

Vísindamenn eru agndofa yfir þessum ósköpum. Skýringin fyrir hinum mikla styrk er tengd því hvað Kyrrahafið er heitt í dag. Nú er í gangi El Nino, en orkan í fellibylnum kemur úr hita hafsins. Oftast rótar fellibylurinn upp heita yfirborðssjónum og lendir í kaldari sjó undir. Þá dettur krafturinn niður. En nú er dýpri sjórinn einnig mjög heitur, vegna El Nino. Að minnsta kosti 8 milljón manns eru á hættusvæðinu og tjón verður gífurlegt í Mexíkó.


Bloggfærslur 24. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband