Kýraugað á Geysi

 Skymaster LoftleiðaMér hefur ekki tekist að finna góða mynd af Geysi Loftleiða, en hér er mynd af Heklu, sem einnig var Skymaster DC-4 vél. Hé situr Hekla TF-RVH á Idlewild flugvelli í New York.  Nú er hann kallaður Kennedy flugvöllur.  Myndina tók Rasmus Pettersen fyrir framan gömlu International Airlines Building. Takið eftir kúlulaga glugganum eða kúpta kýrauganu á þaki stjórnklefans. Þar gat siglingafræðingur eða navigator áhafnarinnar kíkt út, beitt sextantinum og gert staðarákvörðun.  Í fluginu fræga árið 1950 var Guðmundur Sívertsen siglingafræðingur á Geysi.   Við rannsókn á brotlendingunni varð ljóst að hann hafði gefið flugstjóranum  upp kolranga staðsetningu. Hann viðurkenndi fyrir rétti að hann og fleiri af áhöfninni hefðu verið við skál.  http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3191243     Hann var ákærður fyrir afglöp í starfi og hlaut dóm.  Í fyrra bloggi minntist ég á að fjöldi hunda hefðu verið með í farangrinum, í rimlabúrum.  Hundunum 18 var lóað, nema einum shafer hundi, en hann týndist síðar á leiðinni niður af jöklinum.

 

 


Bloggfærslur 18. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband