Campi Flegrei að rumska

 Rétt fyrir vestan borgina Napolí á Ítalíu, já, eiginlega í útjaðri borgarinnar, er eitt risastórt eldfjall, sem er að byrja rumska. Það heitir Campi Flegrei, eða Brunavellir. Þar er askja, sem er 12 km í þvermál, en hún myndaðist í miklu sprengigosi fyrir 39 þúsund árum. Annað stórgos varð fyrir um 15 þúsund árum. Lítið gos varð í Campi Flegrei öskjunni árið 1538 og er það síðasta gosið. Það gerði töluverðan ursla og þá hlóðst upp nýtt gígmyndað fjall: Monte Nuovo. Myndin sem fylgir er samtíma gosinu og er þessi trérista merk heimild.montenuovo_copy.jpg

Miklar breytingar eru í gangi í hverum í öskjunni og land er að rísa. Gas streymi upp úr hverum í öskjunni hefur stöðugt aukist síðan mælingar hófust í kringum 1982. Samfara því hefur hiti í hverunum aukist, og landris í öskjunni er í gangi. Út frá þessum gögnum og öðrum hafa Giovanni Chiodini og félagar spáð því að líkur séu á gosi innan 100 til 120 ára. Þeir telja jafnvel að gos gæti hafist innan 4 til 5 ára, en líkur eru á að það verði síðar. Það er því mikil óvissa í gangi, en það er greinilegt að áhættuástand ríkir á svæðinu, þar sem þúsundir búa nú og mikil mannvirki eru fyrir hendi.

hiti_1297190.jpg


Ótrúlegt en satt...

Myndin sýnir hitafar rétt fyrir norðan 80 gráðu norður. Svarta línan sýnir meðaltal lofthita fyrir tímabilið 1948-2002. Bláa línan sýnir hitafar árið 2016. Það er einstakt í sögu mælinganna og synir vel hvað hlýnunin er ör.  Hitafar er nú meir en tí græaðum yfir meðallagi.

arctic.jpg


Bloggfærslur 22. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband